Evrusvæðið heldur áfram að rétta úr kútnum

Um 500 milljóna efnahagssvæði evrulandanna hefur sýnt batamerki linnulaust í fjögur ár. Meira þarf þó til að skapa langvarandi stöðugleika fyrir uppbyggingu, segir forseti stjórnar Seðlabanka Evrópu.

Mario Draghi, bankastjóri seðlabanka Evrópu
Mario Draghi, bankastjóri seðlabanka Evrópu
Auglýsing

Eftir margra ára hæga­gang, í kjöl­far fjár­málakrepp­unnar á árunum 2007 til 2009, hafa hag­tölur á Evru­svæð­inu batnað jafnt og þétt, en gögn sem breska rík­is­út­varpið BBC vitnar til sýna að vöxtur í hag­kerfum heldur áfram að vera stöð­ug­ur.

Sam­kvæmt skoð­ana­könnun IHS Markit, þar sem inn­kaupa­stjórar fyr­ir­tækja eru spurðir út í horfum í rekstri, eru efna­hags­horfur nokkuð góðar fyrir næstu mán­uði, og tæp­lega eitt pró­sent hag­vöxtur á öðrum árs­fjórð­ungi þessa árs virð­ist vera í kort­un­um.

Það kann að hljóma lítið fyrir ein­hverj­um, en er stað­festi á því yfir 40 mán­aða hag­vaxt­ar­skeiði innan evru­svæð­is­ins. Grein­andi IHS segir í við­tali við BBC að þetta séu góðar fréttir fyrir svæð­ið, en vöxt­ur­inn er drif­inn áfram af vax­andi efna­hags­um­svifum í Þýska­landi og Frakk­landi, stærstu iðn­ríkjum evru­svæð­is­ins.

Auglýsing

Í febr­úar síð­ast­liðnum greindi FT frá því í umfjöllun sinni að efna­hags­bat­inn í Evr­ópu - 500 millj­óna íbúa mark­aðs­svæði - væri í reynd „hljóð­lát bylt­ing“, því óhætt væri að segja að hann hefði ekki stolið fyr­ir­sögn­um. Á þeim tíma hafði mælst hag­vöxtur á evr­u­­svæð­inu í fjórtán árs­fjórð­unga í röð, atvinn­u­­leysi haldið áfram að minnka og farið undir 10 pró­sent, og við­horf gagn­vart hag­­kerf­inu ekki verið jákvæð­­ara í sex ár.Eins og mál horfa við nú, virð­ist vera fram­hald á þess­ari þróun og efna­hags­bat­inn stað­festur í 15 árs­fjórð­unga í röð. Seðla­banki Evr­ópu hyggst halda áfram örv­un­ar­að­gerðum sín­um, en bank­inn hefur keypt skulda­bréf á mark­aði fyrir um 60 millj­arða evra í hverjum mán­uði, með það að mark­miði að örva hag­vöxt, und­an­farin þrjú ár.

Hér má sjá hvernig útflutningsþróun íslenska hagkerfisins hefur verið. Evrusvæðið tekur til um 70 prósent af útflutningi Íslands, og hefur efnahagslegt samband Íslands við evrusvæðið styrkst töluvert með miklum vexti í ferðaþjónustu.

Þrátt fyrir það hefur Mario Drag­hi, for­seti stjórnar Seðla­banka Evr­ópu, sagt að ekki hafi verið nóg gert enn til að örva hag­vöxt á svæð­inu, og mik­il­vægt sé að sýna þol­in­mæði til að skapa far­veg fyrir langvar­andi stöð­ug­leika og upp­bygg­ing­u. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent