Starfshópar um aflandseignaskýrslu skila á „allra næstu dögum“

Tveir hópar sem áttu að vinna tillögur til úrbóta á grunni skýrslu um aflandseignir Íslendinga eru á lokametrunum í vinnu sinni. Skýrslan sýndi að fjöldi Íslendinga geymir háar upphæðir á aflandssvæðum og borgar ekki skatta af þeim.

aflandseyjar1
Auglýsing

Tveir starfs­hópar sem skip­aðir voru til að vinna að til­lögum til úrbóta vegna ábend­inga í í skýrslu starfs­hóps um umfang fjár­magnstil­færslna og eigna­um­sýslu Íslend­inga á aflands­svæðum eru á loka­metr­unum í vinnu sinni.  Þetta kemur fram á vef fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. 

­Nið­ur­stöður skýrsl­unnar voru meðal ann­ars þær að það hafi orðið stökk­breyt­ing á flæði fjár til aflands- og lág­skatta­svæða á fyrsta ára­tug þess­arar ald­ar, og fjöldi aflands­fé­laga í eigu Íslend­inga fer­tug­fald­að­ist frá árinu 1999 og fram að hruni. Eignir í stýr­ingu íslensku bank­anna í Lúx­em­borg 46-­föld­uð­ust á sama tíma­bili. Upp­safnað umfang eigna Íslend­inga á aflands­svæðum frá árinu 1990 til 2015 nemur ein­hvers staðar á bil­inu 350 til 810 millj­örðum króna, og tekju­tap hins opin­bera á árunum 2006 til 2014 nemur lík­lega um 56 millj­örðum króna. Á hverju ári gæti tapið vegna van­tal­inna skatta verið á bil­inu 4,6 til 15,5 millj­arðar króna.   

Tveir hópar skip­aðir

Fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neytið skipað starfs­hópanna tvo 10. febr­úar síð­ast­lið­inn í kjöl­far þess að skýrslan, sem hafði verið til­búin mán­uðum sam­an, var loks birt. Þeim var falið að vinna að útfærslu úrbóta vegna ábend­inga sem fram komu í skýrslu starfs­hóps um umfang fjár­­­magnstil­­færslna og eigna­um­­sýslu Íslend­inga á aflands­­svæð­­um. Annar hóp­­ur­inn fjall­aði um umfang og áhrif skatt­und­an­­skota og skattsvika á íslenskan þjóð­­ar­­bú­­skap, ásamt því að gera til­­lögur um hvernig megi minnka svarta hag­­kerf­ið. Hinum hópnum var falið að fjalla um þann hluta skýrsl­unnar sem sneri að milli­­verð­lagn­ingu, þar með talið fakt­úru­fölsun.

Auglýsing

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans í febr­úar sagði að um sé að ræða fyrstu áfanga í aðgerð­­ar­á­ætlun rík­­is­­stjórn­­­ar­innar gegn skatt­und­anskotum og skattsvik­­um. „Önnur atriði úr skýrslu starfs­hóps­ins um eignir Íslend­inga á aflands­­svæðum eru enn til skoð­unar í ráðu­­neyt­in­u.“

Kjarn­inn spurði sér­­stak­­lega um hvort til stæði að skoða ábend­ingar sem fram komu í skýrsl­unni sem snúa að fjár­­­fest­inga­­leið Seðla­­banka Íslands. Orð­rétt segir í skýrsl­unni: „Miðlun upp­­­lýs­inga um fjár­­­­­magns­flæði inn og út úr land­inu, t.d. aflandskrónur sem fluttar hafa verið til lands­ins og eins þátt­­­taka í fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið Seðla­­­bank­ans er ekki til stað­­­ar. Sér í lagi hefur skatt­yf­­­ir­völdum ekki verið gert við­vart af hálfu Seðla­­­bank­ans þegar um grun­­­sam­­­legar fjár­­­­­magnstil­­­færslur er að ræða. Æski­­­legt má telja að sam­­­starf væri um miðlun upp­­­lýs­inga á milli þess­­­ara stofn­ana.“

Í svari frá ráðu­­neyt­inu segir að þetta sé eitt þeirra atriða sem enn væri til skoð­unar í ráðu­­neyt­in­u.

Skrifar undir fjöl­þjóða­samn­ing gegn skattsvikum

Í dag var enn fremur greint frá því að Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, muni und­ir­rita fyrir hönd Íslands fjöl­þjóða­samn­ing sem miðar að því að stemma stigu við skatt­und­and­rætti og skattsvikum með mis­notkun tví­skött­un­ar­samn­inga. Yfir 100 ríki hafa gerst aðilar að samn­ingnum og und­ir­rita 68 þeirra hann í dag í tengslum við ráð­herra­fund Efna­hags- og frama­fara­stofn­un­ar­innar (OECD) sem hald­inn er í Par­ís.

Í frétt ráðu­neyt­is­ins segir að und­an­farið hafi ýmis skref verið stigin hér á landi í bar­átt­unni gegn skatt­und­and­rætti og skattsvik­um, svo sem með lög­gjöf um aðgerðir stjórn­valda gegn skattsvikum  og starfs­hópi sem lagði mat á umfang eigna og umsvif Íslend­inga á aflands­svæð­um, sem og mögu­legt tekju­tap hins opin­bera sem af slíku leið­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent