Íslenska hagkerfið hefur aldrei skapað jafnmikil verðmæti. Þannig er útlit fyrir að landsframleiðsla á hvern landsmann í ár verði um hálfri milljón króna meiri en hún var þensluárið 2007, á verðlagi þessa árs.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, en ítarlega er þar fjallað um gang mála í hagkerfinu um þessar mundir.
Ráðgjafa- og greiningarfyrirtækið Analytica áætlar að landsframleiðslan verði um 7,6 milljónir á hvern landsmann í ár. Það eru 30,4 milljónir á fjögurra manna fjölskyldu, og tveimur milljónum meira en 2007, þegar . Vignir Jónsson, hagfræðingur hjá Analytica, segir í viðtali við Morgunblaðið mikla fjölgun ferðamanna lykilþátt í þessum hagvexti.
Árið 2010 komu ríflega 450 þúsund ferðamenn til landsins en gert er ráð fyrir að þeir verði 2,3 milljónir á þessu ári.
Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir Ísland nú eitt þeirra ríkja Evrópu þar sem landsframleiðsla á mann er mest. Vegna ofþenslu þurfi að flytja inn fólk. Hann segist reikna með því að fasteignaverð muni halda áfram að hækka á næstu misserum.
Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir að hagkerfið standi nú brátt á krossgötum, segir um margt með ólíkindum hvað hafi tekist að auka verðmætasköpunina hratt, eftir efnahagshrunið.