Merkel: Evrópusambandið tilbúið að hefja viðræður um Brexit

Staða Theresu May versnaði til muna eftir þingkosningarnar í Bretlandi.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Auglýsing

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, segir að Evr­ópu­sam­bandið (ESB) sé til­búið að hefja við­ræður um útgöngu Bret­lands úr ESB. 

Í við­tali við breska rík­is­út­varpið segir Merkel að hún telji ekk­ert í vegi fyrir því að hefja við­ræð­urnar um útgöngu Bret­lands í sam­ræmi við fyrri tíma­á­ætl­un, en sam­kvæmt henni þá eiga við­ræð­urnar að hefj­ast 19. jún­í. 

Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, boð­aði til þing­kosn­inga með skömmum fyr­ir­vara í vor í þeirri von, að fá sterka umboð til að leiða landið í við­ræð­unum við ESB. Kosn­ing­arnar fóru illa fyrir Íhalds­flokk­inn, sem May leið­ir, og tókst honum ekki að fá 326 þing­sæti, sem þarf til að tryggja meiri­hluta í þing­in­u. 

Auglýsing

May hefur þegar fundað með Elísa­betu II Eng­lands­drottn­ingu og óskað eftir umboði til þess að mynda nýja minn­i­hluta­­stjórn íhalds­­­flokks­ins. Lýð­ræð­is­­legi sam­­bands­­flokk­­ur­inn í Norð­­ur­-Ír­landi hefur sam­­þykkt að ræða sam­­starf við íhalds­­­menn um að verja minn­i­hluta­­stjórn­­ina falli og kjósa með lyk­il­­málum svo þau fái fram­­gang.

Fjöl­mörg erfið mál bíða úrslausn­ar, en ekk­ert er þó stærra en úrsögn Bret­lands úr ESB og margir ein­stakir mála­flokkar sem tengj­ast útgöng­unni, sem fara þarf í gegn­um. Kostn­að­ur­inn við útgöngu gæti orðið mik­ill fyrir Breta, og mun koma í ljós þegar samn­inga­við­ræð­urnar hefjast, hverjar kröf­urnar verða af beggja hálfu.

Skipt­ing þing­sæta í kosn­ing­unum var sem hér seg­ir: 

  • Íhalds­flokk­ur­inn – 318 (-12)
  • Verka­manna­flokk­ur­inn – 261 (+31)
  • Frjáls­lyndir demókratar (LD) – 12 (+3)
  • Skoski þjóð­ar­flokk­ur­inn (SNP) – 35 (-19)
  • Lýð­ræð­is­legi sam­bandsfl. (DUP) – 10 (+2)
  • Sjálf­stæð­is­flokkur Bret­lands (UKIP) – 0 (0)
  • Græn­ingjar – 1 (0)
  • Aðrir – 12

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn leggst ekki gegn skipun rannsóknarnefndar um fjárfestingarleiðina
Í umsögn sem nýr seðlabankastjóri skrifar undir leggst Seðlabanki Íslands ekki sérstaklega gegn því að fram fari rannsókn á fjárfestingarleiðinni sem bankinn hélt úti milli 2011 og 2015. Alls voru 206 milljarðar króna ferjaðir inn í landið í gegnum hana.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent