Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er nú yfirheyrður frammi fyrir leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings, þar sem meðal annars verður fjallað um tengsl hans við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna 8. nóvember í fyrra.
James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, hefur þegar komið fyrir nefndina, en Donald Trump Bandaríkjaforseti rak Comey, meðal annars vegna rökstuðnings frá dómsmálaráðuneyti Sessions.
Yfirheyrslan er nýhafin, þegar þetta er skrifað, og er hægt að fylgjast með henni hér að neðan.
Auglýsing