Niðurstöður um aðskilnað á bankastarsemi lagðar fram fyrir 1. nóvember

Starfshópur um kosti og galla aðskilnaðar viðskiptabanka-og fjárfestingabankastarfsemi kynnti niðurstöður sínar fyrr í dag. Annar starfshópur verður stofnaður til að leggja mat á niðurstöðurnar sem kemur út í haust.

Starfshópur Fjármálaráðherra um aðskilnað á bankastarfsemi
Starfshópur Fjármálaráðherra um aðskilnað á bankastarfsemi
Auglýsing

Starfs­hópur Fjár­mála­ráð­herra kynnti fyrr í dag þrjár mögu­legar leiðir um mögu­legan aðskilnað við­skipta­banka og fjár­fest­inga­banka á blaða­manna­fundi fyrr í dag. Stofn­aður verður annar starfs­hópur til þess að vega og meta hverja leið fyrir sig, en starfs­hóp­ur­inn mun skila nið­ur­stöðum sínum í haust. 

Í skýrslu starfs­hóps­ins  kemur fram mat á kostum og göllum á aðskiln­aði við­skipta­banka og fjár­fest­inga­banka. Þar var mark­mið skýrsl­unnar að lág­marka áhættu af fjár­fest­inga­banka­starf­semi alhliða banka. Starfs­hóp­ur­inn var skip­aður sér­fræð­ingum frá ráðu­neyt­inu, Fjár­mála­eft­ir­lit­inu og Seðla­banka Íslands. 

Nefndir voru kostir og gallar þess að hafa fjár­fest­inga­banka og við­skipta­banka undir sama þaki, en við það skap­ast víxlá­hætta og  freistni­vandi stjórn­enda fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna. Hins vegar er stærð­ar­hag­ræði falið í sam­spil­inu sem eykur stöð­ug­leika banka og gerir þjón­ustu þeirra fjöl­þætt­ari. Einnig var tekið fram að hömlur á fjár­fest­inga­banka­starf­semi í al­hliða ­bönkum gætu ýtt undir vöxt skugga­banka­starf­sem­i. 

Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála­ráð­herra, segir ákvörð­un­ina um hvort aðskilja ætti við­skipta­banka og fjár­fest­inga­banka alltaf ver­a póli­tíska og ekki hlut­verk nefnd­ar­inn­ar. Hlut­verk hóps­ins hafi fyrst og fremst verið að leggja fram kosti og galla og athuga hvort aðrar leiðir séu fær­ar. Hins vegar sagð­ist ráð­herra finna fyrir ágætis sam­hljómi innan Alþing­is, allir flokkar vilji draga úr áhættu.

Þrjár mögu­legar leiðir um frek­ari kerf­is­breyt­ingar á banka­kerf­inu voru til­kynntar á fund­in­um: 

  • Fyrsta leiðin felur í sér að byggt verði á þeim kerf­isum­bótum sem nú þegar hafa átt sér stað eftir fjár­mála­hrunið 2008 eða séu nú þegar í þró­un. Nokkrar breyt­ingar á lögum um banka­starf­semi séu í far­vatn­inu, þar á meðal nýr reikn­ings­skila­stað­all og end­ur­skoðun á ýmsum Basel-­reglum

  • Önnur leiðin er fullur aðskiln­aður við­skipta­banka og fjár­fest­inga­banka að erlendri fyr­ir­mynd. Þar yrðu eigin við­skipti bönnuð ásam­t fjár­fest­ing­um og lán­veit­ingum til til­tek­inna sér­hæfra sjóða, en starf­semin þó heim­iluð tengdu félag­i. Fjár­fest­inga­fyr­ir­tæki þyrftu að upp­fylla var­færnis­kröfur á eigin grund­velli. Tengsl félaga yrðu einnig tak­mörk­uð. Tekið var fram  að umrædd leið fæli að öllum lík­indum í sér meiri kostnað en hinar leið­irnar vegna eft­ir­lits.  

  •  Í þriðju leið­inni yrði fjár­fest­inga­banka­starf­semi áfram heim­il­uð, að því gefnu að umfang hennar yrði ekki stærra en fyr­ir­framá­kveðið hlut­fall og að áhættu sem af henni stafar verði mætt með full­nægj­andi hætti. Þegar umrætt hlut­fall milli við­skipta­banda og fjár­fest­inga­banka er náð skulu fjár­mála­fyr­ir­tæki skila áætlun um úrbætur eða hætta starf­sem­i. 

Bene­dikt segir að skip­aður verði starfs­hópur sér­fræð­inga sem muni vinna úr nið­ur­stöð­u­m þess­ar­ar ­nefndar og leggja nið­ur­stöður sínar fyrir fyrir fyrsta nóv­em­ber. 

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Notkun tölva gegnir sífellt stærra hlutverki í leik og starfi hjá flestum. Á síðustu misserum hefur margföldun orðið í tilraunum til netsvindls.
Sjö ráð til að koma í veg fyrir netsvindl
Margföldun hefur orðið á tilraunum til netsvindls og reglulega eru fluttar fréttir af nýjum svikapóstum í umferð. Framkvæmdastjóri CERT-IS segir mikilvægt að huga vel að netöryggi og að margar einfaldar lausnir séu í boði í þeim efnum.
Kjarninn 3. júlí 2022
Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins og Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu.
Áskorun að tryggja flæði á meðan það verður grafið og byggt
Á næstu árum fara í hönd miklar samgönguframkvæmdir víða á höfuðborgarsvæðinu. Kjarninn ræddi við svæðisstjóra Vegagerðarinnar og forstöðumann verkefnastofu Borgarlínu um stóru verkefnin sem eru á döfinni og hvernig á að láta umferðina ganga upp á meðan.
Kjarninn 3. júlí 2022
Herlufsholmen var áður munkaklaustur en í aldir var þar rekinn skóli.
Uppnám í elítuskólanum og prinsinn hættur
Herlufsholmskólinn á Sjálandi hefur verið talinn fyrirmynd annarra skóla í Danmörku, skóli hinna útvöldu og ríku. Ný heimildamynd svipti hins vegar hulunni af ýmsu sem tíðkast hefur í skólanum og nú er skólastarfið í uppnámi.
Kjarninn 3. júlí 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent