Niðurstöður um aðskilnað á bankastarsemi lagðar fram fyrir 1. nóvember

Starfshópur um kosti og galla aðskilnaðar viðskiptabanka-og fjárfestingabankastarfsemi kynnti niðurstöður sínar fyrr í dag. Annar starfshópur verður stofnaður til að leggja mat á niðurstöðurnar sem kemur út í haust.

Starfshópur Fjármálaráðherra um aðskilnað á bankastarfsemi
Starfshópur Fjármálaráðherra um aðskilnað á bankastarfsemi
Auglýsing

Starfs­hópur Fjár­mála­ráð­herra kynnti fyrr í dag þrjár mögu­legar leiðir um mögu­legan aðskilnað við­skipta­banka og fjár­fest­inga­banka á blaða­manna­fundi fyrr í dag. Stofn­aður verður annar starfs­hópur til þess að vega og meta hverja leið fyrir sig, en starfs­hóp­ur­inn mun skila nið­ur­stöðum sínum í haust. 

Í skýrslu starfs­hóps­ins  kemur fram mat á kostum og göllum á aðskiln­aði við­skipta­banka og fjár­fest­inga­banka. Þar var mark­mið skýrsl­unnar að lág­marka áhættu af fjár­fest­inga­banka­starf­semi alhliða banka. Starfs­hóp­ur­inn var skip­aður sér­fræð­ingum frá ráðu­neyt­inu, Fjár­mála­eft­ir­lit­inu og Seðla­banka Íslands. 

Nefndir voru kostir og gallar þess að hafa fjár­fest­inga­banka og við­skipta­banka undir sama þaki, en við það skap­ast víxlá­hætta og  freistni­vandi stjórn­enda fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna. Hins vegar er stærð­ar­hag­ræði falið í sam­spil­inu sem eykur stöð­ug­leika banka og gerir þjón­ustu þeirra fjöl­þætt­ari. Einnig var tekið fram að hömlur á fjár­fest­inga­banka­starf­semi í al­hliða ­bönkum gætu ýtt undir vöxt skugga­banka­starf­sem­i. 

Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála­ráð­herra, segir ákvörð­un­ina um hvort aðskilja ætti við­skipta­banka og fjár­fest­inga­banka alltaf ver­a póli­tíska og ekki hlut­verk nefnd­ar­inn­ar. Hlut­verk hóps­ins hafi fyrst og fremst verið að leggja fram kosti og galla og athuga hvort aðrar leiðir séu fær­ar. Hins vegar sagð­ist ráð­herra finna fyrir ágætis sam­hljómi innan Alþing­is, allir flokkar vilji draga úr áhættu.

Þrjár mögu­legar leiðir um frek­ari kerf­is­breyt­ingar á banka­kerf­inu voru til­kynntar á fund­in­um: 

  • Fyrsta leiðin felur í sér að byggt verði á þeim kerf­isum­bótum sem nú þegar hafa átt sér stað eftir fjár­mála­hrunið 2008 eða séu nú þegar í þró­un. Nokkrar breyt­ingar á lögum um banka­starf­semi séu í far­vatn­inu, þar á meðal nýr reikn­ings­skila­stað­all og end­ur­skoðun á ýmsum Basel-­reglum

  • Önnur leiðin er fullur aðskiln­aður við­skipta­banka og fjár­fest­inga­banka að erlendri fyr­ir­mynd. Þar yrðu eigin við­skipti bönnuð ásam­t fjár­fest­ing­um og lán­veit­ingum til til­tek­inna sér­hæfra sjóða, en starf­semin þó heim­iluð tengdu félag­i. Fjár­fest­inga­fyr­ir­tæki þyrftu að upp­fylla var­færnis­kröfur á eigin grund­velli. Tengsl félaga yrðu einnig tak­mörk­uð. Tekið var fram  að umrædd leið fæli að öllum lík­indum í sér meiri kostnað en hinar leið­irnar vegna eft­ir­lits.  

  •  Í þriðju leið­inni yrði fjár­fest­inga­banka­starf­semi áfram heim­il­uð, að því gefnu að umfang hennar yrði ekki stærra en fyr­ir­framá­kveðið hlut­fall og að áhættu sem af henni stafar verði mætt með full­nægj­andi hætti. Þegar umrætt hlut­fall milli við­skipta­banda og fjár­fest­inga­banka er náð skulu fjár­mála­fyr­ir­tæki skila áætlun um úrbætur eða hætta starf­sem­i. 

Bene­dikt segir að skip­aður verði starfs­hópur sér­fræð­inga sem muni vinna úr nið­ur­stöð­u­m þess­ar­ar ­nefndar og leggja nið­ur­stöður sínar fyrir fyrir fyrsta nóv­em­ber. 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent