Covfefe-frumvarpið lagt fram á bandaríska þinginu

Covfefe fær nýja merkingu í bandarískum lögum ef nýtt frumvarp verður samþykkt.

Donald Trump tvítaði þessu óskiljanlega tvíti og internetið fór á hliðina.
Donald Trump tvítaði þessu óskiljanlega tvíti og internetið fór á hliðina.
Auglýsing

Ef Cov­fefe-frum­varp demókrata á banda­ríksa þing­inu verður að lögum þá verða öll tíst og allir statusar sitj­andi for­seta skráðir eins og aðrar opin­berar yfir­lýs­ing­ar.

Don­ald Trump hef­ur, síðan hann tók við emb­ætti for­seta, notað sinn per­sónu­lega Twitt­er-­reikn­ing til þess að fjalla um menn og mál­efni. Tístin hans eru oftar en ekki rudda­leg, í það minnsta harka­leg.

Ekk­ert tíst hefur hins vegar fengið jafn mikla athygli Cov­fefe-­tístið sem gerði allt vit­laust aðfara­nótt 1. júní síð­ast­lið­inn. Þar hóf for­set­inn hefð­bundið tíst um „nei­kvæða fjöl­miðla“ en lauk ekki hugsun sinni heldur skrif­aði hið óskilj­an­lega „cov­fefe“.

For­set­inn hefur verið skot­spónn grínista síðan hann tók við emb­ætti. Steven Col­bert var þess vegna einn þeirra sem tók þetta óskilj­an­lega hug­tak óstinnt upp.Tístið fékk að standa í um það bil sex klukku­stundir þar til for­set­inn eyddi því. Eng­inn veit hvað „cov­fefe“ átti að þýða og það skiptir eflaust ekki neinu máli í stóra sam­heng­inu.

„Ég held að for­set­inn og lít­ill hópur fólks viti nákvæm­lega hvað hann var að meina,“ sagði Sean Spicer, tals­maður for­seta­emb­ætt­is­ins, þegar fjöl­miðla­menn spurðu hann út í merk­ingu „cov­fefe“.

Auglýsing

Nú hafa demókratar á banda­ríska þing­inu ákveðið að leggja fram frum­varp sem kall­ast „Comm­un­ications Over Vari­ous Feeds Elect­ron­ically For Enga­gement“, skamm­stafað „COV­FEFE“. Ef frum­varpið verður að lögum verða öll tíst for­set­ans og öll sam­fé­lags­miðla­sam­skipti hans skráð í opin­berar bæk­ur, með öðrum ræðum og ritum for­set­ans á meðan hann er í emb­ætti.

Frá þessu er greint á vef frétta­stofu Reuters.

Jafn­vel þó Don­ald Trump segi tístin sín aðeins vera „eigin skoð­an­ir“ en ekki „skoð­anir Hvíta húss­ins“ eða for­seta­emb­ætt­is­ins hefur Spicer sagt tístin hans vera opin­berar yfir­lýs­ingar for­seta Banda­ríkj­anna.

Meira en 32 millj­ónir manna fylgja @realDon­ald­Trump á Twitt­er. Hann hefur átt sinn per­sónu­lega aðgang í átta ár. Eftir að hann varð for­seti hafn­aði hann því að taka upp opin­beran Twitt­er-­reikn­ing for­seta­emb­ætt­is­ins @POTUS og notar eigin Android-síma til þess að skrifa örskila­boð til umheims­ins.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiErlent