„Verðum að varast að hér skapist jarðvegur fyrir hryðjuverk“

Öryggismál voru Bjarna Benediktssyni hugleikin í fyrstu þjóðhátíðarræðunni sinni. Hann sagði heiminn standa frammi fyrir ógnum af ýmsu tagi, meðal annars vegna hryðjuverka og að varist verði að hér skapist jarðvegur fyrir þau.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á Austurvelli í dag.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á Austurvelli í dag.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra gerði örygg­is­mál að sér­stöku umfjöll­un­ar­efni í fyrstu þjóð­há­tíð­ar­ræðu sinni.  Hann sagði heim­inn standa frammi fyrir ógnum af ýmsu tagi, meðal ann­ars vegna hryðju­verka og að varist verði að hér skap­ist jarð­vegur fyrir þau. Einnig minn­ist hann á stöðu íslensk­unnar í tækni­heim­in­um, en mennta­mála­ráð­herra muni birta skýrslu þess efnis í næstu viku. 

Bjarni fór um víðan völl í ræðu sinni á Aust­ur­velli í dag. Hann minnt­ist á þær lífs­kjara­bætur sem átt hafa sér stað á Íslandi á und­an­förnum ára­tug­um, en sama hvert væri litið hafi fram­farir í vel­megun okkar verið meiri en nokkurn gat órað fyr­ir. Enn fremur sagði ráð­herr­ann þennan mikla árangur Íslend­inga hafi orðið fyr­ir­mynd fyrir önnur ríki í því að draga úr mis­skipt­ingu og auka vel­ferð. 

Umhverf­is­mál komu einnig til tals í ræð­unni. For­sæt­is­ráð­herra minnt­ist á úrsögn Don­ald Trump, Banda­ríkja­for­seta, úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu, en allir for­sæt­is­ráð­herrar Norð­ur­land­anna skor­uðu á hann að hætta við þá ákvörð­un. Sagði hann það skipta miklu máli að halda á lofti mark­miðum samn­ings­ins og vinna ótrauð að því að draga úr skað­legum áhrifum okkar á jörð­ina

Auglýsing

Örygg­is­mál voru ofar­lega á baugi for­sæt­is­ráð­herra, en hann sagði það eina af frum­skyldum stjórn­valda að tryggja þjóðar­ör­yggi. Heim­ur­inn standi frammi fyrir ógnum af ýmsu tagi, en þar beri einna hæst ótryggt ástand heims­mála, meðal ann­ars vegna hryðju­verka. 

„Hér á landi er hættu­stig metið í með­al­lagi – sem þýðir að ekki er hægt að úti­loka hættu á hryðju­verkum vegna ástands inn­an­lands eða í heims­mál­un­um.  Við verðum að var­ast að hér skap­ist jarð­vegur fyrir hryðju­verk. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að við getum áfram verið frið­söm þjóð,“ segir Bjarni, en athygli vakti fyrr í vik­unni að ákveðið var að hafa vopn­aða sér­sveit­ar­menn við hátíð­ar­höldin í dag.

Að lokum minnt­ist Bjarni á breytta stöðu á vinnu­mark­aðnum vegna auk­ins fjölda sjálf­virkra starfa og stöðu íslensk­unnar vegna erlendra áhrifa net­væð­ing­ar­inn­ar. Íslenskan verði að vera val­kostur í tækni­heim­inum og því þurfi að efla nýsköpun í mál­tækni. Þetta séu nið­ur­stöðu skýrslu sem mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra muni kynna í næstu viku. 

Meira úr sama flokkiInnlent