#stjórnmál

„Verðum að varast að hér skapist jarðvegur fyrir hryðjuverk“

Öryggismál voru Bjarna Benediktssyni hugleikin í fyrstu þjóðhátíðarræðunni sinni. Hann sagði heiminn standa frammi fyrir ógnum af ýmsu tagi, meðal annars vegna hryðjuverka og að varist verði að hér skapist jarðvegur fyrir þau.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á Austurvelli í dag.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á Austurvelli í dag.

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra gerði örygg­is­mál að sér­stöku umfjöll­un­ar­efni í fyrstu þjóð­há­tíð­ar­ræðu sinni.  Hann sagði heim­inn standa frammi fyrir ógnum af ýmsu tagi, meðal ann­ars vegna hryðju­verka og að varist verði að hér skap­ist jarð­vegur fyrir þau. Einnig minn­ist hann á stöðu íslensk­unnar í tækni­heim­in­um, en mennta­mála­ráð­herra muni birta skýrslu þess efnis í næstu viku. 

Bjarni fór um víðan völl í ræðu sinni á Aust­ur­velli í dag. Hann minnt­ist á þær lífs­kjara­bætur sem átt hafa sér stað á Íslandi á und­an­förnum ára­tug­um, en sama hvert væri litið hafi fram­farir í vel­megun okkar verið meiri en nokkurn gat órað fyr­ir. Enn fremur sagði ráð­herr­ann þennan mikla árangur Íslend­inga hafi orðið fyr­ir­mynd fyrir önnur ríki í því að draga úr mis­skipt­ingu og auka vel­ferð. 

Umhverf­is­mál komu einnig til tals í ræð­unni. For­sæt­is­ráð­herra minnt­ist á úrsögn Don­ald Trump, Banda­ríkja­for­seta, úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu, en allir for­sæt­is­ráð­herrar Norð­ur­land­anna skor­uðu á hann að hætta við þá ákvörð­un. Sagði hann það skipta miklu máli að halda á lofti mark­miðum samn­ings­ins og vinna ótrauð að því að draga úr skað­legum áhrifum okkar á jörð­ina

Auglýsing

Örygg­is­mál voru ofar­lega á baugi for­sæt­is­ráð­herra, en hann sagði það eina af frum­skyldum stjórn­valda að tryggja þjóðar­ör­yggi. Heim­ur­inn standi frammi fyrir ógnum af ýmsu tagi, en þar beri einna hæst ótryggt ástand heims­mála, meðal ann­ars vegna hryðju­verka. 

„Hér á landi er hættu­stig metið í með­al­lagi – sem þýðir að ekki er hægt að úti­loka hættu á hryðju­verkum vegna ástands inn­an­lands eða í heims­mál­un­um.  Við verðum að var­ast að hér skap­ist jarð­vegur fyrir hryðju­verk. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að við getum áfram verið frið­söm þjóð,“ segir Bjarni, en athygli vakti fyrr í vik­unni að ákveðið var að hafa vopn­aða sér­sveit­ar­menn við hátíð­ar­höldin í dag.

Að lokum minnt­ist Bjarni á breytta stöðu á vinnu­mark­aðnum vegna auk­ins fjölda sjálf­virkra starfa og stöðu íslensk­unnar vegna erlendra áhrifa net­væð­ing­ar­inn­ar. Íslenskan verði að vera val­kostur í tækni­heim­inum og því þurfi að efla nýsköpun í mál­tækni. Þetta séu nið­ur­stöðu skýrslu sem mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra muni kynna í næstu viku. 

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Öðruvísi húðflúrstofa ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmi án endurgjalds
Emilia Dungal vinnur að hópfjármögnun í gegnum Karolina Fund til að opna húðflúrstofu. Hún ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmissjúkdóma án endurgjalds og gefa þeim sem vilja hylja erfið gömul húðflúr góðan afslátt.
24. júní 2017
Klíkuskapur í atvinnulífinu á Íslandi
Líklegt er að klíkuskapur ríki í valdamiklum stöðum úr viðskipta- og atvinnulífinu hér á landi, samkvæmt nýbirtri grein í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla.
24. júní 2017
Þorsteinn Pálsson.
Grein Þorsteins á Kjarnanum gagnrýnd í veiðigjaldanefnd
Þrír fulltrúar í nefnd sem á að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni hafa bókað harða gagnrýni á formann hennar. Ástæða bókunarinnar er grein sem hann skrifaði á Kjarnann.
24. júní 2017
„Meiri tortryggni og reiði innan Sjálfstæðisflokksins en ég átti von á“
Benedikt Jóhannesson hefur verið fjármála- og efnahagsráðherra í fimm mánuði. Hann segir að Bjarni Benediktsson hafi ekki lokað á markaðsleið í sjávarútvegi í stjórnarmyndunarviðræðum og að krónan sé alvarlegasta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar.
24. júní 2017
IKEA hendir tæplega 43.000 tonnum af mat á hverju ári.
43 þúsund tonn af mat fara í ruslið frá IKEA
IKEA hyggist ætla að taka á matarsóun frá veitingastöðum verslananna. Á ári hverju fara 43.000 tonn af mat í ruslið frá IKEA.
24. júní 2017
Fréttastofan Bloomberg segir hugsanlegt að FL Group hafi verið styrkt af rússneskum óligörkum.
Ráðleggur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að rannsaka FL Group
Í nýrri grein sem birtist á Bloomberg- fréttasíðunni var sagt frá því að grunur leiki á um að FL group hafi verið milliliður í fjártengslum Donald Trump við rússneska auðjöfra.
23. júní 2017
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands
Ekki búist við endalokum reiðufjár
Hugmyndir fjármálaráðuneytisins um minnkun seðla í umferð og rafvæðingu gjaldeyris hafa áður komið fram á Indlandi og í Svíþjóð. Ekki er hins vegar búist við því að endalok reiðufjár muni líta dagsins ljós á Íslandi á næstunni.
23. júní 2017
Formaður Lögmannafélagsins: „Ráðherra mistókst“
Reimar Pétursson hrl. segir Alþingi hafa skort skilning á ýmsu því sem til álita kom við skipan 15 dómara við Landsrétt.
23. júní 2017
Meira úr sama flokkiInnlent