„Verðum að varast að hér skapist jarðvegur fyrir hryðjuverk“

Öryggismál voru Bjarna Benediktssyni hugleikin í fyrstu þjóðhátíðarræðunni sinni. Hann sagði heiminn standa frammi fyrir ógnum af ýmsu tagi, meðal annars vegna hryðjuverka og að varist verði að hér skapist jarðvegur fyrir þau.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á Austurvelli í dag.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á Austurvelli í dag.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra gerði örygg­is­mál að sér­stöku umfjöll­un­ar­efni í fyrstu þjóð­há­tíð­ar­ræðu sinni.  Hann sagði heim­inn standa frammi fyrir ógnum af ýmsu tagi, meðal ann­ars vegna hryðju­verka og að varist verði að hér skap­ist jarð­vegur fyrir þau. Einnig minn­ist hann á stöðu íslensk­unnar í tækni­heim­in­um, en mennta­mála­ráð­herra muni birta skýrslu þess efnis í næstu viku. 

Bjarni fór um víðan völl í ræðu sinni á Aust­ur­velli í dag. Hann minnt­ist á þær lífs­kjara­bætur sem átt hafa sér stað á Íslandi á und­an­förnum ára­tug­um, en sama hvert væri litið hafi fram­farir í vel­megun okkar verið meiri en nokkurn gat órað fyr­ir. Enn fremur sagði ráð­herr­ann þennan mikla árangur Íslend­inga hafi orðið fyr­ir­mynd fyrir önnur ríki í því að draga úr mis­skipt­ingu og auka vel­ferð. 

Umhverf­is­mál komu einnig til tals í ræð­unni. For­sæt­is­ráð­herra minnt­ist á úrsögn Don­ald Trump, Banda­ríkja­for­seta, úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu, en allir for­sæt­is­ráð­herrar Norð­ur­land­anna skor­uðu á hann að hætta við þá ákvörð­un. Sagði hann það skipta miklu máli að halda á lofti mark­miðum samn­ings­ins og vinna ótrauð að því að draga úr skað­legum áhrifum okkar á jörð­ina

Auglýsing

Örygg­is­mál voru ofar­lega á baugi for­sæt­is­ráð­herra, en hann sagði það eina af frum­skyldum stjórn­valda að tryggja þjóðar­ör­yggi. Heim­ur­inn standi frammi fyrir ógnum af ýmsu tagi, en þar beri einna hæst ótryggt ástand heims­mála, meðal ann­ars vegna hryðju­verka. 

„Hér á landi er hættu­stig metið í með­al­lagi – sem þýðir að ekki er hægt að úti­loka hættu á hryðju­verkum vegna ástands inn­an­lands eða í heims­mál­un­um.  Við verðum að var­ast að hér skap­ist jarð­vegur fyrir hryðju­verk. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að við getum áfram verið frið­söm þjóð,“ segir Bjarni, en athygli vakti fyrr í vik­unni að ákveðið var að hafa vopn­aða sér­sveit­ar­menn við hátíð­ar­höldin í dag.

Að lokum minnt­ist Bjarni á breytta stöðu á vinnu­mark­aðnum vegna auk­ins fjölda sjálf­virkra starfa og stöðu íslensk­unnar vegna erlendra áhrifa net­væð­ing­ar­inn­ar. Íslenskan verði að vera val­kostur í tækni­heim­inum og því þurfi að efla nýsköpun í mál­tækni. Þetta séu nið­ur­stöðu skýrslu sem mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra muni kynna í næstu viku. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent