41 árs samstarf McDonalds og Ólympíuleikanna óvænt lokið

Skyndibitarisinn McDonalds ákvað í gær að slíta samningi sínum við Ólympíuleikana, þremur árum á undan áætlun.

Skyndibitakeðjan McDonalds hefur verið styrktaraðili Ólympíuleikanna í 41 ár.
Skyndibitakeðjan McDonalds hefur verið styrktaraðili Ólympíuleikanna í 41 ár.
Auglýsing

MacDon­alds sleit 41 árs gamla styrkt­ar­samn­ingnum sínum við Ólymp­íu­leik­anna, þremur árum á undan áætl­un. Þetta kemur fram á vef Reuters. 

Í gær lýsti Alþjóða­ólymp­íu­nefndin því yfir að skyndi­bit­ar­is­inn hefði óvænt hætt sam­starfi við þá, þar sem samn­ingur þeirra náði til árs­ins 2020. Var ákvörð­unin hluti af end­ur­skoðun  McDon­alds á við­skipta­hátt­unum sín­um, hækk­andi styrkt­ar­kostn­aði Ólymp­íu­leik­anna og lækk­andi áhorfs­tölur í sjón­varpi.

Samn­ing­ur­inn við Ólymp­íu­leik­anna hefði náð yfir næstu leika í Tókyó 2020, en lík­legt er að skyndi­bita­keðjan hafi spar­að hund­ruð millj­óna dala í styrkt­ar­fram­lögum með að rifta samn­ingnum núna.

Auglýsing

Miklar fjár­fest­ingar eru í gangi hjá McDon­alds þessa stund­ina þar sem reynt er að bæta gæði hrá­efna, veit­inga­húsa­þjón­ustu og mat­ar­pöntun á vefnum til að bregð­ast við auk­inni sam­keppni. Til þess að standa straum af þessum fjár­fest­ingum hefur skyndi­bit­ar­is­inn ákveðið að  lág­marka kostnað á öðrum svið­um, sér í lagi á aug­lýs­inga­mark­aði.

„Við erum að end­ur­meta við­skipti okkar frá öllum sjón­ar­miðum og höfum tekið þessa ákvörðun í sam­starfi við Ólymp­íu­nefnd­ina til þess að ein­beita okkur að öðrum for­gangs­at­rið­u­m,“ segir alþjóða­mark­aðs­stjóri McDon­aldsSil­via Lagnado.

Samn­ings­slitin marka enda­lok langs sam­starfs McDon­alds við Ólymp­íu­leik­ana, en fyr­ir­tækið sem hefur verið við­rið­inn þá síðan 1968 og styrkt­ar­að­ili síðan 1976. Slitin taka gildi undir eins, en keðjan hefur þó ákveðið að vera styrkt­ar­að­ili á vetr­ar­ólymp­íu­leik­unum í Pye­ongchang á næsta ári. 

Í kjöl­far ákvörð­unar fyr­ir­tæk­is­ins hækk­uðu hluta­bréf þess um 0,7% í kaup­höll­inni í gær.Meira úr sama flokkiErlent