Hvatti til meiri fjárfestinga erlendis

Fjárfestingastefna lífeyrissjóða var til umræðu á fundi í Iðnó í dag, og voru íslenskir lífeyrissjóðir hvattir til þess að dreifa eignum sínum betur á erlenda markaði.

peningar
Auglýsing

Kerstin Hes­i­uss, for­stjóri sænska líf­eyr­is­sjóðs­ins AP3, hvatti í dag til þess á fundi sem Fossar Mark­aðir stóðu fyrir í Iðnó, að íslenskir líf­eyr­is­sjóðir myndu huga meira að fjár­fest­ingum erlendis til þess að dreifa betur áhættu í eigna­söfnum sín­um. 

Sagði hún að þetta væri mik­il­vægt mál, þó að ýmsu væri að hyggja, ekki síst hvenær rétti tím­inn væri til að gera breyt­ingar á fjár­fest­ingu­stefnu líf­eyr­is­sjóða. AP3 er með um 57 pró­sent af eignum sínum utan Sví­þjóð­ar.

Hlut­verk líf­eyr­is­sjóða í víðu sam­hengi

Á fund­inum var rætt um fjár­fest­inga­stefnu líf­eyr­is­sjóða á Íslandi og í Sví­þjóð, en auk for­stjóra AP3, voru Magnus Bill­ing, for­stjóri Alecta, og Mich­ael Kjell­er, yfir­maður eigna­stýr­ingar Folk­sam, á meðal frum­mæl­enda á fund­in­um. 

Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráð­herra, flutti inn­gangs­er­indi, og til­kynnti þar meðal ann­ars um stofnun starfs­hóps sem á að fjalla hlut­verk líf­eyr­is­sjóða í upp­bygg­ingu atvinnu­lífs­ins. 

Í starfs­hópnum eiga sæti Gunnar Bald­vins­son, for­mað­ur, fram­kvæmda­stjóri Almenna líf­eyr­is­sjóðs­ins, Áslaug Árna­dótt­ir, lög­maður og Egg­ert Bene­dikt Guð­munds­son, for­stjóri eTact­ica ehf. „Líf­eyr­is­sjóðir gegna veiga­miklu hlut­verki í íslensku efna­hags­lífi. Hlut­verk þeirra er að taka við iðgjöldum sjóð­fé­laga og launa­greið­enda, ávaxta þau og greiða ævi­langan elli­líf­eyri eða áfalla­líf­eyri við vissar aðstæð­ur. Sjóð­irnir greiða nú þegar meiri­hluta eft­ir­launa lands­manna en í fram­tíð­inni mun vægi þeirra í eft­ir­launa­greiðslum aukast enn frekar þegar kyn­slóðir fara á eft­ir­laun sem hafa greitt 10% til 15,5% iðgjöld af heild­ar­launum alla starfsæv­ina,“ segir í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu vegna þessa.

Andri Guðmundsson, sem starfar fyrir Fossa Markaði í Stokkhólmi í Svíþjóð, stýrði fundinum í Iðnó.

Líf­eyr­is­kerfið stækkar

Eignir líf­eyr­is­sjóða hafa auk­ist veru­lega á liðnum árum og voru sam­tals 3.661 millj­arði í apríl síð­ast­liðnum eða ríf­lega 150% af lands­fram­leiðslu. Til sam­an­burðar má nefna að í  árs­byrjun 1998, þegar lög um líf­eyr­is­sjóði voru sam­þykkt, voru eignir sjóð­anna 407 millj­arðar og vógu 75% af lands­fram­leiðslu. Miðað við spár er talið að stærð sjóð­anna muni að hámarki nema um þre­faldri lands­fram­leiðslu á næstu ára­tug­um, að því er fram kemur í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. Vegna mik­ils vaxtar eru líf­eyr­is­sjóð­irnir umsvifa­miklir í íslensku efna­hags­lífi og eiga stóran hluta inn­lendra pen­inga­legra eigna, sér­stak­lega skráðra verð­bréfa. Auk þess eiga þeir veru­legar eignir sem eru ekki skráðar í kaup­höll, þ.á m. útlán til sjóð­fé­laga og hluta­bréf í óskráðum fyr­ir­tækj­um.

Sam­kvæmt nýj­ustu hag­tölum Seðla­banka Íslands þá eru 789 millj­arðar af eignum líf­eyr­is­sjóð­anna í erlendum eign­um, en það nemur um 21,5 pró­sent af heild­ar­eignum sjóð­anna. Flestir líf­eyr­is­sjóð­anna hafa innan sinna sam­þykkta heim­ildir til að fjár­festa fyrir allt að 50 pró­sent af heild­ar­eignum erlend­is, sem er hámark­mið sam­kvæmt lög­um.

Starfs­hóp­ur­inn sem nú hefur verið skip­að­ur, á meðal ann­ars að horfa til þriggja rann­sókn­ar­spurn­inga í sinni vinnu, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu.

Þær eru:

1. Hvaða efna­hags­legu og sam­keppn­is­legu hættur fel­ast í víð­tæku eign­ar­haldi líf­eyr­is­sjóða í atvinnu­fyr­ir­tækj­um? Er æski­legt að setja reglur eða gera laga­breyt­ingar um eign­ar­hald og aðkomu líf­eyr­is­sjóða að stjórnun atvinnu­fyr­ir­tækja til að draga úr áhættu sjóð­anna og tryggja sam­keppni á mark­aði?

2. Hvert er vægi eigna líf­eyr­is­sjóða og ann­arra fjár­festa í skráðum og óskráðum verð­bréfum nú og fyrir ára­tug síðan og hvernig er lík­legt að það þró­ist á næstu árum og ára­tug­um? Er þörf á að gera ráð­staf­anir til að draga úr vægi líf­eyr­is­sjóða í íslensku efna­hags­lífi?

3. Hvernig hefur eign­ar­hald fag­fjár­festa í skráðum fyr­ir­tækjum í nálægum ríkjum þróast? Getum við dregið lær­dóm af umræðu innan ann­arra OECD-­ríkja um áhættu­dreif­ingu og aðkomu líf­eyr­is- og verð­bréfa­sjóða að stjórnun atvinnu­fyr­ir­tækja?

Bjarni fagn­aði því sér­stak­lega, í inn­gangs­orðum sín­um, að Fossar hefðu haft frum­kvæði að því að boða til fund­ar­ins um þetta mik­il­vægi efni. Hann minnt­ist þess enn fremur að umræða um efna­hags­málin hefði ekki alltaf verið undir jákvæðum for­merkjum í Iðnó, þar sem þar hefði verið fundað dag­lega á hrun­tím­anum um alvar­lega stöðu mála. Það væri hollt að minn­ast þess hversu mikið vatn hefði runnið til sjáv­ar, og hversu góð staða efna­hags­mála væri nú. Lík­lega hefði hún aldrei verið betri, og það væri einnig til marks um end­ur­nýj­aðan kraft í efna­hags­líf­inu að nýtt fyr­ir­tæki eins og Fossar Mark­aðir væru að leiða fram nýjar raddir í umræðu um stöðu efna­hags­mála.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent