#efnahagsmál#viðskipti

Hvatti til meiri fjárfestinga erlendis

Fjárfestingastefna lífeyrissjóða var til umræðu á fundi í Iðnó í dag, og voru íslenskir lífeyrissjóðir hvattir til þess að dreifa eignum sínum betur á erlenda markaði.

Kerstin Hes­i­uss, for­stjóri sænska líf­eyr­is­sjóðs­ins AP3, hvatti í dag til þess á fundi sem Fossar Mark­aðir stóðu fyrir í Iðnó, að íslenskir líf­eyr­is­sjóðir myndu huga meira að fjár­fest­ingum erlendis til þess að dreifa betur áhættu í eigna­söfnum sín­um. 

Sagði hún að þetta væri mik­il­vægt mál, þó að ýmsu væri að hyggja, ekki síst hvenær rétti tím­inn væri til að gera breyt­ingar á fjár­fest­ingu­stefnu líf­eyr­is­sjóða. AP3 er með um 57 pró­sent af eignum sínum utan Sví­þjóð­ar.

Hlut­verk líf­eyr­is­sjóða í víðu sam­hengi

Á fund­inum var rætt um fjár­fest­inga­stefnu líf­eyr­is­sjóða á Íslandi og í Sví­þjóð, en auk for­stjóra AP3, voru Magnus Bill­ing, for­stjóri Alecta, og Mich­ael Kjell­er, yfir­maður eigna­stýr­ingar Folk­sam, á meðal frum­mæl­enda á fund­in­um. 

Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráð­herra, flutti inn­gangs­er­indi, og til­kynnti þar meðal ann­ars um stofnun starfs­hóps sem á að fjalla hlut­verk líf­eyr­is­sjóða í upp­bygg­ingu atvinnu­lífs­ins. 

Í starfs­hópnum eiga sæti Gunnar Bald­vins­son, for­mað­ur, fram­kvæmda­stjóri Almenna líf­eyr­is­sjóðs­ins, Áslaug Árna­dótt­ir, lög­maður og Egg­ert Bene­dikt Guð­munds­son, for­stjóri eTact­ica ehf. „Líf­eyr­is­sjóðir gegna veiga­miklu hlut­verki í íslensku efna­hags­lífi. Hlut­verk þeirra er að taka við iðgjöldum sjóð­fé­laga og launa­greið­enda, ávaxta þau og greiða ævi­langan elli­líf­eyri eða áfalla­líf­eyri við vissar aðstæð­ur. Sjóð­irnir greiða nú þegar meiri­hluta eft­ir­launa lands­manna en í fram­tíð­inni mun vægi þeirra í eft­ir­launa­greiðslum aukast enn frekar þegar kyn­slóðir fara á eft­ir­laun sem hafa greitt 10% til 15,5% iðgjöld af heild­ar­launum alla starfsæv­ina,“ segir í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu vegna þessa.

Andri Guðmundsson, sem starfar fyrir Fossa Markaði í Stokkhólmi í Svíþjóð, stýrði fundinum í Iðnó.

Líf­eyr­is­kerfið stækkar

Eignir líf­eyr­is­sjóða hafa auk­ist veru­lega á liðnum árum og voru sam­tals 3.661 millj­arði í apríl síð­ast­liðnum eða ríf­lega 150% af lands­fram­leiðslu. Til sam­an­burðar má nefna að í  árs­byrjun 1998, þegar lög um líf­eyr­is­sjóði voru sam­þykkt, voru eignir sjóð­anna 407 millj­arðar og vógu 75% af lands­fram­leiðslu. Miðað við spár er talið að stærð sjóð­anna muni að hámarki nema um þre­faldri lands­fram­leiðslu á næstu ára­tug­um, að því er fram kemur í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. Vegna mik­ils vaxtar eru líf­eyr­is­sjóð­irnir umsvifa­miklir í íslensku efna­hags­lífi og eiga stóran hluta inn­lendra pen­inga­legra eigna, sér­stak­lega skráðra verð­bréfa. Auk þess eiga þeir veru­legar eignir sem eru ekki skráðar í kaup­höll, þ.á m. útlán til sjóð­fé­laga og hluta­bréf í óskráðum fyr­ir­tækj­um.

Sam­kvæmt nýj­ustu hag­tölum Seðla­banka Íslands þá eru 789 millj­arðar af eignum líf­eyr­is­sjóð­anna í erlendum eign­um, en það nemur um 21,5 pró­sent af heild­ar­eignum sjóð­anna. Flestir líf­eyr­is­sjóð­anna hafa innan sinna sam­þykkta heim­ildir til að fjár­festa fyrir allt að 50 pró­sent af heild­ar­eignum erlend­is, sem er hámark­mið sam­kvæmt lög­um.

Starfs­hóp­ur­inn sem nú hefur verið skip­að­ur, á meðal ann­ars að horfa til þriggja rann­sókn­ar­spurn­inga í sinni vinnu, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu.

Þær eru:

1. Hvaða efna­hags­legu og sam­keppn­is­legu hættur fel­ast í víð­tæku eign­ar­haldi líf­eyr­is­sjóða í atvinnu­fyr­ir­tækj­um? Er æski­legt að setja reglur eða gera laga­breyt­ingar um eign­ar­hald og aðkomu líf­eyr­is­sjóða að stjórnun atvinnu­fyr­ir­tækja til að draga úr áhættu sjóð­anna og tryggja sam­keppni á mark­aði?

2. Hvert er vægi eigna líf­eyr­is­sjóða og ann­arra fjár­festa í skráðum og óskráðum verð­bréfum nú og fyrir ára­tug síðan og hvernig er lík­legt að það þró­ist á næstu árum og ára­tug­um? Er þörf á að gera ráð­staf­anir til að draga úr vægi líf­eyr­is­sjóða í íslensku efna­hags­lífi?

3. Hvernig hefur eign­ar­hald fag­fjár­festa í skráðum fyr­ir­tækjum í nálægum ríkjum þróast? Getum við dregið lær­dóm af umræðu innan ann­arra OECD-­ríkja um áhættu­dreif­ingu og aðkomu líf­eyr­is- og verð­bréfa­sjóða að stjórnun atvinnu­fyr­ir­tækja?

Bjarni fagn­aði því sér­stak­lega, í inn­gangs­orðum sín­um, að Fossar hefðu haft frum­kvæði að því að boða til fund­ar­ins um þetta mik­il­vægi efni. Hann minnt­ist þess enn fremur að umræða um efna­hags­málin hefði ekki alltaf verið undir jákvæðum for­merkjum í Iðnó, þar sem þar hefði verið fundað dag­lega á hrun­tím­anum um alvar­lega stöðu mála. Það væri hollt að minn­ast þess hversu mikið vatn hefði runnið til sjáv­ar, og hversu góð staða efna­hags­mála væri nú. Lík­lega hefði hún aldrei verið betri, og það væri einnig til marks um end­ur­nýj­aðan kraft í efna­hags­líf­inu að nýtt fyr­ir­tæki eins og Fossar Mark­aðir væru að leiða fram nýjar raddir í umræðu um stöðu efna­hags­mála.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Öðruvísi húðflúrstofa ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmi án endurgjalds
Emilia Dungal vinnur að hópfjármögnun í gegnum Karolina Fund til að opna húðflúrstofu. Hún ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmissjúkdóma án endurgjalds og gefa þeim sem vilja hylja erfið gömul húðflúr góðan afslátt.
24. júní 2017
Klíkuskapur í atvinnulífinu á Íslandi
Líklegt er að klíkuskapur ríki í valdamiklum stöðum úr viðskipta- og atvinnulífinu hér á landi, samkvæmt nýbirtri grein í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla.
24. júní 2017
Þorsteinn Pálsson.
Grein Þorsteins á Kjarnanum gagnrýnd í veiðigjaldanefnd
Þrír fulltrúar í nefnd sem á að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni hafa bókað harða gagnrýni á formann hennar. Ástæða bókunarinnar er grein sem hann skrifaði á Kjarnann.
24. júní 2017
„Meiri tortryggni og reiði innan Sjálfstæðisflokksins en ég átti von á“
Benedikt Jóhannesson hefur verið fjármála- og efnahagsráðherra í fimm mánuði. Hann segir að Bjarni Benediktsson hafi ekki lokað á markaðsleið í sjávarútvegi í stjórnarmyndunarviðræðum og að krónan sé alvarlegasta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar.
24. júní 2017
IKEA hendir tæplega 43.000 tonnum af mat á hverju ári.
43 þúsund tonn af mat fara í ruslið frá IKEA
IKEA hyggist ætla að taka á matarsóun frá veitingastöðum verslananna. Á ári hverju fara 43.000 tonn af mat í ruslið frá IKEA.
24. júní 2017
Fréttastofan Bloomberg segir hugsanlegt að FL Group hafi verið styrkt af rússneskum óligörkum.
Ráðleggur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að rannsaka FL Group
Í nýrri grein sem birtist á Bloomberg- fréttasíðunni var sagt frá því að grunur leiki á um að FL group hafi verið milliliður í fjártengslum Donald Trump við rússneska auðjöfra.
23. júní 2017
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands
Ekki búist við endalokum reiðufjár
Hugmyndir fjármálaráðuneytisins um minnkun seðla í umferð og rafvæðingu gjaldeyris hafa áður komið fram á Indlandi og í Svíþjóð. Ekki er hins vegar búist við því að endalok reiðufjár muni líta dagsins ljós á Íslandi á næstunni.
23. júní 2017
Formaður Lögmannafélagsins: „Ráðherra mistókst“
Reimar Pétursson hrl. segir Alþingi hafa skort skilning á ýmsu því sem til álita kom við skipan 15 dómara við Landsrétt.
23. júní 2017
Meira úr sama flokkiInnlent