#efnahagsmál#atvinnumál

Störfum fjölgar langsamlega mest í byggingariðnaði og ferðaþjónustu

Mikill vöxtur er í hagkerfinu þessi misserin, og er fjölgun starfa langsamlega mest í byggingariðnaði og ferðaþjónustu.

Um 60 pró­sent af nýjum störfum í hag­kerf­inu, á und­an­förnu ári, hafa verið í bygg­ing­ar­iðn­aði og ferða­þjón­ustu. Sam­tals fjölg­aði laun­þegum um 8.500 á und­an­förnu ári og voru um fimm þús­und af þeim í bygg­ing­ar­iðn­aði og ferða­þjón­ustu. Þetta kemur fram í tölum frá Hag­stofu Íslands, sem birtar voru í dag.

Störfum í sjáv­ar­út­vegi hefur fækkað um 300.

Mik­ill vöxtur í ferða­þjón­ustu hefur verið helsti drif­kraftur hag­vaxtar hér á landi und­an­farin ár, en því er spáð að um 2,3 millj­ónir erlendra ferð­manna heim­sæki landið á þessu ári sam­an­borið við 1,8 millj­ónir í fyrra. „Á tólf mán­aða tíma­bili, frá maí 2016 til apríl 2017, voru að jafn­aði 17.079 launa­greið­endur á Íslandi og hafði þeim fjölgað um 790 (4,8%) frá síð­ustu 12 mán­uðum á und­an. Á sama tíma­bili greiddu launa­greið­endur að með­al­tali um 182.800 ein­stak­lingum laun sem er aukn­ing um 8.500 (4,9%) sam­an­borið við 12 mán­aða tíma­bil ári fyrr. Skipt eftir atvinnu­greinum hefur laun­þegum fjölgað mikið á milli ára hjá launa­greið­endum í bygg­ing­ar­iðn­aði og ferða­þjón­ustu. Laun­þegum hefur hins vegar fækkað í sjáv­ar­út­veg­i,“ segir á vef Hag­stofu Íslands.

Auglýsing

Í apríl voru 2.478 launa­greið­endur og um 11.500 laun­þegar í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð og hafði laun­þegum fjölgað um 1.600 eða um 16% sam­an­borið við apríl 2016. Sömu­leiðis voru í mars 1.614 launa­greið­endur og um 25.100 laun­þegar í ein­kenn­andi greinum ferða­þjón­ustu og hafði laun­þegum fjölgað um 3.400 eða um 16% á einu ári. Laun­þegum hefur á sama tíma fjölgað um 8.500 eða um 5%.

Hér má sjá upplýsingar um fjölda launagreiðenda og launaþega, eftir geirum.

Hafa verður í huga að í þessum tölum eru ekki upp­lýs­ingar um ein­yrkja, að því er segir á vef Hag­stofu Íslands, sem eru með rekstur á eigin kenni­tölu og greiða sjálfum sér laun, en slíkt rekstr­ar­form er algengt í bygg­ing­ar­iðn­aði, land­bún­aði, hug­verka­iðn­aði og skap­andi greinum svo dæmi séu tek­in.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Öðruvísi húðflúrstofa ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmi án endurgjalds
Emilia Dungal vinnur að hópfjármögnun í gegnum Karolina Fund til að opna húðflúrstofu. Hún ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmissjúkdóma án endurgjalds og gefa þeim sem vilja hylja erfið gömul húðflúr góðan afslátt.
24. júní 2017
Klíkuskapur í atvinnulífinu á Íslandi
Líklegt er að klíkuskapur ríki í valdamiklum stöðum úr viðskipta- og atvinnulífinu hér á landi, samkvæmt nýbirtri grein í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla.
24. júní 2017
Þorsteinn Pálsson.
Grein Þorsteins á Kjarnanum gagnrýnd í veiðigjaldanefnd
Þrír fulltrúar í nefnd sem á að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni hafa bókað harða gagnrýni á formann hennar. Ástæða bókunarinnar er grein sem hann skrifaði á Kjarnann.
24. júní 2017
„Meiri tortryggni og reiði innan Sjálfstæðisflokksins en ég átti von á“
Benedikt Jóhannesson hefur verið fjármála- og efnahagsráðherra í fimm mánuði. Hann segir að Bjarni Benediktsson hafi ekki lokað á markaðsleið í sjávarútvegi í stjórnarmyndunarviðræðum og að krónan sé alvarlegasta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar.
24. júní 2017
IKEA hendir tæplega 43.000 tonnum af mat á hverju ári.
43 þúsund tonn af mat fara í ruslið frá IKEA
IKEA hyggist ætla að taka á matarsóun frá veitingastöðum verslananna. Á ári hverju fara 43.000 tonn af mat í ruslið frá IKEA.
24. júní 2017
Fréttastofan Bloomberg segir hugsanlegt að FL Group hafi verið styrkt af rússneskum óligörkum.
Ráðleggur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að rannsaka FL Group
Í nýrri grein sem birtist á Bloomberg- fréttasíðunni var sagt frá því að grunur leiki á um að FL group hafi verið milliliður í fjártengslum Donald Trump við rússneska auðjöfra.
23. júní 2017
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands
Ekki búist við endalokum reiðufjár
Hugmyndir fjármálaráðuneytisins um minnkun seðla í umferð og rafvæðingu gjaldeyris hafa áður komið fram á Indlandi og í Svíþjóð. Ekki er hins vegar búist við því að endalok reiðufjár muni líta dagsins ljós á Íslandi á næstunni.
23. júní 2017
Formaður Lögmannafélagsins: „Ráðherra mistókst“
Reimar Pétursson hrl. segir Alþingi hafa skort skilning á ýmsu því sem til álita kom við skipan 15 dómara við Landsrétt.
23. júní 2017
Meira úr sama flokkiInnlent