Störfum fjölgar langsamlega mest í byggingariðnaði og ferðaþjónustu

Mikill vöxtur er í hagkerfinu þessi misserin, og er fjölgun starfa langsamlega mest í byggingariðnaði og ferðaþjónustu.

verkamenn.jpg
Auglýsing

Um 60 pró­sent af nýjum störfum í hag­kerf­inu, á und­an­förnu ári, hafa verið í bygg­ing­ar­iðn­aði og ferða­þjón­ustu. Sam­tals fjölg­aði laun­þegum um 8.500 á und­an­förnu ári og voru um fimm þús­und af þeim í bygg­ing­ar­iðn­aði og ferða­þjón­ustu. Þetta kemur fram í tölum frá Hag­stofu Íslands, sem birtar voru í dag.

Störfum í sjáv­ar­út­vegi hefur fækkað um 300.

Mik­ill vöxtur í ferða­þjón­ustu hefur verið helsti drif­kraftur hag­vaxtar hér á landi und­an­farin ár, en því er spáð að um 2,3 millj­ónir erlendra ferð­manna heim­sæki landið á þessu ári sam­an­borið við 1,8 millj­ónir í fyrra. „Á tólf mán­aða tíma­bili, frá maí 2016 til apríl 2017, voru að jafn­aði 17.079 launa­greið­endur á Íslandi og hafði þeim fjölgað um 790 (4,8%) frá síð­ustu 12 mán­uðum á und­an. Á sama tíma­bili greiddu launa­greið­endur að með­al­tali um 182.800 ein­stak­lingum laun sem er aukn­ing um 8.500 (4,9%) sam­an­borið við 12 mán­aða tíma­bil ári fyrr. Skipt eftir atvinnu­greinum hefur laun­þegum fjölgað mikið á milli ára hjá launa­greið­endum í bygg­ing­ar­iðn­aði og ferða­þjón­ustu. Laun­þegum hefur hins vegar fækkað í sjáv­ar­út­veg­i,“ segir á vef Hag­stofu Íslands.

Auglýsing

Í apríl voru 2.478 launa­greið­endur og um 11.500 laun­þegar í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð og hafði laun­þegum fjölgað um 1.600 eða um 16% sam­an­borið við apríl 2016. Sömu­leiðis voru í mars 1.614 launa­greið­endur og um 25.100 laun­þegar í ein­kenn­andi greinum ferða­þjón­ustu og hafði laun­þegum fjölgað um 3.400 eða um 16% á einu ári. Laun­þegum hefur á sama tíma fjölgað um 8.500 eða um 5%.

Hér má sjá upplýsingar um fjölda launagreiðenda og launaþega, eftir geirum.

Hafa verður í huga að í þessum tölum eru ekki upp­lýs­ingar um ein­yrkja, að því er segir á vef Hag­stofu Íslands, sem eru með rekstur á eigin kenni­tölu og greiða sjálfum sér laun, en slíkt rekstr­ar­form er algengt í bygg­ing­ar­iðn­aði, land­bún­aði, hug­verka­iðn­aði og skap­andi greinum svo dæmi séu tek­in.

Meira úr sama flokkiInnlent