Störfum fjölgar langsamlega mest í byggingariðnaði og ferðaþjónustu

Mikill vöxtur er í hagkerfinu þessi misserin, og er fjölgun starfa langsamlega mest í byggingariðnaði og ferðaþjónustu.

verkamenn.jpg
Auglýsing

Um 60 pró­sent af nýjum störfum í hag­kerf­inu, á und­an­förnu ári, hafa verið í bygg­ing­ar­iðn­aði og ferða­þjón­ustu. Sam­tals fjölg­aði laun­þegum um 8.500 á und­an­förnu ári og voru um fimm þús­und af þeim í bygg­ing­ar­iðn­aði og ferða­þjón­ustu. Þetta kemur fram í tölum frá Hag­stofu Íslands, sem birtar voru í dag.

Störfum í sjáv­ar­út­vegi hefur fækkað um 300.

Mik­ill vöxtur í ferða­þjón­ustu hefur verið helsti drif­kraftur hag­vaxtar hér á landi und­an­farin ár, en því er spáð að um 2,3 millj­ónir erlendra ferð­manna heim­sæki landið á þessu ári sam­an­borið við 1,8 millj­ónir í fyrra. „Á tólf mán­aða tíma­bili, frá maí 2016 til apríl 2017, voru að jafn­aði 17.079 launa­greið­endur á Íslandi og hafði þeim fjölgað um 790 (4,8%) frá síð­ustu 12 mán­uðum á und­an. Á sama tíma­bili greiddu launa­greið­endur að með­al­tali um 182.800 ein­stak­lingum laun sem er aukn­ing um 8.500 (4,9%) sam­an­borið við 12 mán­aða tíma­bil ári fyrr. Skipt eftir atvinnu­greinum hefur laun­þegum fjölgað mikið á milli ára hjá launa­greið­endum í bygg­ing­ar­iðn­aði og ferða­þjón­ustu. Laun­þegum hefur hins vegar fækkað í sjáv­ar­út­veg­i,“ segir á vef Hag­stofu Íslands.

Auglýsing

Í apríl voru 2.478 launa­greið­endur og um 11.500 laun­þegar í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð og hafði laun­þegum fjölgað um 1.600 eða um 16% sam­an­borið við apríl 2016. Sömu­leiðis voru í mars 1.614 launa­greið­endur og um 25.100 laun­þegar í ein­kenn­andi greinum ferða­þjón­ustu og hafði laun­þegum fjölgað um 3.400 eða um 16% á einu ári. Laun­þegum hefur á sama tíma fjölgað um 8.500 eða um 5%.

Hér má sjá upplýsingar um fjölda launagreiðenda og launaþega, eftir geirum.

Hafa verður í huga að í þessum tölum eru ekki upp­lýs­ingar um ein­yrkja, að því er segir á vef Hag­stofu Íslands, sem eru með rekstur á eigin kenni­tölu og greiða sjálfum sér laun, en slíkt rekstr­ar­form er algengt í bygg­ing­ar­iðn­aði, land­bún­aði, hug­verka­iðn­aði og skap­andi greinum svo dæmi séu tek­in.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent