Stuðningur við ríkisstjórnina mælist í 30,9% og hefur ekki verið lægri. Á sama tíma jókst fylgi Samfylkingarinnar mest allra flokka. Þetta kemur fram í nýrri fréttatilkynningu MMR.
MMR framkvæmdi könnun á fylgi stjórnmálaflokka 6. til 14. Júní. Heildarfjöldi svarenda voru 974 einstaklingar, en þeir voru allir 18 ára og eldri.
Samkvæmt könnuninni virðist Sjálfstæðisflokkurinn hafa bætt við sig fylgi um 0,7 prósentustig og stendur nú í 24,9%. Fylgi Vinstri grænna lækkaði einnig frá síðustu mælingum, en stendur núna í 20,6%. Sömu sögu er að segja um Pírata, en fylgi þeirra mælist núna 13,7%.
Fylgi Samfylkingarinnar hækkaði mest allra flokka, eða frá 9,3% upp í 11,3%. Sömuleiðis jókst fylgi Framsóknar úr 12,4% í 13,4%. Fylgi Viðreisnar (5,2%), Flokks fólksins (3,6%) og Bjartrar framtíðar (2,9%) breyttist lítið milli kannanna.
Stuðningur við ríkisstjórnina lækkaði hins vegar á milli mælinga og hefur aldrei mælst minni. Alls sögðust 30,9% styðja ríkisstjórnina nú, samanborið við 31,4% í síðustu könnun 16. maí.