Síminn og On-Waves sameinast

Síminn átti 90 prósent hlutafjár í félaginu fyrir.

orri-hauks.jpg
Auglýsing

Stjórnir Sím­ans hf. og On-Wa­ves ehf. hafa sam­þykkt að sam­eina félögin undir nafni og kenni­tölu Sím­ans hf. Sam­þykktir Sím­ans hf. gilda óbreyttar um hið sam­ein­aða félag og telst Sím­inn hf. vera yfir­töku­fé­lag, að því er fram kemur í til­kynn­ingu Sím­ans til kaup­hall­ar­inn­ar.

Sam­run­inn mið­ast við 1. jan­úar 2017 og tekur hið sam­ein­aða félag við öllum rekstri, eign­um, skuld­um, rétt­indum og skyldum hins yfir­tekna félags frá þeim tíma.

Sam­run­inn felur í sér að eig­endur hins yfir­tekna félags láta af hendi allt hlutafé þess. Hið yfir­tekna félag er að 9/10 hlutum í eigu Sím­ans hf. Sím­inn hf. fær því ekk­ert end­ur­gjald fyrir hlutafé sitt. Tíu pró­sent heild­ar­hluta­fjár hins yfir­tekna félags er í eigu ann­ars aðila sem fær sem end­ur­gjald hlutafé í Sím­anum hf. að nafn­verði kr. 8.650.000. „Hlutafé yfir­töku­fé­lags­ins breyt­ist því ekki vegna sam­run­ans, en Sím­inn hf. afhendir eigin hluti sem end­ur­gjald til minni­hlut­hafans,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Auglýsing

Gengi bréfa í Sím­anum er nú 4,24 en mark­aðsvirði félags­ins er nú tæp­lega 40 millj­arð­ar.

Við ákvörðun á skipti­hlut­falli hluta­fjár er ann­ars vegar litið til mark­aðs­verðs hluta­fjár Sím­ans hf. þann 16. júní 2017 og áætl­aðs virðis hins yfir­tekna félags.

Það er mat stjórna félag­anna að með sam­runa félag­anna auk­ist hag­kvæmni í rekstri og rekst­ur­inn nái þannig betri ávöxtun eigin fjár, að því er segir í til­kynn­ing­unn­i. Eig­in­fjár­staða Sím­ans er sterk en félagið er með 35 millj­arða í eigin fé, en heild­ar­eignir nema um 63 millj­örðum króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent