Benedikt ætlar ekki að taka tíu þúsund kallinn úr umferð

Fjármála- og efnahagsráðherra segir ljóst að ekki náist breið samstaða um frekari skorður á notkun reiðufjár og um að taka stærstu seðlanna úr umferð. Hann muni því ekki leggja neina áherslu á þá tillögu.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að hann muni ekki leggja áherslu á til­lögu starfs­hóps á hans vegum sem lagði til að tíu þús­und og fimm þús­und króna seðlar yrðu teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvik­um. Starfs­hóp­ur­inn var annar tveggja sem skil­aði nýverið skýrslum til ráðu­neyt­is­ins um aðgerðir gegn skattaund­anskotum og svarta hag­­kerf­inu. Í frétta­til­kynn­ingu ráðu­­neyt­is­ins sagði að öllum til­­lögum hópanna yrði hrint í fram­­kvæmd.

Til­lagan um að setja frek­ari skorður varð­andi notkun reiðu­fjár, meðal ann­ars með því að taka stærstu seðl­anna úr umferð, hefur verið harð­lega gagn­rýnd, jafnt af stjórn­ar­liðum og stjórn­ar­and­stöðu. Á meðal þeirra sem hafa gagn­rýnt til­lög­una eru Sjálf­stæð­is­þing­menn­irnir Teitur Björn Ein­ars­son og Brynjar Níels­son, fjöldi þing­manna Pírata og Lilja Alfreðs­dótt­ir, vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem kall­aði til­lög­una brjál­aða for­ræð­is­hyggju í Frétta­blað­inu í dag.

Bene­dikt segir að í skýrslu hópanna séu settar fram margar til­lög­ur. Til­lagan um að taka stærstu seðl­ana úr umferð og tak­marka notkun reiðu­fjár sé aug­ljós­lega ekki lík­leg til að ná fram. „Ég mun því ekki leggja neina áherslu á hana.“ 

Auglýsing

Hann segir til­lög­una ein­ungis vera eina af mörgum og vera auka­at­riði í stóra sam­heng­inu. „Aðal­at­riðið er að ná tökum á skattsvika­málum og ná breiðri sam­stöðu um það. En þessi til­laga er ekki lík­leg til þess þannig að ég mun ekki halda henni til streit­u.“

Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu
Nokkur skjálftavirkni hefur verið í eldstöðinni að undanförnu.
Kjarninn 24. febrúar 2019
Segir ríkasta hlutann kerfisbundið nýta sér glufur til að borga ekki skatta
Formaður VR segir að grunnstefið í baráttu verkalýðsfélaganna sé að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum saman. Það þurfi kerfisbreytingar og hægt sé að búa til svigrúm til aðgerða með því að koma í veg fyrir 100 milljarða króna skattsvik.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hallgerður Hauksdóttir
Óverjandi herferð gegn hvölum
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hæfileikar eru alls staðar en tækifærin ekki
Fjöldi alþjóðlegra samtaka og einstaklinga hefur barist fyrir því að auka fjölbreytni og sýnileika minnihlutahópa innan hugbúnaðar- og tæknigeirans. Ein þeirra er Sheree Atcheson en hún hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi fyrir frumkvöðlavinnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hefur ekki orðið var við mikla eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum á alþjóðavettvangi
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðsfélögin geta bent á hinar miklu hækkanir sem ráðamenn og bankastjórar hafi tekið sér þegar þeir ræða við sína félagsmenn um átök á vinnumarkaði.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Klikkið
Klikkið
Réttindi fatlaðs fólks - Viðtal við Sigurjón Unnar Sveinsson
Kjarninn 23. febrúar 2019
„Líkamar intersex fólks eru ekki mistök sem þarf að leiðrétta“
Samtökin Amnesty International skora á íslensk stjórnvöld að tryggja og vernda jafna meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, bæði í lögum og framkvæmd. Yfir 68 börn fæðast hér á landi með ódæmigerð kyneinkenni á hverju ári.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Óútskýrt hvers vegna aðalfundi Íslandspósts var frestað
Íslandspóstur er í eigu ríkisins, en rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega að undanförnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent