Benedikt ætlar ekki að taka tíu þúsund kallinn úr umferð

Fjármála- og efnahagsráðherra segir ljóst að ekki náist breið samstaða um frekari skorður á notkun reiðufjár og um að taka stærstu seðlanna úr umferð. Hann muni því ekki leggja neina áherslu á þá tillögu.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að hann muni ekki leggja áherslu á til­lögu starfs­hóps á hans vegum sem lagði til að tíu þús­und og fimm þús­und króna seðlar yrðu teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvik­um. Starfs­hóp­ur­inn var annar tveggja sem skil­aði nýverið skýrslum til ráðu­neyt­is­ins um aðgerðir gegn skattaund­anskotum og svarta hag­­kerf­inu. Í frétta­til­kynn­ingu ráðu­­neyt­is­ins sagði að öllum til­­lögum hópanna yrði hrint í fram­­kvæmd.

Til­lagan um að setja frek­ari skorður varð­andi notkun reiðu­fjár, meðal ann­ars með því að taka stærstu seðl­anna úr umferð, hefur verið harð­lega gagn­rýnd, jafnt af stjórn­ar­liðum og stjórn­ar­and­stöðu. Á meðal þeirra sem hafa gagn­rýnt til­lög­una eru Sjálf­stæð­is­þing­menn­irnir Teitur Björn Ein­ars­son og Brynjar Níels­son, fjöldi þing­manna Pírata og Lilja Alfreðs­dótt­ir, vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem kall­aði til­lög­una brjál­aða for­ræð­is­hyggju í Frétta­blað­inu í dag.

Bene­dikt segir að í skýrslu hópanna séu settar fram margar til­lög­ur. Til­lagan um að taka stærstu seðl­ana úr umferð og tak­marka notkun reiðu­fjár sé aug­ljós­lega ekki lík­leg til að ná fram. „Ég mun því ekki leggja neina áherslu á hana.“ 

Auglýsing

Hann segir til­lög­una ein­ungis vera eina af mörgum og vera auka­at­riði í stóra sam­heng­inu. „Aðal­at­riðið er að ná tökum á skattsvika­málum og ná breiðri sam­stöðu um það. En þessi til­laga er ekki lík­leg til þess þannig að ég mun ekki halda henni til streit­u.“

Borgarstjóri: Óvissu eytt um borgarlínu og framkvæmdir hefjast 2020
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu og samkomulag sem á að tryggja fjármögnun borgarlínu.
Kjarninn 21. september 2018
Breytingar hafa leitt til verulega bætts árangurs peningastefnunnar
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmd peningastefnunnar hafi skilað miklum árangri.
Kjarninn 21. september 2018
Steinunn Þorvaldsdóttir
Afleitur handavandi
Kjarninn 21. september 2018
WOW air greiðir hærri vexti en önnur flugfélög
Bloomberg segir að vextirnir sem WOW air borgar vegna skuldabréfaútgáfu sinnar séu hærri en vextir í útboðum annarra evrópskra flugfélaga sem farið hafa fram á síðustu árum.
Kjarninn 21. september 2018
Birkir Hólm Guðnason
Birkir Hólm Guðnason nýr forstjóri Samskipa
Pálmar Óli Magnússon lætur af störfum sem forstjóri Samskipa og Birkir Hólm Guðnason tekur við.
Kjarninn 21. september 2018
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Ráðherra skipar stýri­hóp um mótun nýsköp­un­ar­stefnu fyrir Ísland
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur skipað stýrihóp um mótun heildstæðrar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Stefnan skal liggja fyrir ekki síðar en 1. maí næstkomandi.
Kjarninn 21. september 2018
Vilja þyrlupall á Heimaey
Fimm þingmenn hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er falið að gera ráðstafanir til að hanna og staðsetja þyrlupall á Heimaey til að auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja.
Kjarninn 21. september 2018
Helmingur landsmanna sækir fréttir af vefsíðum fréttamiðla
Samkvæmt nýrri könnun MMR sækja einungis 4 prósent Íslendinga helst fréttir í dagblöð en 9 prósent af samfélagsmiðlum.
Kjarninn 21. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent