Benedikt ætlar ekki að taka tíu þúsund kallinn úr umferð

Fjármála- og efnahagsráðherra segir ljóst að ekki náist breið samstaða um frekari skorður á notkun reiðufjár og um að taka stærstu seðlanna úr umferð. Hann muni því ekki leggja neina áherslu á þá tillögu.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að hann muni ekki leggja áherslu á til­lögu starfs­hóps á hans vegum sem lagði til að tíu þús­und og fimm þús­und króna seðlar yrðu teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvik­um. Starfs­hóp­ur­inn var annar tveggja sem skil­aði nýverið skýrslum til ráðu­neyt­is­ins um aðgerðir gegn skattaund­anskotum og svarta hag­­kerf­inu. Í frétta­til­kynn­ingu ráðu­­neyt­is­ins sagði að öllum til­­lögum hópanna yrði hrint í fram­­kvæmd.

Til­lagan um að setja frek­ari skorður varð­andi notkun reiðu­fjár, meðal ann­ars með því að taka stærstu seðl­anna úr umferð, hefur verið harð­lega gagn­rýnd, jafnt af stjórn­ar­liðum og stjórn­ar­and­stöðu. Á meðal þeirra sem hafa gagn­rýnt til­lög­una eru Sjálf­stæð­is­þing­menn­irnir Teitur Björn Ein­ars­son og Brynjar Níels­son, fjöldi þing­manna Pírata og Lilja Alfreðs­dótt­ir, vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem kall­aði til­lög­una brjál­aða for­ræð­is­hyggju í Frétta­blað­inu í dag.

Bene­dikt segir að í skýrslu hópanna séu settar fram margar til­lög­ur. Til­lagan um að taka stærstu seðl­ana úr umferð og tak­marka notkun reiðu­fjár sé aug­ljós­lega ekki lík­leg til að ná fram. „Ég mun því ekki leggja neina áherslu á hana.“ 

Auglýsing

Hann segir til­lög­una ein­ungis vera eina af mörgum og vera auka­at­riði í stóra sam­heng­inu. „Aðal­at­riðið er að ná tökum á skattsvika­málum og ná breiðri sam­stöðu um það. En þessi til­laga er ekki lík­leg til þess þannig að ég mun ekki halda henni til streit­u.“

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent