Benedikt ætlar ekki að taka tíu þúsund kallinn úr umferð

Fjármála- og efnahagsráðherra segir ljóst að ekki náist breið samstaða um frekari skorður á notkun reiðufjár og um að taka stærstu seðlanna úr umferð. Hann muni því ekki leggja neina áherslu á þá tillögu.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að hann muni ekki leggja áherslu á til­lögu starfs­hóps á hans vegum sem lagði til að tíu þús­und og fimm þús­und króna seðlar yrðu teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvik­um. Starfs­hóp­ur­inn var annar tveggja sem skil­aði nýverið skýrslum til ráðu­neyt­is­ins um aðgerðir gegn skattaund­anskotum og svarta hag­­kerf­inu. Í frétta­til­kynn­ingu ráðu­­neyt­is­ins sagði að öllum til­­lögum hópanna yrði hrint í fram­­kvæmd.

Til­lagan um að setja frek­ari skorður varð­andi notkun reiðu­fjár, meðal ann­ars með því að taka stærstu seðl­anna úr umferð, hefur verið harð­lega gagn­rýnd, jafnt af stjórn­ar­liðum og stjórn­ar­and­stöðu. Á meðal þeirra sem hafa gagn­rýnt til­lög­una eru Sjálf­stæð­is­þing­menn­irnir Teitur Björn Ein­ars­son og Brynjar Níels­son, fjöldi þing­manna Pírata og Lilja Alfreðs­dótt­ir, vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem kall­aði til­lög­una brjál­aða for­ræð­is­hyggju í Frétta­blað­inu í dag.

Bene­dikt segir að í skýrslu hópanna séu settar fram margar til­lög­ur. Til­lagan um að taka stærstu seðl­ana úr umferð og tak­marka notkun reiðu­fjár sé aug­ljós­lega ekki lík­leg til að ná fram. „Ég mun því ekki leggja neina áherslu á hana.“ 

Auglýsing

Hann segir til­lög­una ein­ungis vera eina af mörgum og vera auka­at­riði í stóra sam­heng­inu. „Aðal­at­riðið er að ná tökum á skattsvika­málum og ná breiðri sam­stöðu um það. En þessi til­laga er ekki lík­leg til þess þannig að ég mun ekki halda henni til streit­u.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent