Benedikt ætlar ekki að taka tíu þúsund kallinn úr umferð

Fjármála- og efnahagsráðherra segir ljóst að ekki náist breið samstaða um frekari skorður á notkun reiðufjár og um að taka stærstu seðlanna úr umferð. Hann muni því ekki leggja neina áherslu á þá tillögu.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að hann muni ekki leggja áherslu á til­lögu starfs­hóps á hans vegum sem lagði til að tíu þús­und og fimm þús­und króna seðlar yrðu teknir úr umferð til að sporna gegn skattsvik­um. Starfs­hóp­ur­inn var annar tveggja sem skil­aði nýverið skýrslum til ráðu­neyt­is­ins um aðgerðir gegn skattaund­anskotum og svarta hag­­kerf­inu. Í frétta­til­kynn­ingu ráðu­­neyt­is­ins sagði að öllum til­­lögum hópanna yrði hrint í fram­­kvæmd.

Til­lagan um að setja frek­ari skorður varð­andi notkun reiðu­fjár, meðal ann­ars með því að taka stærstu seðl­anna úr umferð, hefur verið harð­lega gagn­rýnd, jafnt af stjórn­ar­liðum og stjórn­ar­and­stöðu. Á meðal þeirra sem hafa gagn­rýnt til­lög­una eru Sjálf­stæð­is­þing­menn­irnir Teitur Björn Ein­ars­son og Brynjar Níels­son, fjöldi þing­manna Pírata og Lilja Alfreðs­dótt­ir, vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem kall­aði til­lög­una brjál­aða for­ræð­is­hyggju í Frétta­blað­inu í dag.

Bene­dikt segir að í skýrslu hópanna séu settar fram margar til­lög­ur. Til­lagan um að taka stærstu seðl­ana úr umferð og tak­marka notkun reiðu­fjár sé aug­ljós­lega ekki lík­leg til að ná fram. „Ég mun því ekki leggja neina áherslu á hana.“ 

Auglýsing

Hann segir til­lög­una ein­ungis vera eina af mörgum og vera auka­at­riði í stóra sam­heng­inu. „Aðal­at­riðið er að ná tökum á skattsvika­málum og ná breiðri sam­stöðu um það. En þessi til­laga er ekki lík­leg til þess þannig að ég mun ekki halda henni til streit­u.“

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent