Öllum tillögum verði hrundið í framkvæmd

Á blaðamannafundi fjármála- og efnahagsráðuneytisins í gær voru ýmsar tillögur kynntar með það markmið að draga úr umsvifum svarta hagkerfisins hér á landi. Fjármálaráðherra sagði á fundinum að þeim verði öllum hrundið í framkvæmt

Auglýsing
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið kynnti í gær nið­ur­stöður tveggja starfs­hópa um aðgerðir gegn skattaund­anskotum og svarta hag­kerf­inu. Til­lögur starfs­hópanna fela í sér stór­tækar aðgerð­ir, en meðal þeirra er eft­ir­lit með milli­verð­lagn­ingu, lög­fest­ing á reglur um keðju­á­byrgð og tak­mörkun reiðufjár­notk­un­ar. Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins átti öllum til­lögum hópanna að vera hrundið í fram­kvæmd. 

Milli­verð­lagn­ing

Fyrri starfs­hóp­ur­inn fjall­aði um skað­leg áhrif milli­verð­lagn­ingar og fakt­úru­föls­unar. Anna Borg­þórs­dótt­ir Olsen, for­maður starfs­hóps­ins, sagði árlegt tekju­tap rík­is­sjóðs vegna óeðli­legrar milli­verð­lagn­ingar vera lík­lega á bil­inu 1-6 millj­arða króna. Milli­verð­lagn­ing vísar til þess hvernig tengdir lög­að­ilar verð­leggja við­skipti sín á milli, en þau telj­ast óeðli­leg ef þau eru ekki verð­lögð á sama hátt og við­skipti ótengdra aðila. 

Veiga­mestu til­lögur starfs­hóps­ins fólust því í að leggja af stað í átak í eft­ir­liti á slíkri starf­semi að for­dæmi ann­arra Dan­merkur og Nor­egs. Einnig ætti meðal ann­ars að tryggja virkt eft­ir­lit með skjöl­un­ar­skyldu stærri fyr­ir­tækja og innri við­skipt­i. 

Auglýsing

Pen­inga­þvætti, kenni­tölu­flakk og skattaund­an­skot

Seinni starfs­hópnum var gert að greina þjóð­hags­leg áhrif skattaund­an­skota og skattsvika ásamt því að gera til­lögur um það hvernig minnka megi svarta hag­kerf­ið. Var það mat hóps­ins að skattaund­an­skot á Íslandi gætu verið á bil­inu 3-5% af vergri lands­fram­leiðslu. Ljóst er því að um miklar fjár­hæðir er að ræða, en 4% af VLF jafn­gildir 100 millj­örðum króna. 

­Til­lögur hóps­ins til tak­mörk­unar á skattsvikum fólu meðal ann­ars  í sér fækkun á virð­is­auka­skatts­þrepum, lög­fest­ingu keðju­á­byrgðar og heim­ild til að setja kenni­tölu­flakk­ara í atvinnu­rekstr­ar­bann.

Var það mat starfs­hóps­ins að mis­mun­andi virð­is­auka­skatts­þrep sé meðal þess sem auki hvata til und­an­skota. Með fækkun á und­an­þágum og skatt­þrepum væri því hægt að eyða þeim hvata.

Einnig lagði hóp­ur­inn til að lög­festa reglur um keðju­á­byrgð, en þannig myndu verk­takar bera meiri ábyrgð á skilum opin­berra gjalda und­ir­verk­taka. Ásamt því mældi starfs­hóp­ur­inn með því að heim­ilt verði að setja ein­stak­linga í atvinnu­rekstr­ar­bann sem sýnt hafa af sér grófa og óverj­andi við­skipta­hætti sem stjórn­endur félaga. Þessar hug­myndir eru svip­aðar til­lögum SA og ASÍ sem kynntar voru fyrr í vik­unni, en sam­tökin vildu einnig heim­ila þriggja ára rekstr­ar­bann fyrir kenni­tölu­flakk­ara.  

Svo gæti farið að 10.000 og 5.000 króna seðlar gætu dottið úr umferð10.000 króna seð­ill­inn tek­inn úr umferð

Að lokum benti seinni starfs­hóp­ur­inn á mik­il­vægi tak­mörk­unar á reiðufjár­notkun til að tor­velda mögu­leika til skattaund­an­skota og pen­inga­þvætt­is. Í því skyni lagði hóp­ur­inn til að 10.000 króna seð­ill­inn verði tek­inn úr umferð sem fyrst, en í náinni fram­tíð verði 5.000 króna seð­ill­inn einnig fjar­lægð­ur.  

Aðrar til­lögur til þess að draga úr pen­inga­magni í umferð fela meðal ann­ars í sér hámark á greiðslur með reiðu­fé, auk skyldu vinnu­veit­enda að greiða laun með raf­rænu og rekj­an­legu greiðslu­fyr­ir­komu­lag­i. 

Til þess að vega á móti minnkun reiðu­fjár í umferð vildi hóp­ur­inn að hugað væri að því hvort almenn­ingur þurfi að hafa aðgang að raf­eyri eða ígildi debet­korts með lág­marks­kostn­aði, til dæmis með inni­stæðu­reikn­ingi hjá Seðla­bank­an­um. Seðla­bank­inn velti einmitt þessum mögu­leika fyrir sér fyrir tveimur vikum síð­an, eins og kom fram á Kjarn­anum.

Öllu hrundið í fram­kvæmd

Skatta­mál virð­ast vera fjár­mála­ráð­herra hug­leik­in, en á dög­unum und­ir­rit­aði hann alþjóð­legan samn­ing gegn skattaund­anskotum og skattsvikum með mis­notkun tví­skött­un­ar­samn­inga. Bene­dikt ætlar líka að láta kné fylgja kviði hjá til­lögum hópanna tveggja, en hann segir að þeim verði öllum hrundið í fram­kvæmd af ráðu­neyt­inu og stofn­unum þess. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Olína vill verða útvarpsstjóri
Magnús Geir Þórðarson tók nýverið við hlutverki Þjóðleikhússtjóra og því bíður það stjórnar RÚV að ráða nýjan útvarpsstjóra.
Kjarninn 6. desember 2019
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar