Öllum tillögum verði hrundið í framkvæmd

Á blaðamannafundi fjármála- og efnahagsráðuneytisins í gær voru ýmsar tillögur kynntar með það markmið að draga úr umsvifum svarta hagkerfisins hér á landi. Fjármálaráðherra sagði á fundinum að þeim verði öllum hrundið í framkvæmt

Auglýsing
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið kynnti í gær nið­ur­stöður tveggja starfs­hópa um aðgerðir gegn skattaund­anskotum og svarta hag­kerf­inu. Til­lögur starfs­hópanna fela í sér stór­tækar aðgerð­ir, en meðal þeirra er eft­ir­lit með milli­verð­lagn­ingu, lög­fest­ing á reglur um keðju­á­byrgð og tak­mörkun reiðufjár­notk­un­ar. Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins átti öllum til­lögum hópanna að vera hrundið í fram­kvæmd. 

Milli­verð­lagn­ing

Fyrri starfs­hóp­ur­inn fjall­aði um skað­leg áhrif milli­verð­lagn­ingar og fakt­úru­föls­unar. Anna Borg­þórs­dótt­ir Olsen, for­maður starfs­hóps­ins, sagði árlegt tekju­tap rík­is­sjóðs vegna óeðli­legrar milli­verð­lagn­ingar vera lík­lega á bil­inu 1-6 millj­arða króna. Milli­verð­lagn­ing vísar til þess hvernig tengdir lög­að­ilar verð­leggja við­skipti sín á milli, en þau telj­ast óeðli­leg ef þau eru ekki verð­lögð á sama hátt og við­skipti ótengdra aðila. 

Veiga­mestu til­lögur starfs­hóps­ins fólust því í að leggja af stað í átak í eft­ir­liti á slíkri starf­semi að for­dæmi ann­arra Dan­merkur og Nor­egs. Einnig ætti meðal ann­ars að tryggja virkt eft­ir­lit með skjöl­un­ar­skyldu stærri fyr­ir­tækja og innri við­skipt­i. 

Auglýsing

Pen­inga­þvætti, kenni­tölu­flakk og skattaund­an­skot

Seinni starfs­hópnum var gert að greina þjóð­hags­leg áhrif skattaund­an­skota og skattsvika ásamt því að gera til­lögur um það hvernig minnka megi svarta hag­kerf­ið. Var það mat hóps­ins að skattaund­an­skot á Íslandi gætu verið á bil­inu 3-5% af vergri lands­fram­leiðslu. Ljóst er því að um miklar fjár­hæðir er að ræða, en 4% af VLF jafn­gildir 100 millj­örðum króna. 

­Til­lögur hóps­ins til tak­mörk­unar á skattsvikum fólu meðal ann­ars  í sér fækkun á virð­is­auka­skatts­þrepum, lög­fest­ingu keðju­á­byrgðar og heim­ild til að setja kenni­tölu­flakk­ara í atvinnu­rekstr­ar­bann.

Var það mat starfs­hóps­ins að mis­mun­andi virð­is­auka­skatts­þrep sé meðal þess sem auki hvata til und­an­skota. Með fækkun á und­an­þágum og skatt­þrepum væri því hægt að eyða þeim hvata.

Einnig lagði hóp­ur­inn til að lög­festa reglur um keðju­á­byrgð, en þannig myndu verk­takar bera meiri ábyrgð á skilum opin­berra gjalda und­ir­verk­taka. Ásamt því mældi starfs­hóp­ur­inn með því að heim­ilt verði að setja ein­stak­linga í atvinnu­rekstr­ar­bann sem sýnt hafa af sér grófa og óverj­andi við­skipta­hætti sem stjórn­endur félaga. Þessar hug­myndir eru svip­aðar til­lögum SA og ASÍ sem kynntar voru fyrr í vik­unni, en sam­tökin vildu einnig heim­ila þriggja ára rekstr­ar­bann fyrir kenni­tölu­flakk­ara.  

Svo gæti farið að 10.000 og 5.000 króna seðlar gætu dottið úr umferð10.000 króna seð­ill­inn tek­inn úr umferð

Að lokum benti seinni starfs­hóp­ur­inn á mik­il­vægi tak­mörk­unar á reiðufjár­notkun til að tor­velda mögu­leika til skattaund­an­skota og pen­inga­þvætt­is. Í því skyni lagði hóp­ur­inn til að 10.000 króna seð­ill­inn verði tek­inn úr umferð sem fyrst, en í náinni fram­tíð verði 5.000 króna seð­ill­inn einnig fjar­lægð­ur.  

Aðrar til­lögur til þess að draga úr pen­inga­magni í umferð fela meðal ann­ars í sér hámark á greiðslur með reiðu­fé, auk skyldu vinnu­veit­enda að greiða laun með raf­rænu og rekj­an­legu greiðslu­fyr­ir­komu­lag­i. 

Til þess að vega á móti minnkun reiðu­fjár í umferð vildi hóp­ur­inn að hugað væri að því hvort almenn­ingur þurfi að hafa aðgang að raf­eyri eða ígildi debet­korts með lág­marks­kostn­aði, til dæmis með inni­stæðu­reikn­ingi hjá Seðla­bank­an­um. Seðla­bank­inn velti einmitt þessum mögu­leika fyrir sér fyrir tveimur vikum síð­an, eins og kom fram á Kjarn­anum.

Öllu hrundið í fram­kvæmd

Skatta­mál virð­ast vera fjár­mála­ráð­herra hug­leik­in, en á dög­unum und­ir­rit­aði hann alþjóð­legan samn­ing gegn skattaund­anskotum og skattsvikum með mis­notkun tví­skött­un­ar­samn­inga. Bene­dikt ætlar líka að láta kné fylgja kviði hjá til­lögum hópanna tveggja, en hann segir að þeim verði öllum hrundið í fram­kvæmd af ráðu­neyt­inu og stofn­unum þess. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt
Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 27. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar