Öllum tillögum verði hrundið í framkvæmd

Á blaðamannafundi fjármála- og efnahagsráðuneytisins í gær voru ýmsar tillögur kynntar með það markmið að draga úr umsvifum svarta hagkerfisins hér á landi. Fjármálaráðherra sagði á fundinum að þeim verði öllum hrundið í framkvæmt

Auglýsing
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið kynnti í gær nið­ur­stöður tveggja starfs­hópa um aðgerðir gegn skattaund­anskotum og svarta hag­kerf­inu. Til­lögur starfs­hópanna fela í sér stór­tækar aðgerð­ir, en meðal þeirra er eft­ir­lit með milli­verð­lagn­ingu, lög­fest­ing á reglur um keðju­á­byrgð og tak­mörkun reiðufjár­notk­un­ar. Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins átti öllum til­lögum hópanna að vera hrundið í fram­kvæmd. 

Milli­verð­lagn­ing

Fyrri starfs­hóp­ur­inn fjall­aði um skað­leg áhrif milli­verð­lagn­ingar og fakt­úru­föls­unar. Anna Borg­þórs­dótt­ir Olsen, for­maður starfs­hóps­ins, sagði árlegt tekju­tap rík­is­sjóðs vegna óeðli­legrar milli­verð­lagn­ingar vera lík­lega á bil­inu 1-6 millj­arða króna. Milli­verð­lagn­ing vísar til þess hvernig tengdir lög­að­ilar verð­leggja við­skipti sín á milli, en þau telj­ast óeðli­leg ef þau eru ekki verð­lögð á sama hátt og við­skipti ótengdra aðila. 

Veiga­mestu til­lögur starfs­hóps­ins fólust því í að leggja af stað í átak í eft­ir­liti á slíkri starf­semi að for­dæmi ann­arra Dan­merkur og Nor­egs. Einnig ætti meðal ann­ars að tryggja virkt eft­ir­lit með skjöl­un­ar­skyldu stærri fyr­ir­tækja og innri við­skipt­i. 

Auglýsing

Pen­inga­þvætti, kenni­tölu­flakk og skattaund­an­skot

Seinni starfs­hópnum var gert að greina þjóð­hags­leg áhrif skattaund­an­skota og skattsvika ásamt því að gera til­lögur um það hvernig minnka megi svarta hag­kerf­ið. Var það mat hóps­ins að skattaund­an­skot á Íslandi gætu verið á bil­inu 3-5% af vergri lands­fram­leiðslu. Ljóst er því að um miklar fjár­hæðir er að ræða, en 4% af VLF jafn­gildir 100 millj­örðum króna. 

­Til­lögur hóps­ins til tak­mörk­unar á skattsvikum fólu meðal ann­ars  í sér fækkun á virð­is­auka­skatts­þrepum, lög­fest­ingu keðju­á­byrgðar og heim­ild til að setja kenni­tölu­flakk­ara í atvinnu­rekstr­ar­bann.

Var það mat starfs­hóps­ins að mis­mun­andi virð­is­auka­skatts­þrep sé meðal þess sem auki hvata til und­an­skota. Með fækkun á und­an­þágum og skatt­þrepum væri því hægt að eyða þeim hvata.

Einnig lagði hóp­ur­inn til að lög­festa reglur um keðju­á­byrgð, en þannig myndu verk­takar bera meiri ábyrgð á skilum opin­berra gjalda und­ir­verk­taka. Ásamt því mældi starfs­hóp­ur­inn með því að heim­ilt verði að setja ein­stak­linga í atvinnu­rekstr­ar­bann sem sýnt hafa af sér grófa og óverj­andi við­skipta­hætti sem stjórn­endur félaga. Þessar hug­myndir eru svip­aðar til­lögum SA og ASÍ sem kynntar voru fyrr í vik­unni, en sam­tökin vildu einnig heim­ila þriggja ára rekstr­ar­bann fyrir kenni­tölu­flakk­ara.  

Svo gæti farið að 10.000 og 5.000 króna seðlar gætu dottið úr umferð10.000 króna seð­ill­inn tek­inn úr umferð

Að lokum benti seinni starfs­hóp­ur­inn á mik­il­vægi tak­mörk­unar á reiðufjár­notkun til að tor­velda mögu­leika til skattaund­an­skota og pen­inga­þvætt­is. Í því skyni lagði hóp­ur­inn til að 10.000 króna seð­ill­inn verði tek­inn úr umferð sem fyrst, en í náinni fram­tíð verði 5.000 króna seð­ill­inn einnig fjar­lægð­ur.  

Aðrar til­lögur til þess að draga úr pen­inga­magni í umferð fela meðal ann­ars í sér hámark á greiðslur með reiðu­fé, auk skyldu vinnu­veit­enda að greiða laun með raf­rænu og rekj­an­legu greiðslu­fyr­ir­komu­lag­i. 

Til þess að vega á móti minnkun reiðu­fjár í umferð vildi hóp­ur­inn að hugað væri að því hvort almenn­ingur þurfi að hafa aðgang að raf­eyri eða ígildi debet­korts með lág­marks­kostn­aði, til dæmis með inni­stæðu­reikn­ingi hjá Seðla­bank­an­um. Seðla­bank­inn velti einmitt þessum mögu­leika fyrir sér fyrir tveimur vikum síð­an, eins og kom fram á Kjarn­anum.

Öllu hrundið í fram­kvæmd

Skatta­mál virð­ast vera fjár­mála­ráð­herra hug­leik­in, en á dög­unum und­ir­rit­aði hann alþjóð­legan samn­ing gegn skattaund­anskotum og skattsvikum með mis­notkun tví­skött­un­ar­samn­inga. Bene­dikt ætlar líka að láta kné fylgja kviði hjá til­lögum hópanna tveggja, en hann segir að þeim verði öllum hrundið í fram­kvæmd af ráðu­neyt­inu og stofn­unum þess. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hæfur til að meta hæfni þar til annað kemur í ljós
Eiríkur Tómasson, formaður dómnefndar um hæfni dómara, telur sig hæfan samkvæmt stjórnsýslulögum til að meta hæfni umsækjenda um embætti við Landsrétt, en árið 2017 var hann umsagnaraðili eins þeirra sem nú sækist eftir embættinu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Allir ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi milli mánaða
Píratar bæta verulega við sig milli mánaða í könnunum Gallup en Vinstri græn tapa umtalsverðu. Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Frá Beirút, þar sem gríðarlega öflug sprenging olli manntjóni og gríðarlegum skemmdum síðdegis í gær.
Rauði krossinn hefur neyðarsöfnun fyrir Beirút
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna sprenginganna sem urðu í Beirút höfuðborg Líbanons í gær. Forseti Íslands sendi forseta Líbanons samúðarkveðju sína og þjóðarinnar í dag.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Ásta Logadóttir, Jóhann Björn Jóhannsson, Kristinn Alexandersson og Ólafur Hjálmarsson
Ísland í dag – Nærri tveimur áratugum síðar
Kjarninn 5. ágúst 2020
Áhyggjur og kvíði „eðlilegar tilfinningar við óeðlilegar aðstæður“
Á upplýsingafundi almannavarna í dag fór Agnes Árnadóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar, yfir það hvað fólk gæti gert til að takast á við kvíða. Sóttvarnalæknir sagði kúrfuna í þessari bylgju vera svipaða þeirri síðustu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
190 þúsund símtæki með smitrakningarappið virkt
Á upplýsingafundi almannavarna biðlaði Alma D. Möller landlæknir til Íslendinga um að halda áfram að nota smitrakningarappið Rakning C-19.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar