Starfshópur stofnaður um útgáfu rafræns reiðufjár

Settur hefur verið á fót starfshópur innan Seðlabanka Íslands um útgáfu rafræns reiðufjár.

Rafvæðing reiðufjár gæti verið skammt undan, að sögn Seðlabankans
Rafvæðing reiðufjár gæti verið skammt undan, að sögn Seðlabankans
Auglýsing

Settur hefur verið á fót starfs­hópur innan Seðla­bank­ans um útgáfu raf­ræns reiðu­fjár. Nefndar eru þrjár mögu­legar leiðir við fram­kvæmd þess, en tekið er sér­stak­lega fram að það þýði ekki enda­lok hefð­bund­ins reiðu­fjár. Þetta kemur fram í nýjasta riti Fjár­mála­inn­viða

Sam­kvæmt Seðla­bank­anum hefur eng­inn seðla­banki tekið ákvörðun um að gefa út og veita almenn­ingi aðgang að seðla­bankaraf­eyri. Hins vegar er hugs­an­legt að af því geti orðið en með hvaða hætti sé erfitt að spá fyrir um. 

Auglýsing
Í rit­inu er fjallað um þrjár mögu­legar leiðir þess að gefa út raf­eyri:

  • Í fyrsta lagi gæti hann verið gef­inn út með svip­uðum hætti og sýnd­ar­gjald­mið­ill­inn Bitcoin, eða með dreifða færslu­skrá (e. distri­buted led­ger technology). Seðla­bankar í Hong Kong, Kanada og Englandi hafa þegar farið af stað með til­rauna­verk­efni í þessum efn­um. 
  • Í öðru lagi gæti raf­eyrir verið geymdur í ein­hvers konar raf­rænum veskjum (e. E-wal­lets). Þar yrði raf­eyr­inn nafn­laus og myndi ekki bera neina vexti, þannig að það gegni sama hlut­verki og reiðu­fé. Talið er að þessi útfærsla muni raska sem minnst virkri pen­inga­stefnu
  • Í þriðja lagi gæti raf­eyrir verið geymdur á skráðum greiðslu­reikn­ingi sem yrði áhættu­laus og að fullu tryggður af Seðla­bank­an­um. Þessi útfærsla felur í sér tals­verða áhættur af hálfu Seðla­bank­ans og vekur einnig spurn­ingar um hvort það ætti að vera hlut­verk hans að veita almenn­ingi láns­vexti

Enn á eftir að svara fjöl­mörgum spurn­ingum um áhrif þess m.a. á fram­kvæmd pen­inga­stefnu, fjár­mála­stöð­ug­leika, greiðslu­miðl­un­ar­kerfi, lagaum­hverfi, neyt­enda­vernd og efna­hags­reikn­ing seðla­banka. Settur hefur verið á fót starfs­hópur innan bank­ans til að meta áhrif áður­nefnda þátta og kosti og galla fyr­ir­komu­lags­ins. 

Sýnd­ar­gjald­miðlar ekki það sama og raf­eyrir

Seðla­bank­inn minn­ist á sér­stak­lega á sýnd­ar­gjald­miðla (e. Virtual cur­rency), en þeir telj­ist ekki sem raf­eyrir í laga­legum skiln­ingi þar sem sýnd­ar­gjald­miðlar bera ekki með sér kröfu á hendur skil­greindum útgef­enda. Við­skipti með sýnd­ar­gjald­miðla eru í sjálfu sér ekki ólög­leg en þau njóta heldur ekki verndar gild­andi laga um greiðslu­þjón­ustu, útgáfu og með­ferð raf­eyr­is. Enn fremur segir Seðla­bank­inn að sýnd­ar­gjald­miðlar beri fremur ein­kenni áhættu­fjár­fest­ingar en gjald­mið­ils þar sem verð­gildi er alls ótryggt frá einum tíma til ann­ar­s. 

Enda­lok reiðu­fjár?

Nokkur umræða skap­að­ist fyrr á þessu ári þegar Bene­dikt Jóhann­son, fjár­mála­ráð­herra, velti því fyrir sér á face­book-­síðu sinni hvort banna ætti að greiða út laun með reiðu­fé. Í kjöl­farið skip­aði ráð­herra nefnd sem hefur það hlut­verk að kanna mögu­leika á því að draga úr notkun reiðu­fjár hér á landi. Sam­kvæmt seðla­bank­anum myndi útgáfa raf­eyris þó ekki leiða til enda­loka reiðu­fjár á Íslandi. Í skýrsl­unni seg­ir: „Hver sem nið­ur­staðan verður mun hefð­bundið reiðufé (seðlar og mynt) lifa góðu lífi enn um sinn, eitt og sér eða í návist raf­eyris útgef­ins af seðla­banka.”Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent