Starfshópur stofnaður um útgáfu rafræns reiðufjár

Settur hefur verið á fót starfshópur innan Seðlabanka Íslands um útgáfu rafræns reiðufjár.

Rafvæðing reiðufjár gæti verið skammt undan, að sögn Seðlabankans
Rafvæðing reiðufjár gæti verið skammt undan, að sögn Seðlabankans
Auglýsing

Settur hefur verið á fót starfs­hópur innan Seðla­bank­ans um útgáfu raf­ræns reiðu­fjár. Nefndar eru þrjár mögu­legar leiðir við fram­kvæmd þess, en tekið er sér­stak­lega fram að það þýði ekki enda­lok hefð­bund­ins reiðu­fjár. Þetta kemur fram í nýjasta riti Fjár­mála­inn­viða

Sam­kvæmt Seðla­bank­anum hefur eng­inn seðla­banki tekið ákvörðun um að gefa út og veita almenn­ingi aðgang að seðla­bankaraf­eyri. Hins vegar er hugs­an­legt að af því geti orðið en með hvaða hætti sé erfitt að spá fyrir um. 

Auglýsing
Í rit­inu er fjallað um þrjár mögu­legar leiðir þess að gefa út raf­eyri:

  • Í fyrsta lagi gæti hann verið gef­inn út með svip­uðum hætti og sýnd­ar­gjald­mið­ill­inn Bitcoin, eða með dreifða færslu­skrá (e. distri­buted led­ger technology). Seðla­bankar í Hong Kong, Kanada og Englandi hafa þegar farið af stað með til­rauna­verk­efni í þessum efn­um. 
  • Í öðru lagi gæti raf­eyrir verið geymdur í ein­hvers konar raf­rænum veskjum (e. E-wal­lets). Þar yrði raf­eyr­inn nafn­laus og myndi ekki bera neina vexti, þannig að það gegni sama hlut­verki og reiðu­fé. Talið er að þessi útfærsla muni raska sem minnst virkri pen­inga­stefnu
  • Í þriðja lagi gæti raf­eyrir verið geymdur á skráðum greiðslu­reikn­ingi sem yrði áhættu­laus og að fullu tryggður af Seðla­bank­an­um. Þessi útfærsla felur í sér tals­verða áhættur af hálfu Seðla­bank­ans og vekur einnig spurn­ingar um hvort það ætti að vera hlut­verk hans að veita almenn­ingi láns­vexti

Enn á eftir að svara fjöl­mörgum spurn­ingum um áhrif þess m.a. á fram­kvæmd pen­inga­stefnu, fjár­mála­stöð­ug­leika, greiðslu­miðl­un­ar­kerfi, lagaum­hverfi, neyt­enda­vernd og efna­hags­reikn­ing seðla­banka. Settur hefur verið á fót starfs­hópur innan bank­ans til að meta áhrif áður­nefnda þátta og kosti og galla fyr­ir­komu­lags­ins. 

Sýnd­ar­gjald­miðlar ekki það sama og raf­eyrir

Seðla­bank­inn minn­ist á sér­stak­lega á sýnd­ar­gjald­miðla (e. Virtual cur­rency), en þeir telj­ist ekki sem raf­eyrir í laga­legum skiln­ingi þar sem sýnd­ar­gjald­miðlar bera ekki með sér kröfu á hendur skil­greindum útgef­enda. Við­skipti með sýnd­ar­gjald­miðla eru í sjálfu sér ekki ólög­leg en þau njóta heldur ekki verndar gild­andi laga um greiðslu­þjón­ustu, útgáfu og með­ferð raf­eyr­is. Enn fremur segir Seðla­bank­inn að sýnd­ar­gjald­miðlar beri fremur ein­kenni áhættu­fjár­fest­ingar en gjald­mið­ils þar sem verð­gildi er alls ótryggt frá einum tíma til ann­ar­s. 

Enda­lok reiðu­fjár?

Nokkur umræða skap­að­ist fyrr á þessu ári þegar Bene­dikt Jóhann­son, fjár­mála­ráð­herra, velti því fyrir sér á face­book-­síðu sinni hvort banna ætti að greiða út laun með reiðu­fé. Í kjöl­farið skip­aði ráð­herra nefnd sem hefur það hlut­verk að kanna mögu­leika á því að draga úr notkun reiðu­fjár hér á landi. Sam­kvæmt seðla­bank­anum myndi útgáfa raf­eyris þó ekki leiða til enda­loka reiðu­fjár á Íslandi. Í skýrsl­unni seg­ir: „Hver sem nið­ur­staðan verður mun hefð­bundið reiðufé (seðlar og mynt) lifa góðu lífi enn um sinn, eitt og sér eða í návist raf­eyris útgef­ins af seðla­banka.”Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Guðmundur Ragnarsson
Hvar eru störfin?
Kjarninn 4. mars 2021
Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Spútnik V komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu
Rússneska bóluefnið Spútnik V er komið í áfangamat hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu. Nýlegar niðurstöður sem voru birtar í Lancet gefa til kynna að bóluefnið veiti 91,6 prósent vörn gegn COVID-19 og sé laust við alvarlegar aukaverkanir.
Kjarninn 4. mars 2021
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar
Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.
Kjarninn 4. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
„Góðar líkur“ á að veiran hafi verið upprætt innanlands
Sóttvarnalæknir segir að þó að góðar líkur séu á því að veiran hafi verið upprætt innanlands sé nauðsynlegt að halda vöku sinni því aðeins eitt afbrigði, einn einstaklingur, getur sett faraldur af stað. 90 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi.
Kjarninn 4. mars 2021
Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn
Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent