Starfshópur stofnaður um útgáfu rafræns reiðufjár

Settur hefur verið á fót starfshópur innan Seðlabanka Íslands um útgáfu rafræns reiðufjár.

Rafvæðing reiðufjár gæti verið skammt undan, að sögn Seðlabankans
Rafvæðing reiðufjár gæti verið skammt undan, að sögn Seðlabankans
Auglýsing

Settur hefur verið á fót starfs­hópur innan Seðla­bank­ans um útgáfu raf­ræns reiðu­fjár. Nefndar eru þrjár mögu­legar leiðir við fram­kvæmd þess, en tekið er sér­stak­lega fram að það þýði ekki enda­lok hefð­bund­ins reiðu­fjár. Þetta kemur fram í nýjasta riti Fjár­mála­inn­viða

Sam­kvæmt Seðla­bank­anum hefur eng­inn seðla­banki tekið ákvörðun um að gefa út og veita almenn­ingi aðgang að seðla­bankaraf­eyri. Hins vegar er hugs­an­legt að af því geti orðið en með hvaða hætti sé erfitt að spá fyrir um. 

Auglýsing
Í rit­inu er fjallað um þrjár mögu­legar leiðir þess að gefa út raf­eyri:

  • Í fyrsta lagi gæti hann verið gef­inn út með svip­uðum hætti og sýnd­ar­gjald­mið­ill­inn Bitcoin, eða með dreifða færslu­skrá (e. distri­buted led­ger technology). Seðla­bankar í Hong Kong, Kanada og Englandi hafa þegar farið af stað með til­rauna­verk­efni í þessum efn­um. 
  • Í öðru lagi gæti raf­eyrir verið geymdur í ein­hvers konar raf­rænum veskjum (e. E-wal­lets). Þar yrði raf­eyr­inn nafn­laus og myndi ekki bera neina vexti, þannig að það gegni sama hlut­verki og reiðu­fé. Talið er að þessi útfærsla muni raska sem minnst virkri pen­inga­stefnu
  • Í þriðja lagi gæti raf­eyrir verið geymdur á skráðum greiðslu­reikn­ingi sem yrði áhættu­laus og að fullu tryggður af Seðla­bank­an­um. Þessi útfærsla felur í sér tals­verða áhættur af hálfu Seðla­bank­ans og vekur einnig spurn­ingar um hvort það ætti að vera hlut­verk hans að veita almenn­ingi láns­vexti

Enn á eftir að svara fjöl­mörgum spurn­ingum um áhrif þess m.a. á fram­kvæmd pen­inga­stefnu, fjár­mála­stöð­ug­leika, greiðslu­miðl­un­ar­kerfi, lagaum­hverfi, neyt­enda­vernd og efna­hags­reikn­ing seðla­banka. Settur hefur verið á fót starfs­hópur innan bank­ans til að meta áhrif áður­nefnda þátta og kosti og galla fyr­ir­komu­lags­ins. 

Sýnd­ar­gjald­miðlar ekki það sama og raf­eyrir

Seðla­bank­inn minn­ist á sér­stak­lega á sýnd­ar­gjald­miðla (e. Virtual cur­rency), en þeir telj­ist ekki sem raf­eyrir í laga­legum skiln­ingi þar sem sýnd­ar­gjald­miðlar bera ekki með sér kröfu á hendur skil­greindum útgef­enda. Við­skipti með sýnd­ar­gjald­miðla eru í sjálfu sér ekki ólög­leg en þau njóta heldur ekki verndar gild­andi laga um greiðslu­þjón­ustu, útgáfu og með­ferð raf­eyr­is. Enn fremur segir Seðla­bank­inn að sýnd­ar­gjald­miðlar beri fremur ein­kenni áhættu­fjár­fest­ingar en gjald­mið­ils þar sem verð­gildi er alls ótryggt frá einum tíma til ann­ar­s. 

Enda­lok reiðu­fjár?

Nokkur umræða skap­að­ist fyrr á þessu ári þegar Bene­dikt Jóhann­son, fjár­mála­ráð­herra, velti því fyrir sér á face­book-­síðu sinni hvort banna ætti að greiða út laun með reiðu­fé. Í kjöl­farið skip­aði ráð­herra nefnd sem hefur það hlut­verk að kanna mögu­leika á því að draga úr notkun reiðu­fjár hér á landi. Sam­kvæmt seðla­bank­anum myndi útgáfa raf­eyris þó ekki leiða til enda­loka reiðu­fjár á Íslandi. Í skýrsl­unni seg­ir: „Hver sem nið­ur­staðan verður mun hefð­bundið reiðufé (seðlar og mynt) lifa góðu lífi enn um sinn, eitt og sér eða í návist raf­eyris útgef­ins af seðla­banka.”Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent