Segja að ekki hafi verið hægt að virkja forkaupsrétt ríkisins á Arion banka

Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir að það hafi ekki verið hægt að virkja forkaupsrétt ríkisins á Arion banka og ganga inn í kaup vogunarsjóða á honum. Kjarninn birtir bréfaskriftir milli Kaupþings, ráðuneytisins og Seðlabankans.

Benedikt Jóhannesson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Benedikt Jóhannesson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Til­boð þriggja vog­un­ar­sjóða og banda­ríska fjár­fest­inga­bank­ans Gold­man Sachs í stóran hlut í Arion banka var sam­þykkt á stjórn­ar­fundum Kaup­þings ehf. og Kaup­skila ehf. þann 12. febr­úar 2017. Tveimur dögum síð­ar, 14. febr­ú­ar, barst fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu erindi um stað­fest­ingu á að salan myndi ekki valda nei­kvæðum áhrifum á fjár­mála­stöð­ug­leika eða stöð­ug­leika í geng­is- og pen­inga­mál­um. Ráðu­neytið svar­aði erind­inu 27. febr­úar og veitti þar umbeðna stað­fest­ingu. Það er mat fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins að kauptil­boðið upp­fyllti ekki þau skil­yrði sem kveðið var á um í samn­ingum um virkjun for­kaups­réttar rík­is­ins. Því gæti ríkið ekki gengið inn í kaup­in.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í minn­is­blaði frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu til efna­hags- og við­skipta­nefndar þar sem fyr­ir­spurn nefnd­ar­innar frá því í mars um nýt­ingu for­kaups­réttar rík­is­ins í tengslum við söl­una er svar­að.

Ekki var til­kynnt um söl­una opin­ber­lega fyrr en 19. mars 2017, en alls keypti vog­un­ar­sjóð­irnir og Gold­man Sachs 29,18 pró­sent hlut í Arion banka auk þess sem þeir eiga kaup­rétt á 21,9 pró­sent hlut.

Auglýsing

Kjarn­inn hefur fengið aðgang að bréfa­skriftum og gögnum vegna söl­unn­ar. Þau bréf og gögn sem um ræðir eru:

Bréf frá Kaup­þingi til Seðla­banka Íslands og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins 24. nóv­em­ber 2016.

Bréf frá Kaup­þingi til Seðla­banka Íslands og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins 14. febr­úar 2017.

Bréf fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins til Kaup­þings 27. febr­úar 2017.

Minn­is­blað frá skrif­stofu stjórn­unar og umbóta í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu vegna sölu Kaup­þings á hlutum í Arion banka 26. mars 2017.

Minn­is­blað fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins þar sem fyr­ir­spurn efna­hags- og við­skipta­nefndar í tengslum við sölu á hlut í Arion banka 20. júní 2017.

Seldu sjálfum sér Arion banka

Í mars var til­­kynnt að fjórir aðil­­ar, vog­un­­ar­­sjóð­irnir Taconic Capi­tal, Och-Ziff Capi­tal Mana­gement, Attestor Capi­tal og fjár­­­fest­inga­­bank­inn Gold­man Sachs hefðu keypt sam­tals 29,18 pró­­­sent hlut í Arion banka af Kaup­­­þingi á 48,8 millj­­­arða króna. Verðið sem greitt var fyrir er um 0,8 krónur á hverja krónu af bók­­­færðu eigin fé Arion banka.

Þegar samið var um stöð­u­­­leika­fram­lög setti íslenska ríkið inn ákvæði þess efnis að það gæti gengið inn í við­­­skipti með hluti í Arion banka ef gengið yrði lægra en 0,8 af bók­­­færðu eigin fé bank­ans. Í því sam­komu­lagi var líka samið um að Kaup­­­­­þing þurfi að selja hlut sinn í Arion banka fyrir árs­­­­­lok 2018. Ef það myndi ekki tak­­­­ast myndi rík­­­­­is­­­­­sjóður leysa bank­ann til sín.

Þeir aðilar sem keyptu hlut­inn í Arion banka eru líka stærstu eig­endur selj­and­ans, Kaup­þings. Sam­tals eiga þeir 66,31 pró­sent í félag­inu. Þeir voru því að selja sjálfum sér hlut­inn í Arion banka.

Minni­hluti nefndar gagn­rýndi málið harð­lega

Kaupin hafa verið tor­tryggð víða, meðal ann­ars af efna­hags- og við­skipta­nefnd. Hún hefur verið að kalla eftir svörum um ýmsa þætti máls­ins. Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að minni­hluti nefnd­ar­innar telji að Fjár­mála­eft­ir­litið þurfi að skýra betur rök­­stuðn­­ing sinn fyrir því að eng­inn nýrra hlut­hafa Arion banka fari með virkan eign­­ar­hlut í bank­an­­um. Minni­hlut­inn gagn­rýndi einnig í bókun sinni að Bene­dikt Jóhann­es­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Bjarni Bene­dikts­­son for­­sæt­is­ráð­herra hafi fagnað því opin­ber­­lega að seldir hefðu verið hlutir í Arion banka til ofan­­greindra aðila. Í bók­un­inni segir að það hafi þeir gert án þess að gera sér „grein fyrir því hverjir hinir nýju eig­endur væru eða hvort það kæmi betur út fyrir rík­­is­­sjóð að ganga inn í kaupin eða ekki. Það er afar gagn­rýn­is­vert að mati minni hluta nefnd­­ar­inn­­ar, einkum nú þegar mjög brýnt er að gagn­­sæi ríki í tengslum við sölu­­ferlið á Arion banka hf. til að auka traust og til­­­trú á íslensku fjár­­­mála­­kerfi og fjár­­­mála­­mark­aði.

Minni hlut­inn gagn­rýndi enn fremur að hafa ekki fengið full­nægj­andi gögn varð­andi stað­­fest mat fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra á því hvort kaup­verðið á hlutum í Arion banka hf. væri undir eða yfir því marki sem þyrfti til að virkja for­­kaups­rétt íslenska rík­­is­ins.“

Gerðu til­boð dag­inn fyrir birt­ingu árs­reikn­ings

Í minn­is­blaði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins, sem er dag­sett 20. júní og var sent til nefnd­ar­innar segir að ráðu­neytið hafi metið sem svo að það gæti ekki gengið inn í til­boð­ið.

Þar segir að til­boð sjóð­anna þriggja og Gold­man Sachs hafi verið samþykkt á stjórn­ar­fundum Kaup­þings ehf. og Kaup­skila ehf. 12. febr­úar 2017. Til­boðið hljóð­aði upp á 83,811 krónur á hlut miðað við síð­asta end­ur­skoð­aða árs­upp­gjör, sem var fyrir árið 2015. Óend­ur­skoðað upp­gjör Arion banka vegna fyrstu níu mán­aða árs­ins 2016 var haft til hlið­sjónar líka. Þar er bók­fært eigið fé 206,9 millj­arðar króna eða 103,5 krónur á hlut. Kaup­verðið var því 81 pró­sent af virði hvers hluta miðað við bók­fært eigið fé, eða 83,811 krónur á hlut.

Kaup­rétt­ur­inn (sem virk­að­ist ef virðið væri 80 pró­sent eða minna af bók­færðu eigin fé) hefði virkj­ast ef til­boðið hefði verið 77,1 krónur eða lægra. Til­boðið var því rétt yfir því sem til þurfti til að kaup­réttur rík­is­ins myndi virkj­ast.

Það sem hefur þótt athug­un­ar­vert við þetta er að til­boð sjóð­anna var sam­þykkt dag­inn áður en að end­ur­skoð­aður árs­reikn­ingur fyrir árið 2016 var birt­ur, en það gerð­ist 13. febr­úar 2017. Ef það hefði verið gert degi síðar hefði kaup­réttur rík­is­ins virkjast, því verðið hefði þá verið undir 80 pró­sent af bók­færðu fé Arion banka.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar