Segja að ekki hafi verið hægt að virkja forkaupsrétt ríkisins á Arion banka

Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir að það hafi ekki verið hægt að virkja forkaupsrétt ríkisins á Arion banka og ganga inn í kaup vogunarsjóða á honum. Kjarninn birtir bréfaskriftir milli Kaupþings, ráðuneytisins og Seðlabankans.

Benedikt Jóhannesson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Benedikt Jóhannesson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Til­boð þriggja vog­un­ar­sjóða og banda­ríska fjár­fest­inga­bank­ans Gold­man Sachs í stóran hlut í Arion banka var sam­þykkt á stjórn­ar­fundum Kaup­þings ehf. og Kaup­skila ehf. þann 12. febr­úar 2017. Tveimur dögum síð­ar, 14. febr­ú­ar, barst fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu erindi um stað­fest­ingu á að salan myndi ekki valda nei­kvæðum áhrifum á fjár­mála­stöð­ug­leika eða stöð­ug­leika í geng­is- og pen­inga­mál­um. Ráðu­neytið svar­aði erind­inu 27. febr­úar og veitti þar umbeðna stað­fest­ingu. Það er mat fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins að kauptil­boðið upp­fyllti ekki þau skil­yrði sem kveðið var á um í samn­ingum um virkjun for­kaups­réttar rík­is­ins. Því gæti ríkið ekki gengið inn í kaup­in.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í minn­is­blaði frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu til efna­hags- og við­skipta­nefndar þar sem fyr­ir­spurn nefnd­ar­innar frá því í mars um nýt­ingu for­kaups­réttar rík­is­ins í tengslum við söl­una er svar­að.

Ekki var til­kynnt um söl­una opin­ber­lega fyrr en 19. mars 2017, en alls keypti vog­un­ar­sjóð­irnir og Gold­man Sachs 29,18 pró­sent hlut í Arion banka auk þess sem þeir eiga kaup­rétt á 21,9 pró­sent hlut.

Auglýsing

Kjarn­inn hefur fengið aðgang að bréfa­skriftum og gögnum vegna söl­unn­ar. Þau bréf og gögn sem um ræðir eru:

Bréf frá Kaup­þingi til Seðla­banka Íslands og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins 24. nóv­em­ber 2016.

Bréf frá Kaup­þingi til Seðla­banka Íslands og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins 14. febr­úar 2017.

Bréf fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins til Kaup­þings 27. febr­úar 2017.

Minn­is­blað frá skrif­stofu stjórn­unar og umbóta í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu vegna sölu Kaup­þings á hlutum í Arion banka 26. mars 2017.

Minn­is­blað fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins þar sem fyr­ir­spurn efna­hags- og við­skipta­nefndar í tengslum við sölu á hlut í Arion banka 20. júní 2017.

Seldu sjálfum sér Arion banka

Í mars var til­­kynnt að fjórir aðil­­ar, vog­un­­ar­­sjóð­irnir Taconic Capi­tal, Och-Ziff Capi­tal Mana­gement, Attestor Capi­tal og fjár­­­fest­inga­­bank­inn Gold­man Sachs hefðu keypt sam­tals 29,18 pró­­­sent hlut í Arion banka af Kaup­­­þingi á 48,8 millj­­­arða króna. Verðið sem greitt var fyrir er um 0,8 krónur á hverja krónu af bók­­­færðu eigin fé Arion banka.

Þegar samið var um stöð­u­­­leika­fram­lög setti íslenska ríkið inn ákvæði þess efnis að það gæti gengið inn í við­­­skipti með hluti í Arion banka ef gengið yrði lægra en 0,8 af bók­­­færðu eigin fé bank­ans. Í því sam­komu­lagi var líka samið um að Kaup­­­­­þing þurfi að selja hlut sinn í Arion banka fyrir árs­­­­­lok 2018. Ef það myndi ekki tak­­­­ast myndi rík­­­­­is­­­­­sjóður leysa bank­ann til sín.

Þeir aðilar sem keyptu hlut­inn í Arion banka eru líka stærstu eig­endur selj­and­ans, Kaup­þings. Sam­tals eiga þeir 66,31 pró­sent í félag­inu. Þeir voru því að selja sjálfum sér hlut­inn í Arion banka.

Minni­hluti nefndar gagn­rýndi málið harð­lega

Kaupin hafa verið tor­tryggð víða, meðal ann­ars af efna­hags- og við­skipta­nefnd. Hún hefur verið að kalla eftir svörum um ýmsa þætti máls­ins. Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að minni­hluti nefnd­ar­innar telji að Fjár­mála­eft­ir­litið þurfi að skýra betur rök­­stuðn­­ing sinn fyrir því að eng­inn nýrra hlut­hafa Arion banka fari með virkan eign­­ar­hlut í bank­an­­um. Minni­hlut­inn gagn­rýndi einnig í bókun sinni að Bene­dikt Jóhann­es­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Bjarni Bene­dikts­­son for­­sæt­is­ráð­herra hafi fagnað því opin­ber­­lega að seldir hefðu verið hlutir í Arion banka til ofan­­greindra aðila. Í bók­un­inni segir að það hafi þeir gert án þess að gera sér „grein fyrir því hverjir hinir nýju eig­endur væru eða hvort það kæmi betur út fyrir rík­­is­­sjóð að ganga inn í kaupin eða ekki. Það er afar gagn­rýn­is­vert að mati minni hluta nefnd­­ar­inn­­ar, einkum nú þegar mjög brýnt er að gagn­­sæi ríki í tengslum við sölu­­ferlið á Arion banka hf. til að auka traust og til­­­trú á íslensku fjár­­­mála­­kerfi og fjár­­­mála­­mark­aði.

Minni hlut­inn gagn­rýndi enn fremur að hafa ekki fengið full­nægj­andi gögn varð­andi stað­­fest mat fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra á því hvort kaup­verðið á hlutum í Arion banka hf. væri undir eða yfir því marki sem þyrfti til að virkja for­­kaups­rétt íslenska rík­­is­ins.“

Gerðu til­boð dag­inn fyrir birt­ingu árs­reikn­ings

Í minn­is­blaði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins, sem er dag­sett 20. júní og var sent til nefnd­ar­innar segir að ráðu­neytið hafi metið sem svo að það gæti ekki gengið inn í til­boð­ið.

Þar segir að til­boð sjóð­anna þriggja og Gold­man Sachs hafi verið samþykkt á stjórn­ar­fundum Kaup­þings ehf. og Kaup­skila ehf. 12. febr­úar 2017. Til­boðið hljóð­aði upp á 83,811 krónur á hlut miðað við síð­asta end­ur­skoð­aða árs­upp­gjör, sem var fyrir árið 2015. Óend­ur­skoðað upp­gjör Arion banka vegna fyrstu níu mán­aða árs­ins 2016 var haft til hlið­sjónar líka. Þar er bók­fært eigið fé 206,9 millj­arðar króna eða 103,5 krónur á hlut. Kaup­verðið var því 81 pró­sent af virði hvers hluta miðað við bók­fært eigið fé, eða 83,811 krónur á hlut.

Kaup­rétt­ur­inn (sem virk­að­ist ef virðið væri 80 pró­sent eða minna af bók­færðu eigin fé) hefði virkj­ast ef til­boðið hefði verið 77,1 krónur eða lægra. Til­boðið var því rétt yfir því sem til þurfti til að kaup­réttur rík­is­ins myndi virkj­ast.

Það sem hefur þótt athug­un­ar­vert við þetta er að til­boð sjóð­anna var sam­þykkt dag­inn áður en að end­ur­skoð­aður árs­reikn­ingur fyrir árið 2016 var birt­ur, en það gerð­ist 13. febr­úar 2017. Ef það hefði verið gert degi síðar hefði kaup­réttur rík­is­ins virkjast, því verðið hefði þá verið undir 80 pró­sent af bók­færðu fé Arion banka.

Borgarstjóri: Óvissu eytt um borgarlínu og framkvæmdir hefjast 2020
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu og samkomulag sem á að tryggja fjármögnun borgarlínu.
Kjarninn 21. september 2018
Breytingar hafa leitt til verulega bætts árangurs peningastefnunnar
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmd peningastefnunnar hafi skilað miklum árangri.
Kjarninn 21. september 2018
Steinunn Þorvaldsdóttir
Afleitur handavandi
Kjarninn 21. september 2018
WOW air greiðir hærri vexti en önnur flugfélög
Bloomberg segir að vextirnir sem WOW air borgar vegna skuldabréfaútgáfu sinnar séu hærri en vextir í útboðum annarra evrópskra flugfélaga sem farið hafa fram á síðustu árum.
Kjarninn 21. september 2018
Birkir Hólm Guðnason
Birkir Hólm Guðnason nýr forstjóri Samskipa
Pálmar Óli Magnússon lætur af störfum sem forstjóri Samskipa og Birkir Hólm Guðnason tekur við.
Kjarninn 21. september 2018
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Ráðherra skipar stýri­hóp um mótun nýsköp­un­ar­stefnu fyrir Ísland
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur skipað stýrihóp um mótun heildstæðrar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Stefnan skal liggja fyrir ekki síðar en 1. maí næstkomandi.
Kjarninn 21. september 2018
Vilja þyrlupall á Heimaey
Fimm þingmenn hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er falið að gera ráðstafanir til að hanna og staðsetja þyrlupall á Heimaey til að auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja.
Kjarninn 21. september 2018
Helmingur landsmanna sækir fréttir af vefsíðum fréttamiðla
Samkvæmt nýrri könnun MMR sækja einungis 4 prósent Íslendinga helst fréttir í dagblöð en 9 prósent af samfélagsmiðlum.
Kjarninn 21. september 2018
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar