Segja að ekki hafi verið hægt að virkja forkaupsrétt ríkisins á Arion banka

Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir að það hafi ekki verið hægt að virkja forkaupsrétt ríkisins á Arion banka og ganga inn í kaup vogunarsjóða á honum. Kjarninn birtir bréfaskriftir milli Kaupþings, ráðuneytisins og Seðlabankans.

Benedikt Jóhannesson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Benedikt Jóhannesson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Til­boð þriggja vog­un­ar­sjóða og banda­ríska fjár­fest­inga­bank­ans Gold­man Sachs í stóran hlut í Arion banka var sam­þykkt á stjórn­ar­fundum Kaup­þings ehf. og Kaup­skila ehf. þann 12. febr­úar 2017. Tveimur dögum síð­ar, 14. febr­ú­ar, barst fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu erindi um stað­fest­ingu á að salan myndi ekki valda nei­kvæðum áhrifum á fjár­mála­stöð­ug­leika eða stöð­ug­leika í geng­is- og pen­inga­mál­um. Ráðu­neytið svar­aði erind­inu 27. febr­úar og veitti þar umbeðna stað­fest­ingu. Það er mat fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins að kauptil­boðið upp­fyllti ekki þau skil­yrði sem kveðið var á um í samn­ingum um virkjun for­kaups­réttar rík­is­ins. Því gæti ríkið ekki gengið inn í kaup­in.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í minn­is­blaði frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu til efna­hags- og við­skipta­nefndar þar sem fyr­ir­spurn nefnd­ar­innar frá því í mars um nýt­ingu for­kaups­réttar rík­is­ins í tengslum við söl­una er svar­að.

Ekki var til­kynnt um söl­una opin­ber­lega fyrr en 19. mars 2017, en alls keypti vog­un­ar­sjóð­irnir og Gold­man Sachs 29,18 pró­sent hlut í Arion banka auk þess sem þeir eiga kaup­rétt á 21,9 pró­sent hlut.

Auglýsing

Kjarn­inn hefur fengið aðgang að bréfa­skriftum og gögnum vegna söl­unn­ar. Þau bréf og gögn sem um ræðir eru:

Bréf frá Kaup­þingi til Seðla­banka Íslands og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins 24. nóv­em­ber 2016.

Bréf frá Kaup­þingi til Seðla­banka Íslands og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins 14. febr­úar 2017.

Bréf fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins til Kaup­þings 27. febr­úar 2017.

Minn­is­blað frá skrif­stofu stjórn­unar og umbóta í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu vegna sölu Kaup­þings á hlutum í Arion banka 26. mars 2017.

Minn­is­blað fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins þar sem fyr­ir­spurn efna­hags- og við­skipta­nefndar í tengslum við sölu á hlut í Arion banka 20. júní 2017.

Seldu sjálfum sér Arion banka

Í mars var til­­kynnt að fjórir aðil­­ar, vog­un­­ar­­sjóð­irnir Taconic Capi­tal, Och-Ziff Capi­tal Mana­gement, Attestor Capi­tal og fjár­­­fest­inga­­bank­inn Gold­man Sachs hefðu keypt sam­tals 29,18 pró­­­sent hlut í Arion banka af Kaup­­­þingi á 48,8 millj­­­arða króna. Verðið sem greitt var fyrir er um 0,8 krónur á hverja krónu af bók­­­færðu eigin fé Arion banka.

Þegar samið var um stöð­u­­­leika­fram­lög setti íslenska ríkið inn ákvæði þess efnis að það gæti gengið inn í við­­­skipti með hluti í Arion banka ef gengið yrði lægra en 0,8 af bók­­­færðu eigin fé bank­ans. Í því sam­komu­lagi var líka samið um að Kaup­­­­­þing þurfi að selja hlut sinn í Arion banka fyrir árs­­­­­lok 2018. Ef það myndi ekki tak­­­­ast myndi rík­­­­­is­­­­­sjóður leysa bank­ann til sín.

Þeir aðilar sem keyptu hlut­inn í Arion banka eru líka stærstu eig­endur selj­and­ans, Kaup­þings. Sam­tals eiga þeir 66,31 pró­sent í félag­inu. Þeir voru því að selja sjálfum sér hlut­inn í Arion banka.

Minni­hluti nefndar gagn­rýndi málið harð­lega

Kaupin hafa verið tor­tryggð víða, meðal ann­ars af efna­hags- og við­skipta­nefnd. Hún hefur verið að kalla eftir svörum um ýmsa þætti máls­ins. Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að minni­hluti nefnd­ar­innar telji að Fjár­mála­eft­ir­litið þurfi að skýra betur rök­­stuðn­­ing sinn fyrir því að eng­inn nýrra hlut­hafa Arion banka fari með virkan eign­­ar­hlut í bank­an­­um. Minni­hlut­inn gagn­rýndi einnig í bókun sinni að Bene­dikt Jóhann­es­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Bjarni Bene­dikts­­son for­­sæt­is­ráð­herra hafi fagnað því opin­ber­­lega að seldir hefðu verið hlutir í Arion banka til ofan­­greindra aðila. Í bók­un­inni segir að það hafi þeir gert án þess að gera sér „grein fyrir því hverjir hinir nýju eig­endur væru eða hvort það kæmi betur út fyrir rík­­is­­sjóð að ganga inn í kaupin eða ekki. Það er afar gagn­rýn­is­vert að mati minni hluta nefnd­­ar­inn­­ar, einkum nú þegar mjög brýnt er að gagn­­sæi ríki í tengslum við sölu­­ferlið á Arion banka hf. til að auka traust og til­­­trú á íslensku fjár­­­mála­­kerfi og fjár­­­mála­­mark­aði.

Minni hlut­inn gagn­rýndi enn fremur að hafa ekki fengið full­nægj­andi gögn varð­andi stað­­fest mat fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra á því hvort kaup­verðið á hlutum í Arion banka hf. væri undir eða yfir því marki sem þyrfti til að virkja for­­kaups­rétt íslenska rík­­is­ins.“

Gerðu til­boð dag­inn fyrir birt­ingu árs­reikn­ings

Í minn­is­blaði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins, sem er dag­sett 20. júní og var sent til nefnd­ar­innar segir að ráðu­neytið hafi metið sem svo að það gæti ekki gengið inn í til­boð­ið.

Þar segir að til­boð sjóð­anna þriggja og Gold­man Sachs hafi verið samþykkt á stjórn­ar­fundum Kaup­þings ehf. og Kaup­skila ehf. 12. febr­úar 2017. Til­boðið hljóð­aði upp á 83,811 krónur á hlut miðað við síð­asta end­ur­skoð­aða árs­upp­gjör, sem var fyrir árið 2015. Óend­ur­skoðað upp­gjör Arion banka vegna fyrstu níu mán­aða árs­ins 2016 var haft til hlið­sjónar líka. Þar er bók­fært eigið fé 206,9 millj­arðar króna eða 103,5 krónur á hlut. Kaup­verðið var því 81 pró­sent af virði hvers hluta miðað við bók­fært eigið fé, eða 83,811 krónur á hlut.

Kaup­rétt­ur­inn (sem virk­að­ist ef virðið væri 80 pró­sent eða minna af bók­færðu eigin fé) hefði virkj­ast ef til­boðið hefði verið 77,1 krónur eða lægra. Til­boðið var því rétt yfir því sem til þurfti til að kaup­réttur rík­is­ins myndi virkj­ast.

Það sem hefur þótt athug­un­ar­vert við þetta er að til­boð sjóð­anna var sam­þykkt dag­inn áður en að end­ur­skoð­aður árs­reikn­ingur fyrir árið 2016 var birt­ur, en það gerð­ist 13. febr­úar 2017. Ef það hefði verið gert degi síðar hefði kaup­réttur rík­is­ins virkjast, því verðið hefði þá verið undir 80 pró­sent af bók­færðu fé Arion banka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar