Hörð gagnrýni á sölu á hlut í Arion banka í bókun minnihluta

Fjármálaeftirlitið, fjármála- og efnahagsráðherra og forsætisráðherra eru gagnrýnd í bókun minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar vegna sölu á hlut í Arion banka til vogunarsjóða.

Arion banki verður að meirihluta í eigu þriggja vogunarsjóða og Goldman Sachs ef allir nýta sér kauprétt.
Arion banki verður að meirihluta í eigu þriggja vogunarsjóða og Goldman Sachs ef allir nýta sér kauprétt.
Auglýsing

Minni­hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar telur að Fjár­mála­eft­ir­litið þurfi að skýra betur rök­stuðn­ing sinn fyrir því að eng­inn nýrra hlut­hafa Arion banka, sem eru að mestu banda­rískir vog­un­ar­sjóð­ir, fari með virkan eign­ar­hlut í bank­an­um. Það mat eft­ir­lits­ins kom fram í svar­bréfi þess til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sem sent var 31. mars síð­ast­lið­inn.

Enn fremur telur minni hlut­inn að spurn­ingum í tengslum við tíma­línu sölu­ferl­is­ins sé enn ósvar­að, varð­andi það að til­boð um kaupin hafi verið sam­þykkt 13. febr­úar sl. en ekki upp­lýst um þau fyrr en 19. mars sl.“. Þetta kemur fram í bókun sem minni­hlut­inn gerði á fundi nefnd­ar­innar 13. júní síð­ast­lið­inn.

 

Auglýsing

Fjórir kaupa hluti í Arion banka af sjálfum sér

Í mars var til­kynnt að fjórir aðil­ar, vog­un­ar­sjóð­irnir Taconic Capi­tal, Och-Ziff Capi­tal Mana­gement, Attestor Capi­tal og fjár­fest­inga­bank­inn Gold­man Sachs hefðu keypt sam­tals 29,18 pró­­sent hlut í Arion banka af Kaup­­þingi á 48,8 millj­­arða króna. Verðið sem greitt var fyrir er um 0,8 krónur á hverja krónu af bók­­færðu eigin fé Arion banka.

Þegar samið var um stöð­u­­leika­fram­lög setti íslenska ríkið inn ákvæði þess efnis að það gæti gengið inn í við­­skipti með hluti í Arion banka ef gengið yrði lægra en 0,8 af bók­­færðu eigin fé bank­ans. Í því sam­komu­lagi var líka samið um að Kaup­­­­þing þurfi að selja hlut sinn í Arion banka fyrir árs­­­­lok 2018. Ef það myndi ekki tak­­­ast myndi rík­­­­is­­­­sjóður leysa bank­ann til sín.

Í við­­skipt­unum felst því að eig­endur ⅔ hluta Kaup­­þings voru að kaupa stóran hluta í Arion banka á eins lágu verði og mög­u­­legt var fyrir þá án þess að virkja ákvæði sem gerði íslenska rík­­inu kleift að ganga inn í kaup­in.

Til við­­bótar á þessi hópur kaup­rétt á 21,9 pró­­sent hlut í Arion banka til við­­bót­­ar. Nýti þeir hann, en lík­­­legt er að þeir geri það síðar á þessu ári, verða vog­un­­ar­­sjóð­irnir þrír og Gold­man Sachs beinir eig­endur að meiri­hluta í Arion banka.

Til að telj­ast virkur eig­andi í fjár­mála­fyr­ir­tæki þarf að eiga yfir tíu pró­sent hlut. Tveir kaup­end­anna, Taconic og Attestor, halda sem stendur á 9,99 pró­­sent hlut. Þeir hafa þó báðir óskað eftir því við Fjár­mála­eft­ir­litið að farið sé með þá sem virka aðila.

Þessir fjórir aðilar keyptu hlut­inn í Arion banka af Kaup­­þingi ehf. eiga líka sam­tals 66,31 pró­­sent hlut í Kaup­­þingi. Langstærsti ein­staki eig­andi Kaup­­þings eru sjóðir í stýr­ingu Taconic Capi­tal með 38,64 pró­­sent eign­­ar­hlut.  Næst stærsti eig­and­inn er lúx­em­borgískt félag tengd Och-Ziff Capi­tal Mana­gement Group með 14,21 pró­­sent eign­­ar­hlut. Þriðji stærsti hóp­­ur­inn eru sjóðir í stýr­ingu hjá Attestor Capi­tal, sem eiga 8,63 pró­­sent hlut. Fjár­­­fest­inga­­bank­inn Gold­man Sachs og sjóður í stýr­ingu hans eru síðan skráðir fyrir 4,83 pró­­sent hlut. Því er ljóst að sjóð­irnir voru að selja sjálfum sér hluti í Arion banka. Og beinn og óbeinn hlutur þeirra í bank­anum er sam­an­lagt mun hærri en sá hlutur sem keyptur var.

Einn eig­andi í rusl­flokki

Einn hinna nýja eig­enda í Arion, Och-Ziff, glímir við mikil vand­ræði og fjár­festar hafa verið að flýja með mikið fjár­magn úr stýr­ingu hjá sjóðnum á und­an­förnu. Láns­hæf­is­­mats­­fyr­ir­tæki hafa stað­­fest brest­ina hjá því. Dag­inn eftir að til­­kynnt var um kaup þess á hlut í Arion banka, þá var láns­hæf­is­ein­kunn fyr­ir­tæk­is­ins færð niður í rusl­­flokk af Stand­­ard & Poor´s.

Hinn 29. sept­­em­ber í fyrra var fyr­ir­tækið sektað um 213 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala, eða um 25 millj­­arða króna, eftir að upp komst um stór­­felld lög­­brot fyr­ir­tæk­is­ins í Afr­íku. Fyr­ir­tækið mút­­aði emb­ætt­is­­mönnum til að hagn­­ast sem mest á stöð­u­­tökum sín­um, meðal ann­­ars í Líb­­íu, Níger og Kongó. Það var dóms­­mála­ráðu­­neyti Banda­­ríkj­anna sem lagði sekt­ina á fyr­ir­tækið og sagði ákvörð­un­ina marka tíma­­mót. Banda­ríska alrík­­is­lög­reglan FBI er enn að rann­saka hluta þess­­ara glæpa, og ýmsar hliðar þeirra, ef marka má það sem fram kemur í yfir­­lýs­ing­unni frá því í sept­­em­ber.

Minni­hlut­inn bókar

Lilja Alfreðs­dótt­ir, vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, er einn þeirra þing­manna minni­hluta efna­hags- og við­skipta­nefndar sem setti fram bók­un­ina. Aðrir sem það gerðu voru Andrés Ingi Jóns­son, Oddný G. Harð­ar­dótt­ir, Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir og Smári McCarthy.

Lilja Alfreðsdóttir er einn þeirra þingmanna minnihlutans sem stendur að bókuninni. MYND: Birgir Þór HarðarsonLilja segir að rök­stuðn­ingur Fjár­mála­eft­ir­lits­ins fyrir því að eng­inn hinna nýju hlut­hafa í Arion banka fari með virkan eign­ar­hlut sé ein­fald­lega ekki nógu sterk­ur. „Ef horft er í gegnum eign­ar­haldið þá eru þeir líka hlut­hafar í Kaup­þingi, sem er líka eig­andi í bank­an­um.“

Hún segir að Fjár­mála­eft­ir­litið hafi upp­lýst efna­hags- og við­skipta­nefnd um að bæði Taconic Capi­tal og Attestor Capi­tal hafi þegar óskað eftir því að farið sé með þá sem virka eig­end­ur. „Það sem ég er að gera athuga­semd við er að þeir voru til­búnir til að segja á sínum tíma, og gefa út mat, sem ég er tor­tryggin á. mér finnst þeir ekki hafa rök­stutt það nægi­lega vel.“

Gagn­rýna ráð­herra

Í bókun minni­hlut­ans er líka gagn­rýnt að Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra hafi fagnað því opin­ber­lega að seldir hefðu verið hlutir í Arion banka til ofan­greindra aðila. Í bók­un­inni segir að það hafi þeir gert án þess að gera sér „grein fyrir því hverjir hinir nýju eig­endur væru eða hvort það kæmi betur út fyrir rík­is­sjóð að ganga inn í kaupin eða ekki. Það er afar gagn­rýni­vert að mati minni hluta nefnd­ar­inn­ar, einkum nú þegar mjög brýnt er að gagn­sæi ríki í tengslum við sölu­ferlið á Arion banka hf. til að auka traust og til­trú á íslensku fjár­mála­kerfi og fjár­mála­mark­aði.

Minni hlut­inn gagn­rýnir enn fremur að hafa ekki fengið full­nægj­andi gögn varð­andi stað­fest mat fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra á því hvort kaup­verðið á hlutum í Arion banka hf. væri undir eða yfir því marki sem þyrfti til að virkja for­kaups­rétt íslenska rík­is­ins.“

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar