Topp 10: Íþróttafélög á Íslandi

Íþróttafélög gegna afar mikilvægu hlutverki í samfélagi okkar, og þau eru líka mörg og ólík. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur tókst á við það ómögulega verkefni, að taka saman topp 10 lista yfir íslensk íþróttafélög.

Kristinn Haukur Guðnason
Sunna Davíðsdóttir
Auglýsing

Í fyr­ir­spurn til Íþrótta­sam­bands Íslands árið 2015 kom það fram að hér á landi væru starf­andi 516 íþrótta­fé­lög, eða u.þ.b. 1 félag á hverja 640 íbúa. Virkni þeirra og starf­semi er aftur á móti mis­mikil og flest eru þau bundin við eina ákveðna íþrótta­grein. Engu að síður er þetta ótrú­legur fjöldi félaga og má t.d. nefna að í Mývatns­sveit þar sem búa um 400 sálir eru 3 íþrótta­fé­lög. Áhugi, virkni, félaga­fjöldi og aðstaða er for­senda árang­urs og hér eru þau félög sem hafa skarað fram úr á Íslandi á síð­ast­liðnum 100 árum eða svo.

10. Breiða­blik

Ung­menna­fé­lagið Breiða­blik í Kópa­vogi (UBK) var stofnað árið 1950 en þá hafði verið mikil ládeyða í íþrótta­starfi bæj­ar­ins um langa hríð. Breiða­blik hefur lengst af verið þekkt sem góður upp­eld­is­klúbbur og lið þeirra hafa unnið ótal titla í yngri flokkum í knatt­spyrnu. Stjörnur eins og Gylfi Þór Sig­urðs­son og Alfreð Finn­boga­son hafa komið upp úr ung­linga­starfi Blika. En það hefur ekki skilað sér í meist­ara­flokk karla sem hefur rokkað milli deilda og aðeins unnið Íslands­meist­ara­tit­il­inn einu sinni (2010). Árangur kvenna­liðs­ins er hins vegar allt ann­ar. Kvenna­lið Blika hefur unnið 16 Íslands­meist­aratitla (mest allra) og á árunum 1979 til 2010 lenti liðið aðeins einu sinni neðar en 4. sæti, árið 1987 þegar þær féllu óvænt um deild. Árið 2007 komst liðið í 8-liða úrslit Evr­ópu­keppn­innar en töp­uðu þar fyrir verð­andi meist­urum Arsenal. Margar af bestu knatt­spyrnu­konum Íslands spil­uðu með Blikum á gull­ald­arárun­um, t.d. Olga Fær­seth og Ást­hildur Helga­dótt­ir. Blika­konur hafa einnig unnið einn titil í körfu­bolta, árið 1995. Í Kópa­vogi búa rúm­lega 33.000 manns. Breiða­blik er stað­sett í Smára­hverf­inu og fær stuðn­ing úr vest­ur­hluta bæj­ar­ins en HK úr aust­ur­hlut­an­um.

9. Mjölnir

Mjölnir sem sér­hæfir sig í bar­daga­í­þróttum opn­aði nýverið æfinga­að­stöðu í Öskju­hlíð­inni (gömlu Keilu­höll­inn­i). Félagið var stofnað árið 2005 og hefur starf­semi þess verið víðs vegar síðan þá, lengst af í Loft­kast­al­an­um. Hjá félag­inu er hægt að æfa t.d. hnefa­leika, kick­box og brasil­ískt jiu-jitsu en bland­aðar bar­daga­listir (MMA) er það sem hefur komið félag­inu á kort­ið. Stór þáttur í vel­gegni félags­ins er árangur Gunn­ars Nel­son, atvinnu­manns í MMA, og tengsl­anna við heims­meist­ar­ann Conor McGregor sem iðu­lega æfir hjá Mjölni. Fjöldi iðk­enda hefur rokið upp og telur nú um 1400 manns. Yngri stjörnur eru farnar að láta ljós sitt skína eins og t.d. Sunna Dav­íðs­dóttir sem hefur nú þegar unnið tvo bar­daga sem atvinnu­mað­ur. MMA kemst í reglu­lega í þjóð­mála­um­ræð­una (yf­ir­leitt eftir bar­daga Gunn­ars) og heyr­ast þá oft gagn­rýn­is­radd­ir. Íþróttin er eins og er ekki lög­leg hér á landi sem keppn­is­grein, en miðað við áhuga almenn­ings er lík­legt að það breyt­ist á næstu árum. Mjöln­is­menn sitja ekki einir að kötl­unum því stofnuð hafa verið MMA félög í Kópa­vogi (VBC) og á Akur­eyri (Fenrir).

Auglýsing8. Fram

Nokkrir ung­lings­piltar tóku sig saman og stofn­uðu knatt­spyrnu­fé­lagið Fram árið 1908. Liðið vann sinn fyrsta Íslands­meist­ara­titil 5 árum seinna án þess að spila leik. Vegna deilna um fyr­ir­komu­lag móts­ins var Fram eina liðið í deild­inni og ári seinna vörðu þeir tit­il­inn með sama hætti. Þó að Fram hafi fengið fyrstu titl­ana gef­ins voru þeir yfir­burða­lið á upp­hafs­árum Íslands­móts­ins og unnu alls 10 titla til árs­ins 1925. Alls hefur Fram unnið 18 titla en kvenna­liðið engan og hefur ekki verið í efstu deild í 30 ár. Kvenna­liðið í hand­knatt­leik er hins vegar það sig­ur­sælasta af öllum með 21 tit­il, þar af 13 á árunum 1974 til 1990. Til­raunir voru gerðar með körfuknatt­leik og blak en nú er þar starf­rækt blóm­leg taekwondo og skíða­deild. Fram var upp­runa­lega mið­bæj­ar­lið í Reykja­vík en árið 1972 fluttu þeir í Safa­mýr­ina. Laug­ar­dal­ur­inn og Bústaða­hverfið hafa verið bæki­stöðvar Fram­ara en þeir hafa þurft að deila svæðinu með Þrótti og Vík­ingi. Það hefur staðið til að flytja liðið austur í Graf­ar­holt (íbúa­fjöldi ca 7.000) og félagið hefur þegar komið þar upp íþrótta­skóla.

7. Kefla­vík

Ung­menna­fé­lag Kefla­víkur (UM­FK) var stofnað árið 1929 og Knatt­spyrnu­fé­lag Kefla­víkur (KFK) árið 1950. Frá árinu 1956 kepptu liðin undir fána Íþrótta­banda­lags Kefla­víkur (ÍBK) og núver­andi félag var stofnað árið 1994 við sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga á norð­an­verðu Reykja­nesi. Karla­liðið í knatt­spyrnu átti sinn stór­veld­is­tíma á sjö­unda og átt­unda ára­tugnum þegar það vann 4 titla en félagið er fyrst og fremst þekkt fyrir körfuknatt­leik. Á upp­hafs­árum körfuknatt­leiks­deild­ar­innar í kringum 1950 voru starfs­menn Kefla­vík­ur­flug­vallar öfl­ug­astir og 40 árum síðar hófst sig­ur­ganga ÍBK. Karla­liðið hefur nú unnið alls 9 Íslands­meist­aratitla og kvenna­liðið 16 titla (mest allra liða). Erki­fj­end­urnir af Suð­ur­nesjum, Njarð­vík og Grinda­vík, hafa þó veitt þeim mikla sam­keppni síð­ustu ára­tugi. Íþrótta og ung­menna­fé­lag Kefla­víkur starf­rækir fleiri deildir s.s. í blaki, fim­leikum og sundi. Þá er skot­fim­ideildin þeirra ákaf­lega sterk. Í Reykja­nesbæ búa rúm­lega 15.000 manns en Í Kefla­vík sjálfri rúm­lega 8.000.

6. ÍBV

Hart var barist þegar knatt­spyrnu­liðin Þór og Týr tók­ust á í Vest­manna­eyjum um ára­tuga skeið. En leik­menn sneru bökum saman þegar þeir öttu kappi við land­krabbana. Árin 1903 til 1945 hét sam­eig­in­legt lið þeirra Knatt­spyrnu­fé­lag Vest­manna­eyja (KV) en eftir stríð hét það Íþrótta­banda­lag Vest­manna­eyja (ÍBV). ÍBV er banda­lag margra smærri íþrótta­fé­laga (sund, golf, blak o.fl.) en knatt­spyrnu­fé­lögin tvö voru lögð niður árið 1996. Knatt­spyrna er það sem Eyja­menn eru lang­þekkt­astir fyr­ir. Í þrí­gang hefur karla­liðið hampað Íslands­meist­aratitl­in­um, þar af tvö ár í röð 1997 og 1998. Her­mann Hreið­ars­son og Mar­grét Lára Við­ars­dóttir eru meðal lands­þekktra leik­manna úr Eyj­um. Þá spil­aði David Moyes, fyrrum stjóri Everton og Manchester United með lið­inu sum­arið 1978 og David James, fyrrum lands­liðs­mark­vörður Eng­lands, sum­arið 2013. Sig­ur­sælasta lið ÍBV er þó kvenna­liðið í hand­knatt­leik sem varð meist­ari í fjórgang á árunum 2000 til 2006. Hinn góða árangur Eyja­manna má að miklu leyti þakka stuðn­ings­mönn­un­um. Í Eyjum búa aðeins rúm­lega 4.000 manns en ákaf­lega góð mæt­ing er á alla leiki ÍBV, bæði í Eyjum og uppi á landi.5. ÍA

Knatt­spyrnu­hefð Skaga­manna er hálf­ó­trú­leg í ljósi þess að ein­ungis tæp­lega 7.000 manns búa í bæn­um. “Skaga­menn skor­uðu mörk­in” og “gulir og glað­ir” eru hug­tök sem flestir lands­menn þekkja. Liðið hefur einnig löngum verið það við­kunn­an­leg­asta frá sjón­ar­hóli hlut­lausra. Liðið var stofnað árið 1946 þegar Knatt­spyrnu­fé­lag Akra­ness (KA) og Knatt­spyrnu­fé­lagið Kári sam­ein­uð­ust undir merkjum Íþrótta­banda­lags Akra­ness (ÍBA). 40 árum seinna voru þau að fullu sam­einuð í ÍA. Skag­inn varð fyrsta liðið utan Reykja­víkur til að vinna Íslands­meist­ara­tit­il­inn árið 1951. Þrenn gull­ald­ar­skeið runnu svo upp á Akra­nesi á sjötta, átt­unda og tíunda ára­tugn­um. Liðið hefur alls unnið 18 Íslands­meist­aratitla í karla­flokki, þar af 5 í röð 1992-1996, og 3 í kvenna­flokki. Sumir segja að árangrinum sé krefj­andi æfingum á Langa­sandi að þakka. Knatt­spyrna er þó ekki það eina sem Skaga­menn stunda. ÍA býður m.a. upp á körfuknatt­leik, blak, kraft­lyft­ing­ar, keilu og hnefa­leika. Þá er ein­stak­lega sterk sund­deild á staðn­um.

4. Stjarnan

Ung­menna­fé­lagið Stjarn­an, sem stofnuð var árið 1960 í Garða­bæ, var lengi vel félag sem gerði ekki mik­inn usla í íslensku íþrótta­lífi. En á síð­ustu árum hefur orðið alger sprengja í starf­inu hjá þeim og árang­ur­inn sést hjá þeim liðum teflt er fram. Í knatt­spyrnu hefur kvenna­liðið þeirra unnið 4 titla á síð­ustu 6 árum. Karla­liðið vann sinn fyrsta titil árið 2014 eftir fræk­inn sigur gegn FH í Kaplakrika í loka­um­ferð­inni þar sem sig­ur­markið kom í upp­bót­ar­tíma. Þetta sama ár fór liðið langt í Evr­ópu­deild­inni og spil­aði m.a. við stór­liðið Inter Mil­an. Á leið­inni lærðu þeir hið fræga vík­inga­klapp af stuðn­ings­mönnum skoska liðs­ins Motherwell. Þá hefur kvenna­lið Stjörn­unnar í hand­knatt­leik unnið alls 7 Íslands­meist­aratitla. Fram­tíðin er björt því að í dag er félagið það eina á land­inu sem á lið í efstu deild í knatt­spyrnu, hand­knatt­leik og körfuknatt­leik, bæði í karla­flokki og kvenna­flokki. Félagið skartar einnig sterkri fim­leika­deild sem hefur unnið ótal titla. Í Garðabæ búa nú rúm­lega 15.000 manns. Bróð­ur­part­ur­inn af bænum styður Stjörn­una en um 2.500 búa á Álfta­nesi sem hefur eigið ung­menna­fé­lag.

3. Valur

Fót­bolta­fé­lag KFUM, seinna Val­ur, var stofnað árið 1911 fyrir til­stuðlan sér Frið­riks Frið­riks­son­ar. Félagið hóf göngu sína í vest­ur­bænum en árið 1939 sett­ust Vals­menn að við rætur Öskju­hlíð­ar. Starfið hefur að mestu leyti verið bundið við bolta­í­þrótt­irnar en til­raunir hafa verið gerðar með aðrar grein­ar, s.s. skíði og bad­mint­on. Vals­menn eiga sam­an­lagt 30 titla í knatt­spyrnu karla og kvenna og mesti stór­veld­is­tími karla­liðs­ins var á árunum 1930-1945 þegar liðið vann 11 titla. Valur er þó frekar þekkt fyrir hand­knatt­leikslið sín. Kvenna­lið þeirra vann 10 titla árin 1964-1975 og karla­liðið hefur unnið alls 22 titla, fleiri en nokk­urt annað félag. Valsliðið á tíunda ára­tugnum sem inni­hélt m.a. Ólaf Stef­áns­son, Geir Sveins­son og Dag Sig­urðs­son er oft talið það besta í sög­unni. Körfu­bolta­starfið hefur setið eftir en engu að síður hefur Valur orðið meist­ari í tvígang í karla­flokki. Hjarta Vals er í hlíðunum en mið­bær­inn telst einnig vera svæði þeirra að mestu. Alls búa um 20 þús­und manns á svæð­inu.2. FH

Það var að und­ir­lagi Hall­steins Hin­riks­sonar íþrótta­kenn­ara að Fim­leika­fé­lag Hafn­ar­fjarðar (FH) var stofnað árið 1929 sem klofn­ingur úr hinu nú horfna Íþrótta­fé­lagi Hafn­ar­fjarðar (ÍH). Auk fim­leika var lögð áhersla á frjálsar íþróttir í upp­hafi. Fim­leika­starfið dó út (og var yfir­tekið af kvenna­fé­lag­inu Björk) en félagið hélt þó nafn­inu af sögu­legum ástæð­um. Þess í stað varð hand­knatt­leikur flagg­skip félags­ins. Með kempur á borð við Geir Hall­steins­son, Krist­ján Ara­son og Þor­gils Óttar Mathiesen í far­ar­broddi vann liðið 16 Íslands­meist­aratitla í karla­flokki auk þriggja í kvenna­flokki. Karla­liðið í knatt­spyrnu var mik­ill eft­ir­bátur framan af og komst ekki í efstu deild fyrr en árið 1979. Mikið gull­ald­ar­skeið rann hins vegar í garð í upp­hafi 21. ald­ar­innar og hefur liðið nú unnið 8 Íslands­meist­aratitla á 13 árum. Sam­fara því hefur frjáls­í­þrótta­deildin vaxið gríð­ar­lega og er nú sú sterkasta á landinu. Í Hafn­ar­firði búa nú um 28 þús­und manns og FH er stað­sett í norð­ur­hluta bæj­ar­ins en erki­fj­end­urnir Hauk­arnir í suðr­inu.

1. KR

Knatt­spyrnu­fé­lag Reykja­víkur (KR) er það lið sem fólk annað hvort elskar eða hat­ar, senni­lega vegna árang­urs­ins. Það var stofnað árið 1899 sem Fót­bolta­fé­lag Reykja­víkur (FR) og voru krýndir fyrstu Íslands­meist­ar­arnir í knatt­spyrnu karla árið 1912. Síðan hafa þeir unnið alls 26 deild­ar­titla, fleiri en nokkuð annað félag, auk 6 titla í kvenna­flokki. Þó runnu upp 30 titla­laus ár milli 1968 og 1999. Vert er að nefna að KR hefur spilað gegn báðum bítla­borg­ar­fé­lög­un­um, Liver­pool og Everton, í Evr­ópu­keppni. KR er auk þess sterkasta körfuknatt­leiks­fé­lag lands­ins með 16 titla í karla­flokki, þar af síð­ustu 4, og 14 í kvenna­flokki. Hand­knatt­leiks­deildin hefur verið mik­ill eft­ir­bátur en félagið er sterkt á mörgum öðrum svið­um. Má þar helst nefna frjálsar íþróttir og glímu þar sem hinn goð­sagna­kenndi Sig­tryggur Sig­urðs­son keppti undir fána KR. Félagið hefur aðsetur í vest­urbæ Reykja­víkur þar sem um 17.000 manns búa og er það vin­sælasta á öllu land­inu. Hinar frægu hvítu og svörtu rendur félags­ins voru fengnar að láni frá enska knatt­spyrnu­lið­inu Newcastle United.

Meira úr sama flokkiFréttaskýringar