Staða Swipp var alltaf ljós

Elsa Ágústsdóttir, markaðsstjóri Reiknistofu bankanna, segir stöðu Swipp alltaf hafa verið ljósa þegar samstarfið var undirritað, en fyrirtækið skráði sig í slitameðferð í fyrra.

Swipp er danskt fjármálafyrirtæki sem býður upp á nýja tæknilausn í greiðslumiðlun.
Swipp er danskt fjármálafyrirtæki sem býður upp á nýja tæknilausn í greiðslumiðlun.
Auglýsing

Elsa Ágústsdóttir, markaðsstjóri Reiknistofu bankanna, segir stöðu Swipp alltaf hafa verið ljósa þegar samstarfið var undirritað. RB samdi við Swipp þann 22. Júní, en félagið var í slitameðferð í fyrra og hefur fært alla viðskiptavini sína inn í annað félag. 

Félagið Swipp hóf slitaferli í lok síðasta árs þegar eigendur þess höfðu ákveðið að félagið myndi hætta að starfa sem greiðsluþjónustuveitandi. „Nýlega ákváðu hins vegar eigendur Swipp að taka félagið úr afskráningarferli og breyta viðskiptamódelinu, enda hafi komið í ljós að mikill áhugi væri á undirliggjandi tækni á öðrum mörkuðum.“ Rekstrarfyrirkomulag fyrirtækisins hefur þó breyst, en Swipp er bara með söluskrifstofu í dag.

Aðspurð af hverju RB sé að taka í notkun lausn sem danskir bankar ákváðu ekki að nota segir Elsa hana aðallega vera vegna þess að hversu hratt sé hægt að aðlaga hana að íslenskum markaði. Hún sé einnig hönnuð frá upphafi með það í huga að hún geti þjónustað mörg fjármálafyrirtæki í einu. Ástæða þess að dönsku bankarnir hafi hætt við samstarf við Swipp sé sú að allir danskir bankar ákváðu að sameinast um eina greiðslulausn á seinasta ári, en samkeppnisfyrirtæki SwippMobilePay, hafi verið valið í staðinn fyrir Swipp

Auglýsing

Elsa segir stöðu Swipp alltaf hafa verið ljósa og samningurinn sem gerður var fyrir helgi hafi verið góður fyrir báða aðila. 

Kjarninn birti frétt fyrr í dag þar sem ranglega var haldið fram að Swipp væri gjaldþrota félag. Raunin er hins vegar sú að það hafi verið í slitameðferð, en fréttin hefur nú verið uppfærð. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Vikurnáman yrði austan við Hafursey á Mýrdalssandi.
Vörubílar myndu aka 120 ferðir á dag með Kötluvikur
„Þetta er ekkert smáræði og ég held að menn átti sig engan veginn á því hvað þetta er mikið umfang,“ segir Guðmundur Oddgeirsson, bæjarfulltrúi í Ölfusi, um fyrirhugaða vikurnámu á Mýrdalssandi og flutninga á efninu til Þorlákshafnar.
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent