Fjölgun útlendinga eykur ekki byrðar á félagslega kerfinu

Útlendingum fjölgar hratt á Íslandi. Á sama tíma dregst kostnaður vegna félagslegar fjárhagsaðstoðar og greiðslu atvinnuleysisbóta saman. Engin tengsl virðast til staðar milli fjölgun útlendinga og aukins fjárhagslegs álags á félagslega kerfið.

img_2660_raw_1807130320_10016440385_o.jpg
Auglýsing

Þeim heim­ilum sem þáðu fjár­hags­að­stoð sveit­ar­fé­laga á árinu 2016 fækk­aði um 16,3 pró­sent frá árinu áður. Slíkum hefur fækkað á hverju ári frá árinu 2013. Alls lækk­uðu útgjöld vegna fjár­hags­að­stoðar um 792 millj­ónir króna á síð­asta ári, eða um 17,6 pró­sent. Þetta kemur fram í hag­tölum sem Hag­stofa Íslands birti í síð­ustu viku. Í rík­is­reikn­ingi sem birtur var fyrr í þessum mán­uði kemur enn fremur fram að útgjöld rík­is­sjóðs vegna greiðslu atvinnu­leys­is­bóta lækk­uðu um 1,5 millj­arða króna í fyrra og 2,5 millj­arða króna árið á und­an.   

Á sama tíma fjölgar þeim útlend­ingum sem flytja til Íslands gríð­ar­lega hratt. Í byrjun árs 2013 voru erlendir rík­is­borg­arar á Íslandi 21.910 tals­ins en eru nú 31.470.  Þeim hefur því fjölgað um tæp­lega tíu þús­und á örfáum árum og eru nú 9,3 pró­sent lands­manna.

Sam­kvæmt þessu er engin fylgni milli þess að útlend­ingum hér­lendis fjölgi og aukn­ingu á fjár­hags­að­stoð hins opin­bera. Útlend­ingar virð­ast koma til Íslandi til þess að vinna.

Auglýsing

Flestir í Efra-Breið­holti, sára­fáir í Garðabæ

Á síð­asta ári einu saman fluttu hingað til lands 7.859 erlendir rík­is­borg­arar en 3.644 slíkir fóru frá land­inu. Það þýðir að erlendum rík­is­borg­urum fjölg­aði um 4.215 á árinu 2016. Í Morg­un­blað­inu í gær kom fram að Vinnu­mála­stofnun áætl­aði að um fjögur þús­und manns muni koma erlendis frá í gegnum starfs­manna­leigur eða sem útsendir starfs­menn á þessu ári.  

Í ágúst í fyrra  greindi Kjarn­inn frá því að erlendir rík­­is­­borg­­arar væru orðnir yfir tíu pró­­­sent þeirra sem greiða skatta á Íslandi. Rúm­­­lega annar hver nýr skatt­greið­andi hér­­­­­lendis á síð­­­­­ustu árum hefur komið erlendis frá og á árinu 2015 einu saman voru 74,4 pró­­­sent allra nýrra skatt­greið­enda erlendir rík­­­is­­­borg­­­ar­­­ar. Það þýðir að þrír af hverjum fjórum sem bætt­ist við skatt­grunn­­­skrá lands­ins í fyrra voru erlendir rík­­­is­­­borg­­­arar en einn af hverjum fjórum var íslenskur rík­­­is­­­borg­­­ari.

Lang­flestir útlend­ingar sem búa á Íslandi búa í höf­uð­borg­inni Reykja­vík. Þar búa 12.990 erlendir rík­is­borg­arar og eru þeir 10,5 pró­sent íbúa henn­ar. Flestir þeirra búa í Breið­holt­inu, en inn­flytj­endur eru 29,2 pró­sent íbúa Efra-Breið­holts og 22,3 pró­sent íbúa í Bakka­hverf­inu.

Útlend­ingar eru hins vegar sjald­séð­ari í sumum bæj­ar­fé­lögum en öðr­um. Í Garða­bæ, þar sem búa t.d. 15.410 manns, eru ein­ungis 580 erlendir rík­is­borg­ar­ar. Það þýðir að 3,7 pró­sent íbúa Garða­bæjar eru með erlent rík­is­fang. Það er mark­tækt mun lægra hlut­fall en hjá hinum stóru sveit­ar­fé­lög­unum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Í Hafn­ar­firði eru erlendir rík­is­borg­arar 8,8 pró­sent íbúa og í Kópa­vogi 7,7 pró­sent.

Verða fjórð­ungur lands­manna

Hag­­stofan birti í lok júní í fyrra nýja mann­­fjölda­­spá sem nær til árs­ins 2065. Í mið­­spá stofn­un­­ar­innar var gert ráð fyrir að Íslend­ingar væru orðnir 442 þús­und í lok spá­­tíma­bils­ins, en þeir eru nú 340 þús­und.

Sam­­­kvæmt spánni munu fleiri flytja til lands­ins en frá því næstu hálfu öld­ina. Þar sagði: „­Fjöldi aðfluttra verður meiri en brott­­­­fluttra á hverju ári, fyrst og fremst vegna erlendra inn­­­­flytj­enda. Íslenskir rík­­­­is­­­­borg­­­­arar sem flytja frá land­inu munu halda áfram að vera fleiri en þeir sem flytja til lands­ins.“

Gangi spá Hag­stof­unnar eftir verða erlendir rík­is­borg­arar orðnir 107 þús­und tals­ins árið 2065, eða um fjórð­ungur þjóð­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent