OECD vill auka skattlagningu á ferðaþjónustu

OECD leggur til að undanþágu á virðisaukaskatti innan ferðaþjónustunnar verði afnumin, samkvæmt nýrri úttekt samtakanna um Ísland.

Urban Sila, Douglas Sutherland og Mari Kiviniemi frá OECD ásamt Benedikt Sigurðssyni.
Urban Sila, Douglas Sutherland og Mari Kiviniemi frá OECD ásamt Benedikt Sigurðssyni.
Auglýsing

OECD leggur meðal ann­ars til að afnema und­an­þágur á virð­is­auka­skatts­hlut­fall ferða­þjón­ust­unnar í nýbirtri skýrslu sinni um Ísland. Þetta kom fram á blaða­manna­fundi Mari Kiviniemi, að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóra OECD, og Bene­dikt Jóhann­essyni, fjár­mála­ráð­herra, fyrr í dag.

Á blaða­manna­fund­inum kynnti OECD nið­ur­stöður sínar úr skýrslu um efna­hags­á­standið á Íslandi, sem fram­kvæmd er á tveggja ára fresti. Meg­in­nið­ur­stöður voru þær að aðstæður á Íslandi væru heilt yfir góð­ar, þótt hætta væri á ofhitnun í hag­kerf­in­u. 

Mari sagði stór­merki­legur við­snún­ingur hafa átt sér stað á Íslandi. Hag­vöxtur hér á landi sé sá mesti meðal allra OECD-landa, meðal ann­ars vegna jákvæðra ytri aðstæðna og gríð­ar­legum vexti í ferða­manna­iðn­að­in­um. Lífs­skil­yrð­i ­séu hærri nú en í góð­ær­inu fyrir hrun og jafn­framt hafi jöfn­uður hald­ist mik­ill sam­hliða vext­in­um.

Íslend­ingar hafi náð að lækka skulda­stöðu sína gríð­ar­lega mik­ið, gjald­eyr­is­höft­unum hafi verið aflétt og nú sé hreina fjár­fest­inga­staðan okkar orðin jákvæð, þannig að við séum byrjuð að greiða niður skuldir í stað þess að safna þeim. 

Auglýsing
Hætta á ofhitnun

Hins vegar væru margar áskor­anir fram und­an, til dæmis sé nauð­syn­legt að Íslend­ingar vinni meira í átt að sjálf­bærum hag­vexti. Und­an­farin ár hafi verið útgjalda­aukn­ing í  fjár­málum hins opin­bera, en draga ætti úr henni þar sem hún geti stuðlað að ofhitnun í hag­kerf­inu. Pen­inga­stefna þurfi einnig að vera í stakk búin til að bregð­ast við auknum verð­bólgu­vænt­ingum þar sem ört hækk­andi hús­næð­is­verð auki spennu í vísi­tölu neyslu­verðs. 

Verð­bólga hafi verið lág á síð­ustu mán­uð­um, en sögu­lega hafi vænt­ingar um verð­bólgu verið miklar á Íslandi og því við­búið að hún geti hækk­að. Einnig sé hætta á óstöð­ugu inn­flæði fjár­magns vegna mik­ils vaxta­munar við útlönd, og mælir hóp­ur­inn með aðgerðum til varnar þeirri þró­un.

Ráð­legg­ingar OECD-hóps­ins svipa mjög til nið­ur­staðna úr nýlegri skýrslu AGS um efna­hags­á­standið á Íslandi, en þar var einnig varað við ofhitnun hag­kerf­is­ins. 

Úrbætur í ferða­manna­iðn­að­inum

Eitt meg­in­at­riða í OECD-­skýrsl­unni var þó ferða­manna­iðn­að­ur­inn, en hóp­ur­inn taldi mikla þörf á upp­bygg­ing­u ­sjálf­bærs og opins vaxtar iðn­að­ar­ins. Hóp­ur­inn leggur til þverpóli­tískrar sam­vinnu auk fjölda­tak­markanna og inn­viða­fjár­fest­inga á við­kvæmum stöð­u­m. 

Var það mat hóps­ins að afnema ætti skattaí­viln­anir á ferða­þjón­ustu og færa hana í almennt þrep virð­is­auka­skatts. Mari Kiviniemi minnt­ist á að slíkar skattaí­viln­anir væru til staðar í mörgum löndum á þeim grund­velli að gagn­ast fátæk­um. Sá rök­stuðn­ingur gildir hins vegar ekki um Ísland og því ætti að afnema skattaund­an­þág­unn­i. 

Einnig bæt­ir Dou­glas Suther­land, með­lim­ur OECD-hóspins, við að virð­is­auka­skattur sé í eðli sínu mjög hag­kvæm­ur. Til langs tíma væri hækkun virð­is­auka­skatts jákvæð miðað við aðra skatt­lagn­ingu, en hún sé einnig mik­il­væg til að koma í veg fyrir hol­lensku veik­ina.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent