OECD vill auka skattlagningu á ferðaþjónustu

OECD leggur til að undanþágu á virðisaukaskatti innan ferðaþjónustunnar verði afnumin, samkvæmt nýrri úttekt samtakanna um Ísland.

Urban Sila, Douglas Sutherland og Mari Kiviniemi frá OECD ásamt Benedikt Sigurðssyni.
Urban Sila, Douglas Sutherland og Mari Kiviniemi frá OECD ásamt Benedikt Sigurðssyni.
Auglýsing

OECD leggur meðal ann­ars til að afnema und­an­þágur á virð­is­auka­skatts­hlut­fall ferða­þjón­ust­unnar í nýbirtri skýrslu sinni um Ísland. Þetta kom fram á blaða­manna­fundi Mari Kiviniemi, að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóra OECD, og Bene­dikt Jóhann­essyni, fjár­mála­ráð­herra, fyrr í dag.

Á blaða­manna­fund­inum kynnti OECD nið­ur­stöður sínar úr skýrslu um efna­hags­á­standið á Íslandi, sem fram­kvæmd er á tveggja ára fresti. Meg­in­nið­ur­stöður voru þær að aðstæður á Íslandi væru heilt yfir góð­ar, þótt hætta væri á ofhitnun í hag­kerf­in­u. 

Mari sagði stór­merki­legur við­snún­ingur hafa átt sér stað á Íslandi. Hag­vöxtur hér á landi sé sá mesti meðal allra OECD-landa, meðal ann­ars vegna jákvæðra ytri aðstæðna og gríð­ar­legum vexti í ferða­manna­iðn­að­in­um. Lífs­skil­yrð­i ­séu hærri nú en í góð­ær­inu fyrir hrun og jafn­framt hafi jöfn­uður hald­ist mik­ill sam­hliða vext­in­um.

Íslend­ingar hafi náð að lækka skulda­stöðu sína gríð­ar­lega mik­ið, gjald­eyr­is­höft­unum hafi verið aflétt og nú sé hreina fjár­fest­inga­staðan okkar orðin jákvæð, þannig að við séum byrjuð að greiða niður skuldir í stað þess að safna þeim. 

Auglýsing
Hætta á ofhitnun

Hins vegar væru margar áskor­anir fram und­an, til dæmis sé nauð­syn­legt að Íslend­ingar vinni meira í átt að sjálf­bærum hag­vexti. Und­an­farin ár hafi verið útgjalda­aukn­ing í  fjár­málum hins opin­bera, en draga ætti úr henni þar sem hún geti stuðlað að ofhitnun í hag­kerf­inu. Pen­inga­stefna þurfi einnig að vera í stakk búin til að bregð­ast við auknum verð­bólgu­vænt­ingum þar sem ört hækk­andi hús­næð­is­verð auki spennu í vísi­tölu neyslu­verðs. 

Verð­bólga hafi verið lág á síð­ustu mán­uð­um, en sögu­lega hafi vænt­ingar um verð­bólgu verið miklar á Íslandi og því við­búið að hún geti hækk­að. Einnig sé hætta á óstöð­ugu inn­flæði fjár­magns vegna mik­ils vaxta­munar við útlönd, og mælir hóp­ur­inn með aðgerðum til varnar þeirri þró­un.

Ráð­legg­ingar OECD-hóps­ins svipa mjög til nið­ur­staðna úr nýlegri skýrslu AGS um efna­hags­á­standið á Íslandi, en þar var einnig varað við ofhitnun hag­kerf­is­ins. 

Úrbætur í ferða­manna­iðn­að­inum

Eitt meg­in­at­riða í OECD-­skýrsl­unni var þó ferða­manna­iðn­að­ur­inn, en hóp­ur­inn taldi mikla þörf á upp­bygg­ing­u ­sjálf­bærs og opins vaxtar iðn­að­ar­ins. Hóp­ur­inn leggur til þverpóli­tískrar sam­vinnu auk fjölda­tak­markanna og inn­viða­fjár­fest­inga á við­kvæmum stöð­u­m. 

Var það mat hóps­ins að afnema ætti skattaí­viln­anir á ferða­þjón­ustu og færa hana í almennt þrep virð­is­auka­skatts. Mari Kiviniemi minnt­ist á að slíkar skattaí­viln­anir væru til staðar í mörgum löndum á þeim grund­velli að gagn­ast fátæk­um. Sá rök­stuðn­ingur gildir hins vegar ekki um Ísland og því ætti að afnema skattaund­an­þág­unn­i. 

Einnig bæt­ir Dou­glas Suther­land, með­lim­ur OECD-hóspins, við að virð­is­auka­skattur sé í eðli sínu mjög hag­kvæm­ur. Til langs tíma væri hækkun virð­is­auka­skatts jákvæð miðað við aðra skatt­lagn­ingu, en hún sé einnig mik­il­væg til að koma í veg fyrir hol­lensku veik­ina.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent