Ný stjórn Já
Ný stjórn Já hf. var kjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn var þann 20. júní sl., í henni eru Einar Pálmi Sigmundsson, stjórnarformaður, Birna Ósk Einarsdóttir og Kjartan Örn Ólafsson. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Já hf.
Einar Pálmi og Kjartan örn hafa áður setið í stjórn Já, en Einar er fjárfestingastjóri hjá Virðingu hf. og Kjartan er framkvæmdastjóri nýsköpunarfélagsins Volta ehf.
Birna Ósk Einarsdóttir kemur hins vegar ný inn í stjórn fyrirtækisins. Hún tók nýverið við sem framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs hjá Landsvirkjun en áður starfaði hún hjá Símanum eða frá árinu 2002 og frá árinu 2014 sem framkvæmdastjóri sölu og þjónustusviðs. Birna situr einnig í stjórn Skeljungs. Hún útskrifaðist frá HR árið 2008 með mastersgráðu í stjórnun og stefnumótun. Birna er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og AMP (Advanced Management Program) gráðu frá IESE Business School á Spáni.
„Það er ánægjulegt að fá Birnu Ósk Einarsdóttur inn í stjórn Já en hún hefur mikla reynslu úr tæknigeiranum. Einar og Kjartan þekkja félagið mjög vel og hafa tekið þátt í umbreytingum félagsins að undanförnu yfir í að öflugt upplýsingafyrirtæki sem byggir á góðum tæknilausnum og framúrskarandi þjónustu,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já, í fréttatilkynningu frá félaginu.