Ráðherra: Bala á ríkisborgararéttinn svo sannarlega skilinn

Ákvörðun um veitingu ríkisborgararéttar verður endurskoðuð.

7DM_9961_raw_1804.JPG
Auglýsing

„Ánægju­legt að heyra að þessi ákvörðun verði end­ur­skoð­uð. Bala hefur lagt mikið til sam­fé­lags­ins á þeim tíma sem hann hefur búið hér. Hann á rík­is­borg­ara­rétt­inn svo sann­ar­lega skil­inn.“ Þetta segir Þor­steinn Víglunds­son, ráð­herra vel­ferð­ar­mála, á Face­book síðu sinni.

Eins og Bala Kam­allak­har­an greindi frá á Face­book síðu sinni í gær, þá fékk hann þær frétt­ir frá Útlend­inga­­stofn­un að ákvörðun um höfn­un um­­sókn­ar hans um ís­­lensk­an rík­­is­­borg­­ara­rétt verði end­­ur­­skoð­uð. 

Bala seg­ir ákvörð­un­ina hafa verið byggða á til­­lögu frá lög­­regl­unni á höf­uð­borg­­ar­­svæð­inu.  

Auglýsing

Bala hefur á und­an­förnum árum meðal ann­ars unnið ötul­lega af því að kynna íslensk verk­efni og fyr­ir­tæki fyrir erlendum fjár­fest­um.

Lög­­regl­an þarf því að gefa út nýja til­­lögu til Útlend­inga­­stofn­un­ar svo málið verði leið­rétt. Einnig þarf Bala að skrifa bréf til Lög­­regl­unn­ar þess efn­is að mis­­tök hafi átt sér stað hjá lög­­regl­unni

Um­­sókn Bala var upp­haf­lega hafnað vegna hraða­sekta en hafi ein­stak­l­ing­ur fengið fleiri en eina hraða­sekt hef­ur það áhrif á ákvörð­un­ina. 

Bala hefur unnið öttulega af því að kynna Ísland fyrir erlendum fjárfestum. Meðal annars með Startup Iceland ráðstefnunni.

Í til­­­felli Bala hef­ur hann þó ein­ung­is fengið eina sekt sjálf­ur en fleiri sekt­ir voru skráðar á hann fyr­ir mis­­tök, að því er fram kemur á vef mbl.is. Sam­­kvæmt Bala hafði eig­in­­kona hans einnig fengið hraða­sekt en bif­­reið þeirra er skráð á Bala og því hafi fleiri sekt­ir verið skráðar á hans nafn. 

Yfir­lýs­ing frá Útlend­inga­stofn­un, vegna máls­ins, fer hér að neð­an. 

„Er rétt að Útlend­inga­stofnun synji fólki um rík­is­borg­ara­rétt fyrir að hafa fengið eina hraða­sekt að lægri upp­hæð en 50.000 krón­ur?

Nei, það er ekki rétt.

Eitt af skil­yrð­unum fyrir veit­ingu rík­is­borg­ara­réttar er að umsækj­andi hafi ekki, hér­lendis eða erlend­is, sætt sektum eða fang­els­is­refs­ingu eða eigi ólokið máli í refsi­vörslu­kerf­inu þar sem hann er grun­aður eða sak­aður um refsi­verða hátt­semi sam­kvæmt íslenskum lögum (sbr. 6. tl. 9. gr. laga um rík­is­borg­ara­rétt nr. 100/1952).

Ein stök sekt hefur aðeins í för með sér bið­tíma ef hún er 50.000 krónur eða hærri. Stök sekt sem er lægri en 50.000 krónur hefur ekki í för með sér neinn bið­tíma fyrir umsækj­anda og kemur því ekki í veg fyrir að við­kom­andi verði veittur rík­is­borg­ara­réttur að öðrum skil­yrðum upp­fyllt­um.

Þegar um end­ur­teknar sekt­ar­refs­ingar er að ræða, að sam­an­lagðri lægri fjár­hæð en 101.000 krón­ur, er Útlend­inga­stofnun heim­ilt að veita rík­is­borg­ara­rétt, ef aðrar upp­lýs­ingar um umsækj­anda mæla ekki gegn því, en þó ekki fyrr en að liðnum bið­tíma (þ.e. að a.m.k. eitt ár hafi liðið frá því að síð­asta brot var framið og sekt sé greidd að fullu).

Ákvörðun um hvort umsækj­andi um rík­is­borg­ara­rétt upp­fylli skil­yrði 6. tl. 9. gr. rík­is­borg­ara­laga byggir á umsögn frá lög­reglu sem Útlend­inga­stofnun óskar eftir á grund­velli 7. gr. sömu laga. Umsögnin er ítar­legri en saka­vott­orð þar sem allar þær sektir og refs­ingar sem ein­stak­lingur hefur hlotið koma fram. Umsögnin er notuð til að ákveða hvort umsækj­andi upp­fylli skil­yrðin með til­liti til bið­tíma, hvort umsækj­andi eigi ólokið mál í rétt­ar­vörslu­kerf­inu, sam­an­lagðrar upp­hæðar sekta, þess hvort brot telj­ast end­ur­tekin og hvort sekt hafi verið greidd að fullu eða fulln­u­stuð með öðrum hætti.

Eins og áður sagði er til skoð­unar hvort umsögn lög­reglu til Útlend­inga­stofn­unar í máli við­kom­andi umsækj­anda hafi byggt á réttum upp­lýs­ing­um.

Tekur sex mán­uði að fá svar við því hvers vegna umsókn um rík­is­borg­ara­rétt hefur verið synj­að?

Með­al­af­greiðslu­tími umsókna um íslenskan rík­is­borg­ara­rétt er nú 6 - 8 mán­uðir en umsóknir eru afgreiddar í þeirri röð sem þær ber­ast. Þegar umsókn hefur verið afgreidd er umsækj­anda send ákvörð­un. Ef umsókn er synjað er ástæða synj­un­ar­innar til­greind í ákvörð­un­inn­i.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent