Segir auknar fjárfestingar í innviðum vera forgangsatriði

Hagfræðingur hjá Samtökum Iðnaðarins segir að uppsöfnuð þörf sé á fjárfestingum í innviðum og að þær þurfi að setja í forgang.

Mikil þörf er á fjárfestingum í vegakerfinu, að mati Ingólfs Bender hjá SI.
Mikil þörf er á fjárfestingum í vegakerfinu, að mati Ingólfs Bender hjá SI.
Auglýsing

Ingólfur Bender, hagfræðingur hjá Samtökum Iðnaðarins, segir of lítið fjárfest í samgönguinnviðum á Íslandi. Hlutfall opinberra fjárfesta í vegasamgöngur síðustu ár hafi lækkað um leið og álag á innviðina hafi aukist. 

Þetta kemur fram í grein Ingólfs, „Vegir og vegleysur“ á heimasíðu SI. Í greininni segir að miklar framfarir hafi átt sér stað á sviði samgöngumála sem geri Ísland að aðgengilegri áfangastað fyrir ferðamenn. Má þar einna helst nefna flugsamgöngur, en einnig hafi verið mikið fjárfest í bílaflotanum í kjölfar fjölgunar ferðamanna sem koma til landsins. 

Einn þáttur samgöngumála, vegamálin, hafi þó setið eftir. Aukið álag sé á vegakerfi landsins vegna vaxtar ferðaþjónustunnar og hafa fjárfestingar og viðhald ekki náð að halda í við þá þróun. 

Meðaltal fjárfestinga hins opinbera í vegasamgöngur hefur verið 0,9% af landsframleiðslu síðustu sex árin. Í fyrra var hlutfallið litlu hærri, eða 1,0% af landsframleiðslu. Meðaltal á þessu sviði tvo áratugina þar á undan hafi hins vegar verið nokkru hærri, eða um 1,6% af landsframleiðslu.

Auglýsing

Einnig er tekið fram í greininni að hlutfall fjárfestinga af landsframleiðslu hafi ekki aðeins verið hærra á því tímabili, heldur hafi einnig verið minna álag á vegakerfinu þar sem enginn viðlíka vöxtur væri í ferðaþjónustunni og nú hafi verið síðustu ár.

Samkvæmt greininni sker samgöngumynstur ferðamanna sig úr hér á landi þar sem þeir ferðast fyrst og fremst um landið í bifreiðum en ekki með innanlandsflugi og með lestum líkt og víðast hvar annars staðar. Því fylgi aukið álag á vegakerfið, en umferð um hringveginn var 44% meiri á fyrstu fimm mánuðum þessa árs en á sama tíma fyrir fimm árum síðan. 

Fjárfestingar í samgönguinnviðum sem hlutfall af VLF 1990-2016. Heimild: Ingólfur Bender.Ingólfur segir fjárfestingar síðustu ára rétt hafa náð að halda í við afskriftir og vegasamgöngurnar því alls ekki náð að vaxa þótt þær hafi fengið auki vægi í verðmætasköpun þjóðarbúsins. Á mynd hér að ofan sést hvernig fjárfestingar hins opinbera hefur fengið minna vægi ef miðað er við landsframleiðslu á síðustu árum. 

Að lokum segir Ingólfur fjárfestingar í vegakerfinu vera öryggismál fyrir erlenda ferðamenn og allan almenning í landinu. Rekstur vegakerfisins og uppbyggingu ætti að fjármagna af notendum þeirra, til dæmis með sköttum á bensíni og díselolíu. Fjárfestingar í innviðum þyrfti að setja í forgang til þess að mæta uppsafnaðri þörf fyrir þær og skapa í leiðinni svigrúm fyrir frekari hagvöxt hér á landi. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent