Vegir og vegleysur

Það þarf að styrkja innviði vegakerfisins og það þolir ekki neina bið, segir hagfræðingur SI.

Auglýsing

Hag­vöxtur síð­ustu ára hefur að stórum hluta verið byggður á sam­göngum lands­ins. Fram­farir á sviði sam­göngu­mála gera það að verkum að Ísland er ekki lengur úr leið heldur aðgengi­legur áfanga­staður fyrir ferða­menn. Fram­farir þessar hafa fyrst og fremst verið í flugi en flug­ferðir milli Íslands og umheims­ins eru nú tíð­ari, ódýr­ari og á allan máta aðgengi­legri fyrir hinn almenna ferða­mann en nokkru sinni áður.   

Miklar fram­farir í flugi

Ein sér­staða Íslands sem ferða­manna­staðar er að ríf­lega 90% af þeim erlendu ferða­mönnum sem hingað koma gera það með flugi enda lega lands­ins þannig. Innan ríkja OECD er þetta að með­al­tali um 54%. Fram­farir á því sviði nýt­ast því land­inu sér­stak­lega vel. Önnur sér­staða er sú að ferða­menn sem hingað koma ferð­ast fyrst og fremst um landið í bif­reiðum en ekki með inn­an­lands­flugi og með lestum í sama mæli og víð­ast hvar ann­ars stað­ar. Fram­farir á sviði vega­mála eru því afar mik­il­vægar fyrir vöxt grein­ar­innar og hag­kerf­is­ins.

Hér má sjá hvernig fjárfesting hefur verið í vegainnviðum síðustu ár.

Auglýsing

Aukin umferð bif­reiða

Þar sem nátt­úru­feg­urð er helsta aðdrátt­ar­afl ferða­manna þá hefur vexti ferða­þjón­ust­unnar fylgt mikil aukn­ing í umferð um vegi lands­ins og yfir brýr. Mikið hefur verið fjár­fest í bíla­flot­anum en tæpur helm­ingur nýrra seldra bíla hér á landi hefur farið til bíla­leiga. Er reiknað með að bíla­leigu­bílar í land­inu verði 26 þús­und í lok þessa árs eða ríf­lega fimm sinnum fleiri en þegar þessi upp­sveifla ferða­þjón­ust­unnar hófst fyrir um sex árum síð­an. Einnig hefur verið fjár­fest mikið í hóp­ferða­bif­reiðum á þessum tíma. Mun minna hefur hins vegar farið fyrir fjár­fest­ingum í vegum og brúm.  

Slitnir vegir og ein­breiðar brýr

Sá þáttur sam­göngu­mála sem hefur setið eftir í þess­ari fram­þróun eru vega­mál­in. Vexti ferða­þjón­ust­unnar hefur á þeim vett­vangi ekki verið fylgt nægj­an­lega eftir með við­haldi og nýjum fjár­fest­ing­um. Afleið­ingin er m.a. meiri tafir og minna umferð­ar­ör­yggi með við­eig­andi kostn­aði fyrir bæði ferða­þjón­ust­una og þjóð­ar­búið í heild. 

Fjár­fest­ingar hins opin­bera á sviði vega­sam­gangna námu um 1,0% af lands­fram­leiðslu. Hefur þetta hlut­fall verið lágt síð­ustu sex árin eða að jafn­aði um 0,9% af lands­fram­leiðslu en með­al­tal fjár­fest­inga hins opin­bera á þessu sviði tvo ára­tug­ina þar á undan er 1,6% og er þar verið að miða við tíma­bil þar sem eng­inn við­líka vöxtur var í ferða­þjón­ust­unni og nú hefur verið síð­ustu ár. Und­an­farin ár hafa fjár­fest­ingar á þessu sviði rétt náð að halda í við afskriftir sam­kvæmt þjóð­hags­reikn­ingum og vega­sam­göng­urnar því alls ekki náð að vaxa með því aukna vægi sem vega­sam­göngur hafa nú í verð­mæta­sköpun þjóð­ar­bús­ins. Er þetta lága stig fjár­fest­inga í sam­göngum farið að sýna sig í verri gæðum sam­gangna enda hefur umferð auk­ist stór­lega á sama tíma. Segja má að álagið á vegum lands­ins hafi aldrei verið meira en umferð um hring­veg­inn var t.d. 44% meiri á fyrstu fimm mán­uðum þessa árs en á sama tíma fyrir fimm árum síð­an.

Setja þarf fjár­fest­ingar á þessu sviði í for­gang

Ljóst er að það þarf að gera tals­vert betur á þessu sviði ef við ætlum að tryggja sem best öryggi í umferð­inni fyrir allan almenn­ing í land­inu og byggja undir ferða­þjón­ustu hér á landi þar sem ferða­menn fara héðan heilir á húfi og sáttir við dvöl sína. Rekstur vega­kerfis og upp­bygg­ing þess á að greið­ast af mörk­uðum tekju­stofnun eða sköttum af bens­íni og díselol­íu. Auknar tekjur af umferð eru hins vegar ekki að skila sér til mála­flokks­ins. Það hefur skap­ast mikil upp­söfnuð þörf fyrir fjár­fest­ingar á þessu sviði und­an­farin ár.  Til að stemma stigu við þess­ari þróun og skapa í leið­inni svig­rúm fyrir frek­ari hag­vöxt hér á landi þarf að setja inn­viða­fjár­fest­ingar á þessu sviði í for­gang.

Höf­undur er hag­fræð­ingur Sam­taka iðn­að­ar­ins. Greinin birt­ist einnig á vef SI.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar