Vegir og vegleysur

Það þarf að styrkja innviði vegakerfisins og það þolir ekki neina bið, segir hagfræðingur SI.

Auglýsing

Hag­vöxtur síð­ustu ára hefur að stórum hluta verið byggður á sam­göngum lands­ins. Fram­farir á sviði sam­göngu­mála gera það að verkum að Ísland er ekki lengur úr leið heldur aðgengi­legur áfanga­staður fyrir ferða­menn. Fram­farir þessar hafa fyrst og fremst verið í flugi en flug­ferðir milli Íslands og umheims­ins eru nú tíð­ari, ódýr­ari og á allan máta aðgengi­legri fyrir hinn almenna ferða­mann en nokkru sinni áður.   

Miklar fram­farir í flugi

Ein sér­staða Íslands sem ferða­manna­staðar er að ríf­lega 90% af þeim erlendu ferða­mönnum sem hingað koma gera það með flugi enda lega lands­ins þannig. Innan ríkja OECD er þetta að með­al­tali um 54%. Fram­farir á því sviði nýt­ast því land­inu sér­stak­lega vel. Önnur sér­staða er sú að ferða­menn sem hingað koma ferð­ast fyrst og fremst um landið í bif­reiðum en ekki með inn­an­lands­flugi og með lestum í sama mæli og víð­ast hvar ann­ars stað­ar. Fram­farir á sviði vega­mála eru því afar mik­il­vægar fyrir vöxt grein­ar­innar og hag­kerf­is­ins.

Hér má sjá hvernig fjárfesting hefur verið í vegainnviðum síðustu ár.

Auglýsing

Aukin umferð bif­reiða

Þar sem nátt­úru­feg­urð er helsta aðdrátt­ar­afl ferða­manna þá hefur vexti ferða­þjón­ust­unnar fylgt mikil aukn­ing í umferð um vegi lands­ins og yfir brýr. Mikið hefur verið fjár­fest í bíla­flot­anum en tæpur helm­ingur nýrra seldra bíla hér á landi hefur farið til bíla­leiga. Er reiknað með að bíla­leigu­bílar í land­inu verði 26 þús­und í lok þessa árs eða ríf­lega fimm sinnum fleiri en þegar þessi upp­sveifla ferða­þjón­ust­unnar hófst fyrir um sex árum síð­an. Einnig hefur verið fjár­fest mikið í hóp­ferða­bif­reiðum á þessum tíma. Mun minna hefur hins vegar farið fyrir fjár­fest­ingum í vegum og brúm.  

Slitnir vegir og ein­breiðar brýr

Sá þáttur sam­göngu­mála sem hefur setið eftir í þess­ari fram­þróun eru vega­mál­in. Vexti ferða­þjón­ust­unnar hefur á þeim vett­vangi ekki verið fylgt nægj­an­lega eftir með við­haldi og nýjum fjár­fest­ing­um. Afleið­ingin er m.a. meiri tafir og minna umferð­ar­ör­yggi með við­eig­andi kostn­aði fyrir bæði ferða­þjón­ust­una og þjóð­ar­búið í heild. 

Fjár­fest­ingar hins opin­bera á sviði vega­sam­gangna námu um 1,0% af lands­fram­leiðslu. Hefur þetta hlut­fall verið lágt síð­ustu sex árin eða að jafn­aði um 0,9% af lands­fram­leiðslu en með­al­tal fjár­fest­inga hins opin­bera á þessu sviði tvo ára­tug­ina þar á undan er 1,6% og er þar verið að miða við tíma­bil þar sem eng­inn við­líka vöxtur var í ferða­þjón­ust­unni og nú hefur verið síð­ustu ár. Und­an­farin ár hafa fjár­fest­ingar á þessu sviði rétt náð að halda í við afskriftir sam­kvæmt þjóð­hags­reikn­ingum og vega­sam­göng­urnar því alls ekki náð að vaxa með því aukna vægi sem vega­sam­göngur hafa nú í verð­mæta­sköpun þjóð­ar­bús­ins. Er þetta lága stig fjár­fest­inga í sam­göngum farið að sýna sig í verri gæðum sam­gangna enda hefur umferð auk­ist stór­lega á sama tíma. Segja má að álagið á vegum lands­ins hafi aldrei verið meira en umferð um hring­veg­inn var t.d. 44% meiri á fyrstu fimm mán­uðum þessa árs en á sama tíma fyrir fimm árum síð­an.

Setja þarf fjár­fest­ingar á þessu sviði í for­gang

Ljóst er að það þarf að gera tals­vert betur á þessu sviði ef við ætlum að tryggja sem best öryggi í umferð­inni fyrir allan almenn­ing í land­inu og byggja undir ferða­þjón­ustu hér á landi þar sem ferða­menn fara héðan heilir á húfi og sáttir við dvöl sína. Rekstur vega­kerfis og upp­bygg­ing þess á að greið­ast af mörk­uðum tekju­stofnun eða sköttum af bens­íni og díselol­íu. Auknar tekjur af umferð eru hins vegar ekki að skila sér til mála­flokks­ins. Það hefur skap­ast mikil upp­söfnuð þörf fyrir fjár­fest­ingar á þessu sviði und­an­farin ár.  Til að stemma stigu við þess­ari þróun og skapa í leið­inni svig­rúm fyrir frek­ari hag­vöxt hér á landi þarf að setja inn­viða­fjár­fest­ingar á þessu sviði í for­gang.

Höf­undur er hag­fræð­ingur Sam­taka iðn­að­ar­ins. Greinin birt­ist einnig á vef SI.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar