Vegir og vegleysur

Það þarf að styrkja innviði vegakerfisins og það þolir ekki neina bið, segir hagfræðingur SI.

Auglýsing

Hag­vöxtur síð­ustu ára hefur að stórum hluta verið byggður á sam­göngum lands­ins. Fram­farir á sviði sam­göngu­mála gera það að verkum að Ísland er ekki lengur úr leið heldur aðgengi­legur áfanga­staður fyrir ferða­menn. Fram­farir þessar hafa fyrst og fremst verið í flugi en flug­ferðir milli Íslands og umheims­ins eru nú tíð­ari, ódýr­ari og á allan máta aðgengi­legri fyrir hinn almenna ferða­mann en nokkru sinni áður.   

Miklar fram­farir í flugi

Ein sér­staða Íslands sem ferða­manna­staðar er að ríf­lega 90% af þeim erlendu ferða­mönnum sem hingað koma gera það með flugi enda lega lands­ins þannig. Innan ríkja OECD er þetta að með­al­tali um 54%. Fram­farir á því sviði nýt­ast því land­inu sér­stak­lega vel. Önnur sér­staða er sú að ferða­menn sem hingað koma ferð­ast fyrst og fremst um landið í bif­reiðum en ekki með inn­an­lands­flugi og með lestum í sama mæli og víð­ast hvar ann­ars stað­ar. Fram­farir á sviði vega­mála eru því afar mik­il­vægar fyrir vöxt grein­ar­innar og hag­kerf­is­ins.

Hér má sjá hvernig fjárfesting hefur verið í vegainnviðum síðustu ár.

Auglýsing

Aukin umferð bif­reiða

Þar sem nátt­úru­feg­urð er helsta aðdrátt­ar­afl ferða­manna þá hefur vexti ferða­þjón­ust­unnar fylgt mikil aukn­ing í umferð um vegi lands­ins og yfir brýr. Mikið hefur verið fjár­fest í bíla­flot­anum en tæpur helm­ingur nýrra seldra bíla hér á landi hefur farið til bíla­leiga. Er reiknað með að bíla­leigu­bílar í land­inu verði 26 þús­und í lok þessa árs eða ríf­lega fimm sinnum fleiri en þegar þessi upp­sveifla ferða­þjón­ust­unnar hófst fyrir um sex árum síð­an. Einnig hefur verið fjár­fest mikið í hóp­ferða­bif­reiðum á þessum tíma. Mun minna hefur hins vegar farið fyrir fjár­fest­ingum í vegum og brúm.  

Slitnir vegir og ein­breiðar brýr

Sá þáttur sam­göngu­mála sem hefur setið eftir í þess­ari fram­þróun eru vega­mál­in. Vexti ferða­þjón­ust­unnar hefur á þeim vett­vangi ekki verið fylgt nægj­an­lega eftir með við­haldi og nýjum fjár­fest­ing­um. Afleið­ingin er m.a. meiri tafir og minna umferð­ar­ör­yggi með við­eig­andi kostn­aði fyrir bæði ferða­þjón­ust­una og þjóð­ar­búið í heild. 

Fjár­fest­ingar hins opin­bera á sviði vega­sam­gangna námu um 1,0% af lands­fram­leiðslu. Hefur þetta hlut­fall verið lágt síð­ustu sex árin eða að jafn­aði um 0,9% af lands­fram­leiðslu en með­al­tal fjár­fest­inga hins opin­bera á þessu sviði tvo ára­tug­ina þar á undan er 1,6% og er þar verið að miða við tíma­bil þar sem eng­inn við­líka vöxtur var í ferða­þjón­ust­unni og nú hefur verið síð­ustu ár. Und­an­farin ár hafa fjár­fest­ingar á þessu sviði rétt náð að halda í við afskriftir sam­kvæmt þjóð­hags­reikn­ingum og vega­sam­göng­urnar því alls ekki náð að vaxa með því aukna vægi sem vega­sam­göngur hafa nú í verð­mæta­sköpun þjóð­ar­bús­ins. Er þetta lága stig fjár­fest­inga í sam­göngum farið að sýna sig í verri gæðum sam­gangna enda hefur umferð auk­ist stór­lega á sama tíma. Segja má að álagið á vegum lands­ins hafi aldrei verið meira en umferð um hring­veg­inn var t.d. 44% meiri á fyrstu fimm mán­uðum þessa árs en á sama tíma fyrir fimm árum síð­an.

Setja þarf fjár­fest­ingar á þessu sviði í for­gang

Ljóst er að það þarf að gera tals­vert betur á þessu sviði ef við ætlum að tryggja sem best öryggi í umferð­inni fyrir allan almenn­ing í land­inu og byggja undir ferða­þjón­ustu hér á landi þar sem ferða­menn fara héðan heilir á húfi og sáttir við dvöl sína. Rekstur vega­kerfis og upp­bygg­ing þess á að greið­ast af mörk­uðum tekju­stofnun eða sköttum af bens­íni og díselol­íu. Auknar tekjur af umferð eru hins vegar ekki að skila sér til mála­flokks­ins. Það hefur skap­ast mikil upp­söfnuð þörf fyrir fjár­fest­ingar á þessu sviði und­an­farin ár.  Til að stemma stigu við þess­ari þróun og skapa í leið­inni svig­rúm fyrir frek­ari hag­vöxt hér á landi þarf að setja inn­viða­fjár­fest­ingar á þessu sviði í for­gang.

Höf­undur er hag­fræð­ingur Sam­taka iðn­að­ar­ins. Greinin birt­ist einnig á vef SI.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar