Kadeco verður lagt niður í núverandi mynd

Ný stjórn var kosinn á aðalfundi Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, á aðalfundi á þriðjudag. Fjármála- og efnahagsráðherra segir að félagið standi á tímamótum og að starfsemi þess í núverandi mynd verði aflögð.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra 7DM_3066_raw_170614.jpg
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála og efna­hags­ráð­herra, segir að til standi að leggja starf­semi Kadeco, þró­un­ar­fé­lag Kefla­vík­ur­flug­vall­ar, niður í núver­andi mynd. Skipt var um stjórn í félag­inu í vik­unni og upp­runa­legu hlut­verki þess, að selja fast­eignir á Ásbrú, sé nú lok­ið. Bene­dikt telur hins vegar vera þekk­ingu hjá starfs­fólki félags­ins sem sé þess eðlis að hún gæti nýst áfram. Ráðu­neytið vilji taka upp við­ræður við heima­menn um hvernig sé hægt end­ur­skoða starf­sem­ina með það í huga.

Bene­dikt segir að hann hafi lýst þess­ari skoðun sinni á fundum með starfs­fólki Kadeco, enda sé komið að tíma­mótum hjá félag­inu. Það hafi selt nán­ast allar eignir sem það átti að selja og ljóst að end­ur­skoða þurfi starf­sem­ina. Á þriðju­dag var hald­inn aðal­fundur og þar var kosin ný þriggja manna stjórn. Sig­urður Kári Krist­jáns­son, lög­maður og fyrr­ver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, hafði verið for­maður stjórn­ar­innar en vék ásamt tveimur öðrum stjórn­ar­mönn­um.  Í stað Sig­urðar Kára var Georg Brynjars­son, hag­fræð­ingur og stjórn­ar­maður í Við­reisn, kjör­inn stjórn­ar­for­mað­ur. Auk hans komu tveir starfs­menn fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins inn í stjórn Kadeco. Bene­dikt stað­festir að þessar breyt­ingar séu liður í því að leggja starf­semi Kadeco niður í núver­andi mynd.

Sölu­verð­mæti áætlað um 26 millj­arðar

Þegar hafa verið seldir um 264 þús­und fer­metrar af hús­næði á Ásbrú til 40 mis­mun­andi aðila í gegnum Kadeco. Um er að ræða iðn­að­ar­hús­næði, þjón­ustu­hús­næði og íbúð­ar­hús­næði. ÍBúð­ar­hús­næðið skipt­ist í 934 fjöl­skyldu­í­búðir og 1.053 ein­stak­lings­í­búð­ir. Á þeim rúmu tíu árum sem liðin eru frá því að Kadeco tók við eign­un­um, en það var gert í kjöl­far þess að banda­ríski her­inn yfir­gaf her­stöð­ina á Mið­nes­heiði, hafa nær allar eignir sem Kadeco fékk verið seld­ar. Áætlað heild­ar­sölu­verð­mæti eign­anna er um 18,6 millj­arðar króna að nafn­virði eða um 26 millj­arðar króna miðað við upp­reikn­aða vísi­tölu neyslu­verðs.

Auglýsing

Kjarn­inn mun áfram fjalla ítar­lega um Kadeco á næstu dög­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla
Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.
Kjarninn 16. desember 2019
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent