Skattstofninn stækkar en bótagreiðslur minnka

Tekjuskatts- og útsvarsstofn ríkisins hefur stækkað um 11,2% árið 2016. Á sama tíma hefur barnabótagreiðslum lækkað um 0,5% og vaxtabótagreiðslum lækkað um 16,4%.

Tekjur ríkisins jukust umtalsvert árið 2016
Tekjur ríkisins jukust umtalsvert árið 2016
Auglýsing

Í til­kynn­ingu frá Fjár­mála­ráðu­neyt­inu kemur fram að tekju­skatts- og útsvars­stofn hafi auk­ist um 11,2% árið 2016.  Á sama tíma­bili hafa heild­ar­greiðslur rík­is­sjóðs vegna vaxta­bóta og barna­bóta lækk­að.

Álagn­ing opin­berra gjalda á ein­stak­linga fyrir árið 2016 var birt á vef stjórn­ar­ráðs­ins í gær, en þar kemur fram að tekjur rík­is­ins af tekju­skatti og útsvari hafi auk­ist umtals­vert á árinu. Fram­telj­endum hafi fjölgað um 3,3% milli ára og voru sam­tals 286.728 manns.

Tekju­skatts- og útsvars­stofn lands­manna árið 2017 vegna tekna árið 2016 nemur rúmum 1.200 millj­arða króna og hefur auk­ist um 11,2% frá fyrra ári. Stækk­un ­tekju­skatts­stofns­ins má öðru fremur rekja til hærri launa, en á sama tíma­bili hækk­aði launa­vísi­tala Hag­stof­unnar að með­al­tali um 11,4%. Álagt útsvar til sveit­ar­fé­laga jókst einnig um 11,9% og stendur nú í 192,7 millj­örðum króna.

Auglýsing

Til marks um gott efna­hags­á­stand er einnig hækkun á inn­heimtum fjár­magnstekju­skatti, en hún var 24,8% milli ára. Gjald­endum fjár­magnstekju­skatts fjölg­aði um 9,6%, eða í tæp­lega 43 þús­und. Fjöldi greið­enda er þó mun færri nú en árið 2010 áður en frí­tekju­marki vaxta­tekna var komið á, en þá voru þeir tæp­lega 183 þús­und.

Sömu sögu er að segja með virð­is­auka­skatt­stofn­inn sem finna má í rík­is­reikn­ingi fyrir árið 2016. Stofn­inn jókst úr 197 millj­örðum í 220 millj­arða, eða um 11,6%.

Skattstofnar ríkisins 2015 og 2016. Heimild: FjármálaráðuneytiðÞrátt fyrir mikla hækkun skatt­stofns­ins höfðu þó heild­ar­greiðslur rík­is­sjóðs vegna barna­bóta lækkað lít­il­lega, eða um 0,5% milli ára. Lækk­unin skýrist af því að tekjur barna­fjöl­skyldna hafa hækkað meira en við­mið­un­ar­fjár­hæðir barna­bóta og þannig hafi færri ein­stak­lingar fengið bæt­ur. Þó hefur fjár­hæð með­al­bóta hækkað um 2,4% milli ára, en bóta­þegum fækkað um 2,9%.

Sömu­leiðis hafa almennar vaxta­bætur vegna vaxta­gjalda af lánum til kaupa á íbúð­ar­hús­næði lækkað um 16,8%. Eins og með barna­bætur skýrist lækkun vaxta­bóta af betri eig­in­fjár­stöðu heim­ila, en hún batn­aði um 13,4% á síð­asta ári.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent