Rauður dagur í kauphöllinni

Gengi bréfa í smásölurisanum Högum heldur áfram að lækka.

kauhöll
Auglýsing

Öll félögin sem skráð eru í kaup­höll Íslands hafa fallið í verði í dag, en með­al­tals­lækkun hluta­bréfa­vísi­töl­unnar nemur nú 1,5 pró­sent. Mesta lækk­unin hefur verið á hluta­bréfum í Högum en hún nemur 2,5 pró­sent. 

Öll félögin hafa lækk­að, og flest á bil­inu 0,5 til 1,7 pró­sent.

Rauðar tölur, hvert sem litið er, á markaðnum í dag. Mynd: Keldan.Mesta velta hefur verið með bréf Icelanda­ir, eða 194 millj­ón­ir, en gengi þess hefur lækkað um 1,7 pró­sent í dag.

Mark­aðsvirði Haga er nú 50,3 millj­arðar króna og hefur lækkað um meira en 10,5 millj­arða króna á und­an­förnum fimm vik­um, en á sama tíma hefur vísi­tala mark­að­ar­ins hækk­að.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hafa margir líf­eyr­is­sjóða lands­ins, sem eru stærstu fjár­fest­arnir á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði, verið að auka við fjár­fest­ingar sínar erlendis að und­an­förnu. Það getur leitt til þess að eft­ir­spurn eftir hluta­bréfum á Íslandi minn­kar, en sveiflur á mark­aðnum hafa verið þónokkrar að und­an­förnu.

Auglýsing

Í síð­ustu birtu hag­tölum Seðla­banka Íslands, frá því í apr­íl, má sjá að erlend eign líf­eyr­is­sjóð­anna nemur 789 millj­örð­um, en heild­ar­eignir líf­eyr­is­sjóð­anna nema ríf­lega 3.300 millj­örðum króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi bæjarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent