Hyggjast erfðabreyta nautgripum svo þeir þoli hlýnun jarðar betur

Vísindamenn kanna leiðir til þess að gæði landbúnaðarafurða skerðist ekki við loftslagsbreytingar.

hellisheii-og-arnessysla_14356921630_o.jpg
Auglýsing

Hlýnun jarðar er vandi sem mann­kynið stendur frammi fyrir og er orðið ljóst að lofts­lags­breyt­ingar munu hafa áhrif á ýmsa þætti í lífi okkar í náinni fram­tíð. Eitt þess­ara vanda­mála er að dýr sem nýtt eru til mann­eldis þola aukið hita­stig mis­vel.

Á svæðum þar sem hiti er nú þegar hár má búast við að auk­inn hiti hafi nei­kvæð áhrif á vel­ferð dýra sem síðan getur leitt til minni gæða í afurðum þeirra.

Rann­sókn­ar­hópur við háskól­ann í Flór­ída (Uni­versity of Florida Institute of Food and Agricultural Sci­ences) hlaut nýverið þriggja ára styrk til að vinna að lausn á þessum vanda með nýstár­legri aðferð. Vís­inda­menn­irnir hyggj­ast erfða­breyta naut­gripum svo þeir þoli heitt lofts­lag bet­ur.

Auglýsing

Verk­efnið er enn á frum­stigi en fyrsta verk er að rann­saka naut­gripa­kyn sem nefn­ist Brangus. Brangus-­naut­gripir þola heitt lofts­lag og raka vel og verður til að byrja með reynt að bera kennsl á hvaða erfða­þættir það eru sem gera þeim það kleift. Þegar þær nið­ur­stöður liggja fyrir von­ast rann­sókn­ar­hóp­ur­inn til þess að hægt verði að nýta erfða­tækni til að bæta hita­þol naut­gripa­stofna í Banda­ríkj­un­um.

Skiptar skoð­anir eru á rann­sóknum sem þessum og eru ekki allir sann­færðir um ágæti erfða­tækn­inn­ar. Að auki fjölgar þeim sem álíta að tak­mörkun eða úti­lokun á neyslu dýra­af­urða sé besta leiðin til að sporna gegn lofts­lags­breyt­ing­um, enda er kolefn­is­fót­spor naut­gripa­rækt­unar afar stórt. Þeir sem ekki geta hugsað sér lífið án kjöts og osta eru hins vegar lík­legir til að halda áfram að leita leiða til að halda neyslu dýra­af­urða áfram.

Fréttin birt­ist fyrst á vefnum Hvat­inn.­­is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent