Hyggjast erfðabreyta nautgripum svo þeir þoli hlýnun jarðar betur

Vísindamenn kanna leiðir til þess að gæði landbúnaðarafurða skerðist ekki við loftslagsbreytingar.

hellisheii-og-arnessysla_14356921630_o.jpg
Auglýsing

Hlýnun jarðar er vandi sem mann­kynið stendur frammi fyrir og er orðið ljóst að lofts­lags­breyt­ingar munu hafa áhrif á ýmsa þætti í lífi okkar í náinni fram­tíð. Eitt þess­ara vanda­mála er að dýr sem nýtt eru til mann­eldis þola aukið hita­stig mis­vel.

Á svæðum þar sem hiti er nú þegar hár má búast við að auk­inn hiti hafi nei­kvæð áhrif á vel­ferð dýra sem síðan getur leitt til minni gæða í afurðum þeirra.

Rann­sókn­ar­hópur við háskól­ann í Flór­ída (Uni­versity of Florida Institute of Food and Agricultural Sci­ences) hlaut nýverið þriggja ára styrk til að vinna að lausn á þessum vanda með nýstár­legri aðferð. Vís­inda­menn­irnir hyggj­ast erfða­breyta naut­gripum svo þeir þoli heitt lofts­lag bet­ur.

Auglýsing

Verk­efnið er enn á frum­stigi en fyrsta verk er að rann­saka naut­gripa­kyn sem nefn­ist Brangus. Brangus-­naut­gripir þola heitt lofts­lag og raka vel og verður til að byrja með reynt að bera kennsl á hvaða erfða­þættir það eru sem gera þeim það kleift. Þegar þær nið­ur­stöður liggja fyrir von­ast rann­sókn­ar­hóp­ur­inn til þess að hægt verði að nýta erfða­tækni til að bæta hita­þol naut­gripa­stofna í Banda­ríkj­un­um.

Skiptar skoð­anir eru á rann­sóknum sem þessum og eru ekki allir sann­færðir um ágæti erfða­tækn­inn­ar. Að auki fjölgar þeim sem álíta að tak­mörkun eða úti­lokun á neyslu dýra­af­urða sé besta leiðin til að sporna gegn lofts­lags­breyt­ing­um, enda er kolefn­is­fót­spor naut­gripa­rækt­unar afar stórt. Þeir sem ekki geta hugsað sér lífið án kjöts og osta eru hins vegar lík­legir til að halda áfram að leita leiða til að halda neyslu dýra­af­urða áfram.

Fréttin birt­ist fyrst á vefnum Hvat­inn.­­is.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtök atvinnulífsins „slegin“ yfir Samherjamálinu
Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að velta við hverjum steini vegna Samherjamálsins sem tengist starfsemi félagsins í Namibíu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Vilja þjóðarátak í landgræðslu
Sjö þingmenn hafa lagt til að að komið verði á fót vettvangi fyrir samstarfi stjórnvalda, Landgræðslunnar, bænda, atvinnulífs og almennings sem miði að því að auka þátttöku almennings í kolefnisbindingu með landgræðslu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Brynjar Níelsson
Telur málflutning þingmanna Samfylkingarinnar pólitíska spillingu
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skýtur föstur skotum að þingmönnum Samfylkingarinnar og segir orðræðu þeirra ekkert annað en aðför að réttarríkinu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent