Hyggjast erfðabreyta nautgripum svo þeir þoli hlýnun jarðar betur

Vísindamenn kanna leiðir til þess að gæði landbúnaðarafurða skerðist ekki við loftslagsbreytingar.

hellisheii-og-arnessysla_14356921630_o.jpg
Auglýsing

Hlýnun jarðar er vandi sem mannkynið stendur frammi fyrir og er orðið ljóst að loftslagsbreytingar munu hafa áhrif á ýmsa þætti í lífi okkar í náinni framtíð. Eitt þessara vandamála er að dýr sem nýtt eru til manneldis þola aukið hitastig misvel.

Á svæðum þar sem hiti er nú þegar hár má búast við að aukinn hiti hafi neikvæð áhrif á velferð dýra sem síðan getur leitt til minni gæða í afurðum þeirra.

Rannsóknarhópur við háskólann í Flórída (University of Florida Institute of Food and Agricultural Sciences) hlaut nýverið þriggja ára styrk til að vinna að lausn á þessum vanda með nýstárlegri aðferð. Vísindamennirnir hyggjast erfðabreyta nautgripum svo þeir þoli heitt loftslag betur.

Auglýsing

Verkefnið er enn á frumstigi en fyrsta verk er að rannsaka nautgripakyn sem nefnist Brangus. Brangus-nautgripir þola heitt loftslag og raka vel og verður til að byrja með reynt að bera kennsl á hvaða erfðaþættir það eru sem gera þeim það kleift. Þegar þær niðurstöður liggja fyrir vonast rannsóknarhópurinn til þess að hægt verði að nýta erfðatækni til að bæta hitaþol nautgripastofna í Bandaríkjunum.

Skiptar skoðanir eru á rannsóknum sem þessum og eru ekki allir sannfærðir um ágæti erfðatækninnar. Að auki fjölgar þeim sem álíta að takmörkun eða útilokun á neyslu dýraafurða sé besta leiðin til að sporna gegn loftslagsbreytingum, enda er kolefnisfótspor nautgriparæktunar afar stórt. Þeir sem ekki geta hugsað sér lífið án kjöts og osta eru hins vegar líklegir til að halda áfram að leita leiða til að halda neyslu dýraafurða áfram.

Fréttin birt­ist fyrst á vefnum Hvat­inn.­is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent