Hyggjast erfðabreyta nautgripum svo þeir þoli hlýnun jarðar betur

Vísindamenn kanna leiðir til þess að gæði landbúnaðarafurða skerðist ekki við loftslagsbreytingar.

hellisheii-og-arnessysla_14356921630_o.jpg
Auglýsing

Hlýnun jarðar er vandi sem mann­kynið stendur frammi fyrir og er orðið ljóst að lofts­lags­breyt­ingar munu hafa áhrif á ýmsa þætti í lífi okkar í náinni fram­tíð. Eitt þess­ara vanda­mála er að dýr sem nýtt eru til mann­eldis þola aukið hita­stig mis­vel.

Á svæðum þar sem hiti er nú þegar hár má búast við að auk­inn hiti hafi nei­kvæð áhrif á vel­ferð dýra sem síðan getur leitt til minni gæða í afurðum þeirra.

Rann­sókn­ar­hópur við háskól­ann í Flór­ída (Uni­versity of Florida Institute of Food and Agricultural Sci­ences) hlaut nýverið þriggja ára styrk til að vinna að lausn á þessum vanda með nýstár­legri aðferð. Vís­inda­menn­irnir hyggj­ast erfða­breyta naut­gripum svo þeir þoli heitt lofts­lag bet­ur.

Auglýsing

Verk­efnið er enn á frum­stigi en fyrsta verk er að rann­saka naut­gripa­kyn sem nefn­ist Brangus. Brangus-­naut­gripir þola heitt lofts­lag og raka vel og verður til að byrja með reynt að bera kennsl á hvaða erfða­þættir það eru sem gera þeim það kleift. Þegar þær nið­ur­stöður liggja fyrir von­ast rann­sókn­ar­hóp­ur­inn til þess að hægt verði að nýta erfða­tækni til að bæta hita­þol naut­gripa­stofna í Banda­ríkj­un­um.

Skiptar skoð­anir eru á rann­sóknum sem þessum og eru ekki allir sann­færðir um ágæti erfða­tækn­inn­ar. Að auki fjölgar þeim sem álíta að tak­mörkun eða úti­lokun á neyslu dýra­af­urða sé besta leiðin til að sporna gegn lofts­lags­breyt­ing­um, enda er kolefn­is­fót­spor naut­gripa­rækt­unar afar stórt. Þeir sem ekki geta hugsað sér lífið án kjöts og osta eru hins vegar lík­legir til að halda áfram að leita leiða til að halda neyslu dýra­af­urða áfram.

Fréttin birt­ist fyrst á vefnum Hvat­inn.­­is.

Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent