Hyggjast erfðabreyta nautgripum svo þeir þoli hlýnun jarðar betur

Vísindamenn kanna leiðir til þess að gæði landbúnaðarafurða skerðist ekki við loftslagsbreytingar.

hellisheii-og-arnessysla_14356921630_o.jpg
Auglýsing

Hlýnun jarðar er vandi sem mann­kynið stendur frammi fyrir og er orðið ljóst að lofts­lags­breyt­ingar munu hafa áhrif á ýmsa þætti í lífi okkar í náinni fram­tíð. Eitt þess­ara vanda­mála er að dýr sem nýtt eru til mann­eldis þola aukið hita­stig mis­vel.

Á svæðum þar sem hiti er nú þegar hár má búast við að auk­inn hiti hafi nei­kvæð áhrif á vel­ferð dýra sem síðan getur leitt til minni gæða í afurðum þeirra.

Rann­sókn­ar­hópur við háskól­ann í Flór­ída (Uni­versity of Florida Institute of Food and Agricultural Sci­ences) hlaut nýverið þriggja ára styrk til að vinna að lausn á þessum vanda með nýstár­legri aðferð. Vís­inda­menn­irnir hyggj­ast erfða­breyta naut­gripum svo þeir þoli heitt lofts­lag bet­ur.

Auglýsing

Verk­efnið er enn á frum­stigi en fyrsta verk er að rann­saka naut­gripa­kyn sem nefn­ist Brangus. Brangus-­naut­gripir þola heitt lofts­lag og raka vel og verður til að byrja með reynt að bera kennsl á hvaða erfða­þættir það eru sem gera þeim það kleift. Þegar þær nið­ur­stöður liggja fyrir von­ast rann­sókn­ar­hóp­ur­inn til þess að hægt verði að nýta erfða­tækni til að bæta hita­þol naut­gripa­stofna í Banda­ríkj­un­um.

Skiptar skoð­anir eru á rann­sóknum sem þessum og eru ekki allir sann­færðir um ágæti erfða­tækn­inn­ar. Að auki fjölgar þeim sem álíta að tak­mörkun eða úti­lokun á neyslu dýra­af­urða sé besta leiðin til að sporna gegn lofts­lags­breyt­ing­um, enda er kolefn­is­fót­spor naut­gripa­rækt­unar afar stórt. Þeir sem ekki geta hugsað sér lífið án kjöts og osta eru hins vegar lík­legir til að halda áfram að leita leiða til að halda neyslu dýra­af­urða áfram.

Fréttin birt­ist fyrst á vefnum Hvat­inn.­­is.

Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Aukið flæði bankaupplýsinga það sem koma skal
Með nýrri Evróputilskipun gefst fólki tækifæri til að velja að deila fjármálagögnum sínum með fyrirtækjum sem hyggjast bjóða þeim upp á fjármálatengda þjónustu. Samkvæmt Persónuvernd er mikilvægt að fyrirtæki útskýri vel skilmála fyrir viðskiptavinunum.
Kjarninn 18. september 2019
Bandarískum ferðamönnum fækkar mest
Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.
Kjarninn 18. september 2019
Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent