Ríkið stefnir að því að selja Íslandsbanka

Fjármálaráðuneytið hefur samþykkt nýja eigendastefnu fjármálafyrirtækja, en hún felur í sér að selja allan eignarhlut sinn í Íslandsbanka.

Íslandsbanki verður að fullu einkavæddur, samkvæmt nýsamþykktri eignastefnu
Íslandsbanki verður að fullu einkavæddur, samkvæmt nýsamþykktri eignastefnu
Auglýsing

Fjármála- og efnahagsráðuneytið tilkynnti í dag að ný eigendastefna fyrir fjármálafyrirtæki í eigu ríkissjóðs hafi tekið gildi eftir að hún hafi verið samþykkt af ríkisstjórn. Í tilkynningunni segir að markmið stefnunnar séu að tryggja góða og fyrirsjáanlega stjórnarhætti fjármálafyrirtækja. 

Um er að ræða uppfærða eigendastefnu fyrir fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins, en fyrsta stefnan var sett fram árið 2009. Í ljósi stöðu þeirrar tíma var markmið þeirrar stefnu  því að byggja upp almennt traust á stjórn og starfsemi ríkisrekinna fjármálafyrirtækja, samkvæmt ráðuneytinu. 

Stefnan gildir fyrir fjögur fyrirtæki: Landsbankann, Íslandsbanka, Arion banka og Sparisjóð Austurlands.

Auglýsing

Stefnt er að því að ríkissjóður eigi 34-40% eignarhlut í Landsbankanum til langframa í því skyni að „stuðla að stöðugleika í fjármálakerfi landsins og tryggja nauðsynlega innviði þess“.

Á hinn bóginn er stefnt að því að selja allan eignarhlut ríkisins í Arion banka  þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi. Salan muni að öllum líkindum eiga sér stað í tengslum við sölu meirihlutaeigandans og skráningu bankans á hlutabréfamarkað.

Einnig stendur til samkvæmt stefnunni að selja allan hlut ríkisins í Íslandsbanka þegar nægileg skilyrði eru fyrir hendi. Arðgreiðslum og söluandvirði bankans skuli ráðstafað til niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs, samkvæmt stefnunni.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent