„Gagnast millitekjuhópum álíka vel og tekjuhærri hópum“

Þorsteinn Víglundsson svarar umsögn Íbúðalánasjóðs á nýjum lögum um skattfrjálsan séreignasparnað.

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Auglýsing

Þor­steinn Víglunds­son, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, segir ný lög um skatt­frjálsan sér­eigna­sparnað til fyrstu íbúða­kaupa gagn­ast milli­tekju­hópum álíka vel og tekju­hærri hópum á Face­book- síðu sinni í dag. 

Um mán­að­ar­mótin tóku í gildi ný lög þar sem ein­stak­lingum er heim­ilt að nota 500 þús­und krónur af sér­eigna­sparn­aði sínum skatt­frjálst til kaupa á fyrstu íbúð, árlega í allt að tíu ár. 

Á blaða­manna­fundi Íbúða­lána­sjóðs var fjallað um nýju lög­gjöf­ina og hún sögð gagn­ast best tekju­háum ein­stak­ling­um. Greint er frá þessu á vef Vís­is, en þar segir Una Jóns­dótt­ir, hag­fræð­ingur hjá Íbúða­lána­sjóði, úrræðið vera tekju­tengt og að ein­stak­lingur þurfi að hafa um 690 þús­und krónur á mán­uði í laun til að full­nýta úrræð­ið.

Auglýsing

Í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni svarar Þor­steinn gagn­rýni íbúða­lána­sjóðs um að verið sé að hygla hátekju­hóp­um. Þor­steinn segir með­al­laun ein­stak­lings árið 2015 nema um 612 þús­und krónum á mán­uði, en búist er við því að með­al­laun árs­ins 2017 verði um 719 þús­und krónur sé tekið mið af launa­þró­un. Miðað við þró­un­ina segir Þor­steinn úrræðið gagn­ast milli­tekju­hópum álíka vel og tekju­hærri hóp­um.

Enn fremur bendir hann á að með úrræð­inu sé verið að auð­velda öllum tekju­hópum fjár­fest­ingu í hús­næði og að önnur úrræði komi sér­stak­lega til hjálpar lág- og milli­tekju­hóp­um.

Helgi Hrafn hellti sér yfir Birgittu á átakafundi Pírata
Myndband hefur verið birt af átakafundi Pírata þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður flokksins, gagnrýndi Birgittu Jónsdóttur harðlega.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent