„Gagnast millitekjuhópum álíka vel og tekjuhærri hópum“

Þorsteinn Víglundsson svarar umsögn Íbúðalánasjóðs á nýjum lögum um skattfrjálsan séreignasparnað.

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Auglýsing

Þor­steinn Víglunds­son, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, segir ný lög um skatt­frjálsan sér­eigna­sparnað til fyrstu íbúða­kaupa gagn­ast milli­tekju­hópum álíka vel og tekju­hærri hópum á Face­book- síðu sinni í dag. 

Um mán­að­ar­mótin tóku í gildi ný lög þar sem ein­stak­lingum er heim­ilt að nota 500 þús­und krónur af sér­eigna­sparn­aði sínum skatt­frjálst til kaupa á fyrstu íbúð, árlega í allt að tíu ár. 

Á blaða­manna­fundi Íbúða­lána­sjóðs var fjallað um nýju lög­gjöf­ina og hún sögð gagn­ast best tekju­háum ein­stak­ling­um. Greint er frá þessu á vef Vís­is, en þar segir Una Jóns­dótt­ir, hag­fræð­ingur hjá Íbúða­lána­sjóði, úrræðið vera tekju­tengt og að ein­stak­lingur þurfi að hafa um 690 þús­und krónur á mán­uði í laun til að full­nýta úrræð­ið.

Auglýsing

Í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni svarar Þor­steinn gagn­rýni íbúða­lána­sjóðs um að verið sé að hygla hátekju­hóp­um. Þor­steinn segir með­al­laun ein­stak­lings árið 2015 nema um 612 þús­und krónum á mán­uði, en búist er við því að með­al­laun árs­ins 2017 verði um 719 þús­und krónur sé tekið mið af launa­þró­un. Miðað við þró­un­ina segir Þor­steinn úrræðið gagn­ast milli­tekju­hópum álíka vel og tekju­hærri hóp­um.

Enn fremur bendir hann á að með úrræð­inu sé verið að auð­velda öllum tekju­hópum fjár­fest­ingu í hús­næði og að önnur úrræði komi sér­stak­lega til hjálpar lág- og milli­tekju­hóp­um.

Árshækkun fasteignaverðs nú 1,3 prósent
Verulega hefur dregið úr hækkunum á fasteignamarkaði að undanförnu.
Kjarninn 21. maí 2019
Viðar: Ég vona innilega að þú fyrir hönd Hörpu aflýsir viðburðinum
Framkvæmdastjóri Eflingar vill að Harpan aflýsi viðburði sem á að fara fram 23. maí þar sem þekktur hægri öfgamaður á að koma fram.
Kjarninn 21. maí 2019
Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir
Að borða fíl
Kjarninn 21. maí 2019
Meirihluti landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga
Rúmlega 60 prósent landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga VR og Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Þá telja sjö af hverjum tíu að stéttarfélögunum sé að þakka að vel hafi tekist til við gerð samningana.
Kjarninn 21. maí 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Rökstuddur grunur um að Ásmundur hafi dregið sér fé
Þingmaður Pírata endurtók orð Þórhildar Sunnu sem siðanefnd Alþingis þóttu brotleg í pontu Alþingis í dag. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, taldi þau ekki við hæfi.
Kjarninn 21. maí 2019
Píratar ekki alltaf vinsælustu krakkarnir á kaffistofu Alþingis
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segist telja að eftirlitsstofnanir séu mögulega viljandi undirfjármagnaðar. Það sé erfitt að vera að slást í því að auka gagnsæi og traust, en láta svo slá á puttana á sér þegar bent sé á að rannsaka þurfi meint misferli.
Kjarninn 21. maí 2019
Kynntu aðgerðir stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði
Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra kynntu sameiginlega aðgerðir stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 21. maí 2019
Hæstiréttur vísar frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs
Hæstiréttur féllst í morgun á kröfu saksóknara um að vísa frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í einum anga af Baugs-málinu svokallaða.
Kjarninn 21. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent