Íslenskar konur unnu 5 af 15 verðlaunum

Alls hlutu íslenskar konur 5 af 15 verðlaunum á alþjóðlegri hátíð kvenna í nýsköpun. Aðalverðlaunin hlaut Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch fyrir fyrirtækið sitt, Platome.

Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, framkvæmdastjóri Platome
Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, framkvæmdastjóri Platome
Auglýsing

Sandra Mjöll Jóns­dótt­ir-Buch vann aðal­verð­laun Evr­ópu­deildar GWI­IN- sam­tak­anna, sem gefa út verð­laun til kvenna í nýsköpun og frum­kvöðla­starf­semi. Sandra var meðal fimm íslenskra kvenna sem hlutu verð­laun, en alls voru 15 verð­laun veitt.

Evr­ópu­deild sam­tak­anna GWIIN (Global Women Inventors and Innovators) héldu aðal­fund sinn á Bari á Ítalíu þann 28. og 29. júní síð­ast­lið­inn. Aðal­verð­launin hlaut Sandra fyrir vinnu sína í fyr­ir­tæk­inu Platome líf­tækni.

Auglýsing

Fyr­ir­tækið byggir á vinnu Söndru, sem er aðjúnkt í líf­einda­fræði við HÍ, og Dr. Ólafi E. Sig­ur­jóns­syni við nýjar leiðir á frumu­rækt­un. Afgangs blóð­flögur eru fengnar frá Blóð­bank­anum og eru þær nýttar til að rækta stofn­frum­ur.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Sandra að verk­efni hennar hafi fengið verð­laun fyrir mikla vaxta­mögu­leika og nýnæmi. Stefnan sé sett á erlenda mark­aði, en þau líta helst til Norð­ur­landa og Banda­ríkj­anna. 

Hér má sjá alla íslensku verðlaunahafana. Frá vinstri: Sigrún Shanko, Margrét, Sandra, Hjördís og Þorbjörg.Alls voru 40 konur til­nefndar frá ýmsum Evr­ópu­lönd­um, en 15 verð­laun voru veitt. Með­al þess­ara 40 kvenna voru sex Íslend­ing­ar, en fimm af þeim hlutu verð­laun. Þær eru:

  • Hjör­dís Sig­urð­ar­dóttir fyrir verk­efnið Spor í sand­inn 

  • Mar­grét Júl­í­ana Sig­urð­ar­dóttir fyrir verk­efnið Mussila 

  • Sig­rún Lára Shanko fyrir hönn­un­ina sína Shanko Rugs 

  • Þor­björg Jens­dóttir fyrir verk­efnið sitt og vör­una HAp plus 

  • Hildur Magn­ús­dóttir fyrir Pure Natura 

Meira úr sama flokkiInnlent