Íslenskar konur unnu 5 af 15 verðlaunum

Alls hlutu íslenskar konur 5 af 15 verðlaunum á alþjóðlegri hátíð kvenna í nýsköpun. Aðalverðlaunin hlaut Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch fyrir fyrirtækið sitt, Platome.

Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, framkvæmdastjóri Platome
Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, framkvæmdastjóri Platome

Sandra Mjöll Jóns­dótt­ir-Buch vann aðal­verð­laun Evr­ópu­deildar GWI­IN- sam­tak­anna, sem gefa út verð­laun til kvenna í nýsköpun og frum­kvöðla­starf­semi. Sandra var meðal fimm íslenskra kvenna sem hlutu verð­laun, en alls voru 15 verð­laun veitt.

Evr­ópu­deild sam­tak­anna GWIIN (Global Women Inventors and Innovators) héldu aðal­fund sinn á Bari á Ítalíu þann 28. og 29. júní síð­ast­lið­inn. Aðal­verð­launin hlaut Sandra fyrir vinnu sína í fyr­ir­tæk­inu Platome líf­tækni.

Auglýsing

Fyr­ir­tækið byggir á vinnu Söndru, sem er aðjúnkt í líf­einda­fræði við HÍ, og Dr. Ólafi E. Sig­ur­jóns­syni við nýjar leiðir á frumu­rækt­un. Afgangs blóð­flögur eru fengnar frá Blóð­bank­anum og eru þær nýttar til að rækta stofn­frum­ur.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Sandra að verk­efni hennar hafi fengið verð­laun fyrir mikla vaxta­mögu­leika og nýnæmi. Stefnan sé sett á erlenda mark­aði, en þau líta helst til Norð­ur­landa og Banda­ríkj­anna. 

Hér má sjá alla íslensku verðlaunahafana. Frá vinstri: Sigrún Shanko, Margrét, Sandra, Hjördís og Þorbjörg.Alls voru 40 konur til­nefndar frá ýmsum Evr­ópu­lönd­um, en 15 verð­laun voru veitt. Með­al þess­ara 40 kvenna voru sex Íslend­ing­ar, en fimm af þeim hlutu verð­laun. Þær eru:

  • Hjör­dís Sig­urð­ar­dóttir fyrir verk­efnið Spor í sand­inn 

  • Mar­grét Júl­í­ana Sig­urð­ar­dóttir fyrir verk­efnið Mussila 

  • Sig­rún Lára Shanko fyrir hönn­un­ina sína Shanko Rugs 

  • Þor­björg Jens­dóttir fyrir verk­efnið sitt og vör­una HAp plus 

  • Hildur Magn­ús­dóttir fyrir Pure Natura 

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Meira úr sama flokkiInnlent