Íslenskar konur unnu 5 af 15 verðlaunum

Alls hlutu íslenskar konur 5 af 15 verðlaunum á alþjóðlegri hátíð kvenna í nýsköpun. Aðalverðlaunin hlaut Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch fyrir fyrirtækið sitt, Platome.

Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, framkvæmdastjóri Platome
Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, framkvæmdastjóri Platome
Auglýsing

Sandra Mjöll Jóns­dótt­ir-Buch vann aðal­verð­laun Evr­ópu­deildar GWI­IN- sam­tak­anna, sem gefa út verð­laun til kvenna í nýsköpun og frum­kvöðla­starf­semi. Sandra var meðal fimm íslenskra kvenna sem hlutu verð­laun, en alls voru 15 verð­laun veitt.

Evr­ópu­deild sam­tak­anna GWIIN (Global Women Inventors and Innovators) héldu aðal­fund sinn á Bari á Ítalíu þann 28. og 29. júní síð­ast­lið­inn. Aðal­verð­launin hlaut Sandra fyrir vinnu sína í fyr­ir­tæk­inu Platome líf­tækni.

Auglýsing

Fyr­ir­tækið byggir á vinnu Söndru, sem er aðjúnkt í líf­einda­fræði við HÍ, og Dr. Ólafi E. Sig­ur­jóns­syni við nýjar leiðir á frumu­rækt­un. Afgangs blóð­flögur eru fengnar frá Blóð­bank­anum og eru þær nýttar til að rækta stofn­frum­ur.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Sandra að verk­efni hennar hafi fengið verð­laun fyrir mikla vaxta­mögu­leika og nýnæmi. Stefnan sé sett á erlenda mark­aði, en þau líta helst til Norð­ur­landa og Banda­ríkj­anna. 

Hér má sjá alla íslensku verðlaunahafana. Frá vinstri: Sigrún Shanko, Margrét, Sandra, Hjördís og Þorbjörg.Alls voru 40 konur til­nefndar frá ýmsum Evr­ópu­lönd­um, en 15 verð­laun voru veitt. Með­al þess­ara 40 kvenna voru sex Íslend­ing­ar, en fimm af þeim hlutu verð­laun. Þær eru:

  • Hjör­dís Sig­urð­ar­dóttir fyrir verk­efnið Spor í sand­inn 

  • Mar­grét Júl­í­ana Sig­urð­ar­dóttir fyrir verk­efnið Mussila 

  • Sig­rún Lára Shanko fyrir hönn­un­ina sína Shanko Rugs 

  • Þor­björg Jens­dóttir fyrir verk­efnið sitt og vör­una HAp plus 

  • Hildur Magn­ús­dóttir fyrir Pure Natura 

Musk eyðir síðum Tesla og Space X útaf Facebook
Frumkvöðullinn Elon Musk hefur gripið til þess að eyða Facebook síðum Tesla og Space X og þannig tekið þátt í #DeleteFacebook.
24. mars 2018
Umræðu um lækkun kosningaaldurs frestað til 9. apríl
Hart hefur verið tekist á um málið, en útlit var fyrir að greidd yrðu atkvæði um það í dag.
23. mars 2018
Forsætisráðherra: Þingmenn hafa „málfrelsi“ og það ber að virða
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur stutt lækkun kosningaaldurs og hefur barist fyrir því máli á Alþingi í gegnum tíðina. Hún segir málið ekki hafa verið í stjórnarsáttmálanum, þar sem eining náðist ekki um það.
23. mars 2018
Andrés Ingi Jónsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Kosningaaldur verður ekki lækkaður – Málþóf andstæðinga drepur málið
Nær engar líkur eru á því að það náist að greiða atkvæði um lækkun kosningaaldurs á þingi í dag vegna málþófs. Umtalsverður meirihluti virðist samt sem áður vera fyrir samþykkt málsins.
23. mars 2018
Arnaldur Sigurðarson
Fortíðarþráin þráláta
23. mars 2018
Frestur ríkisstjórnarinnar að renna út
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa lagt fram 45 prósent þeirra frumvarpa sem þeir boðuðu með þingmálaskrá í upphafi nýs þings. Framlagningarfrestur nýrra mála rennur út um mánaðarmót.
23. mars 2018
Þorsteinn Már: Veiðigjöld taka ekki mið af núverandi aðstæðum
Forstjóri Samherja vill að íslenskur sjávarútvegur njóti sannmælis sem atvinnugrein. Hann bendir á að Orkuveita Reykjavíkur þurfi ekki að greiða sérstakt gjald fyrir afnot af vatnsauðlindum þrátt fyrir mikinn hagnað.
23. mars 2018
Alþingi breytir skilgreiningu nauðgunar
Alþingi hefur samþykkt frumvarp um breytingu á skilgreiningu nauðgunar í kynferðiskafla almennra hegningarlaga. Samkvæmt nýju lögunum eru öll tvímæli tekin af um að samþykki sé forsenda kynmaka.
23. mars 2018
Meira úr sama flokkiInnlent