Tæknin að knýja fram hraðar breytingar á bönkum

Bankastjóri Íslandsbanka skrifar ítarlega grein um breytingar á bankamarkaði í Vísbendingu sem kom út í dag.

Birna Einarsdóttir
Auglýsing

Miklar breyt­ingar munu eiga sér stað á banka­starf­semi á næstu miss­erum, og miða skipu­lags­breyt­ingar hjá Íslands­banka að því að laga bank­ann og þjón­ustu hans að þessum breytta veru­leika. Tækni- og reglu­gerð­ar­breyt­ingar knýja á um breytta starf­semi og í þessu ferli fel­ast tæki­færi og ógn­an­ir.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítar­legri grein eftir Birnu Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra Íslands­banka, í grein í Vís­bend­ingu í dag. Í grein­inni rekur hún hvernig umhverfi banka­starf­semi er að breytast, og hvernig Íslands­banki er að takast á við þessar breyt­ing­ar. „Það að marg­vís­leg fyr­ir­tæki, önnur en bankar, hafi áhuga á að veita banka­þjón­ustu leggur ríkar kröfur á okkur banka­fólkið um að veita fram­úr­skar­andi þjón­ustu, bæði innan úti­búa en ekki síður með raf­rænum dreifi­leiðum eins og appi og net­banka. Hópur þess­ara fyr­ir­tækja er mjög fjöl­breytt­ur. Alþjóð­legu tæknirisarnir Amazon, Google og Face­book hafa allir orðið sér út um starfs­leyfi til að veita banka­þjón­ustu í allri Evr­ópu. Við sjáum inn­lend tækni­fyr­ir­tæki eins og Advania sömu­leiðis feta fyrstu skref í greiðslu­þjón­ustu og síma­fyr­ir­tækið Nova rekur greiðslu­appið Aur í sam­keppni við Kass sem Íslands­banki starf­ræk­ir. Sam­kvæmt rann­sókn Sopra Bank­ing hefur yfir helm­ingur Evr­ópu­búa áhuga á að hefja banka­við­skipti við annan aðila en banka,“ segir Birna meðal ann­ars í grein­inni.

Auglýsing

Hún segir að bankar þurfi að taka til­lit til þessa breytta veru­leika sem nú blasi við. Staf­ræn sókn hafi verið mikil á síð­ustu árum og hún muni halda áfram. Þessu ferli hafi fylgt hag­ræð­ing í rekstri en einnig enn meiri og betri þjón­usta við við­skipta­vini. „Eftir því sem staf­rænni sókn vindur áfram, hefur Íslands­banki haft tæki­færi til hag­ræða í úti­búa­neti sínu. Úti­búum hefur þannig fækkað úr 26 árið 2012 í 14 í dag sem er um 17 pró­sent af heild­ar­fjölda úti­búa á Ísland­i.“

Í grein­inni rekur hún síðan ítar­lega hver mark­miðin séu með skipu­lags­breyt­ingum bank­ans, sem nýlega voru kynnt­ar. Íslands­banki er 100 pró­sent í eigu rík­is­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent