Tæknin að knýja fram hraðar breytingar á bönkum

Bankastjóri Íslandsbanka skrifar ítarlega grein um breytingar á bankamarkaði í Vísbendingu sem kom út í dag.

Birna Einarsdóttir
Auglýsing

Miklar breyt­ingar munu eiga sér stað á banka­starf­semi á næstu miss­erum, og miða skipu­lags­breyt­ingar hjá Íslands­banka að því að laga bank­ann og þjón­ustu hans að þessum breytta veru­leika. Tækni- og reglu­gerð­ar­breyt­ingar knýja á um breytta starf­semi og í þessu ferli fel­ast tæki­færi og ógn­an­ir.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítar­legri grein eftir Birnu Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra Íslands­banka, í grein í Vís­bend­ingu í dag. Í grein­inni rekur hún hvernig umhverfi banka­starf­semi er að breytast, og hvernig Íslands­banki er að takast á við þessar breyt­ing­ar. „Það að marg­vís­leg fyr­ir­tæki, önnur en bankar, hafi áhuga á að veita banka­þjón­ustu leggur ríkar kröfur á okkur banka­fólkið um að veita fram­úr­skar­andi þjón­ustu, bæði innan úti­búa en ekki síður með raf­rænum dreifi­leiðum eins og appi og net­banka. Hópur þess­ara fyr­ir­tækja er mjög fjöl­breytt­ur. Alþjóð­legu tæknirisarnir Amazon, Google og Face­book hafa allir orðið sér út um starfs­leyfi til að veita banka­þjón­ustu í allri Evr­ópu. Við sjáum inn­lend tækni­fyr­ir­tæki eins og Advania sömu­leiðis feta fyrstu skref í greiðslu­þjón­ustu og síma­fyr­ir­tækið Nova rekur greiðslu­appið Aur í sam­keppni við Kass sem Íslands­banki starf­ræk­ir. Sam­kvæmt rann­sókn Sopra Bank­ing hefur yfir helm­ingur Evr­ópu­búa áhuga á að hefja banka­við­skipti við annan aðila en banka,“ segir Birna meðal ann­ars í grein­inni.

Auglýsing

Hún segir að bankar þurfi að taka til­lit til þessa breytta veru­leika sem nú blasi við. Staf­ræn sókn hafi verið mikil á síð­ustu árum og hún muni halda áfram. Þessu ferli hafi fylgt hag­ræð­ing í rekstri en einnig enn meiri og betri þjón­usta við við­skipta­vini. „Eftir því sem staf­rænni sókn vindur áfram, hefur Íslands­banki haft tæki­færi til hag­ræða í úti­búa­neti sínu. Úti­búum hefur þannig fækkað úr 26 árið 2012 í 14 í dag sem er um 17 pró­sent af heild­ar­fjölda úti­búa á Ísland­i.“

Í grein­inni rekur hún síðan ítar­lega hver mark­miðin séu með skipu­lags­breyt­ingum bank­ans, sem nýlega voru kynnt­ar. Íslands­banki er 100 pró­sent í eigu rík­is­ins.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Frumvarp Páls breytir litlu um samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp takmarkanir á úthlutaðri aflahlutdeild. Það gengur mun skemur en aðrar tillögur sem lagðar hafa verið fram til að draga úr samþjöppun í sjávarútvegi.
Kjarninn 1. desember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Hefði verið gott að „átta sig fyrr á því að þessi bruni væri öðruvísi en aðrir“
Dagur B. Eggertsson segir að borgaryfirvöld verði að taka til sín þá gagnrýni sem eftirlifendur brunans á Bræðraborgarstíg hafa sett fram á þann stuðning og aðstoð sem þeir fengu.
Kjarninn 1. desember 2020
Barist við elda í Ástralíu.
Eldar helgarinnar slæmur fyrirboði
„Svarta sumarið“ er öllum Áströlum enn í fersku minni. Nú, ári seinna, hafa gróðureldar kviknað á ný og þó að slökkvistarf hafi gengið vel um helgina er óttast að framundan sé óvenju heit þurrkatíð.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Húsarústirnar standa enn.
Dómstjóri synjar beiðni um lokað þinghald í manndrápsmálinu á Bræðraborgarstíg
Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hefur synjað beiðni um lokað þinghald í máli mannsins sem er ákærður fyrir brennu og manndráp á Bræðraborgarstíg 1 í sumar. Þrír fórust í eldsvoðanum og tveir slösuðust alvarlega.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Vísaði frá kvörtun vegna ummæla Þórhildar Sunnu um merki á lögreglubúningum
Viðbrögð þingmanns Pírata í pontu Alþingis við umfjöllun í fjölmiðlum um þýðingu merkja sem lögreglumenn hefðu borið við störf sín fela ekki í sér brot á siðareglum þingmanna.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Einungis helmingur ferðaþjónustufyrirtækja nýtti sér Ferðagjöfina
Verðið lækkaði um rúman þriðjung til að laða að Íslendinga
Ferðaþjónufyrirtæki lækkuðu verð á þjónustu sinni um 35 prósent í sumar til að laða að Íslendinga síðasta sumar, en aðeins helmingur þeirra tók á móti Ferðagjöf stjórnvalda.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent