Donald Trump jr., sonur Donald Trump, átti fund með lögfræðingi með tengsl við rússnesk yfirvöld, og kemur fram í tölvupóstum, sem New York Times hefur komist yfir, að rússnesk yfirvöld hafi búið yfir gögnum um Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, sem gætu skaðað hana.
Fram kemur í tölvupóstunum, að innihald þessara gagna hafi verið borið undir Trump jr., og hann segir í svari sínu í tölvupóstunum: „If it’s what you say I love it“.
Sá sem er milliður í þessum samskiptum, sem áttu sér stað í júní í fyrra þegar kosningabaráttan stóð sem hæst, var breskur maður, Rob Goldstone, sem kom þeim skilaboðum til Trump að rússnesk yfirvöld væru að baki þeim árásum sem leiddu til þess að gögnin um Hillary, þar á meðal póstar yfirmanna framboðs hennar, komust í dagsljósið.
Trump hefur í tilkynningu sagt að hann hafi lýst því yfir, að það væri gott ef „eitthvað“ gæti skaðað framboð Hillary, en hann hefur neitað því að hafa vitað af tengslum rússneskra yfirvalda við gangalekana og tölvuárásirnar.
Þessi gögn sem New York Times hefur nú birt, virðast benda til þess, að hann hafi vitað hvað væri á ferðinni, þar á meðal að rússnesk yfirvöld væru á bak við tölvuárásirnar á Hillary. Með það fyrir augum að hjálpa Trump að verða forseti Bandaríkjanna.
Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að rannsóknin á tengslum framboðs Trumps við rússnesk yfirvöld sé „algjörlega úr takti við raunveruleikann“ og í henni felist „nornaveiðar“ gagnvart þeim sem rannsóknin beinist nú að.
Alríkislögreglan FBI, bandaríska leyniþjónustan CIA og síðan Bandaríkjaþing sjálft, eru að rannsókn tölvuárásir Rússa og tengsl þeirra við kosningarnarnar í fyrra. Rannsóknirnar eru í fullum gangi, og ekki ljóst hvenær þeim mun ljúka.