Miklar breytingar orðið á íslenskum vinnumarkaði

Vísbendingar eru um að stór hópur erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði sé hvergi skráður.

verkamenn.jpg
Auglýsing

Íslenskur vinnu­mark­aður hefur tekið miklum breyt­ingum frá hruni en aug­ljóst er að mik­ill upp­gangur er nú í þjóð­ar­bú­skapnum og þenslu­merkin sjást greini­lega. Breyt­ing­arnar sem orðið hafa á vinnu­afli á mark­aði eru miklar í sumum geirum, en minni í öðr­um. Fram­leiðni vinnu­aflsins mæld­ist um 4 pró­sent í fyrra sem er langt umfram fram­leiðni­vöxt und­an­far­inna ára.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítar­legri grein dr. Katrínar Ólafs­dótt­ur, lekt­ors við Háskól­ann í Reykja­vík, í Vís­bend­ingu sem kom út í dag, en hún á sæti í pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands. 

Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík.

Auglýsing

Í grein­inni rekur Katrín þær miklu breyt­ingar sem orðið hafa á vinnu­mark­aðn­um. „Upp­gangur í þjóð­ar­bú­skapnum er mik­ill um þessar mundir og kenna má ýmis þenslu­merki á vinnu­mark­aði. Atvinnu­leysi er nú svipað og það var á árinu 2008 og í fyrra fluttu 4 þús­und fleiri ein­stak­lingar til lands­ins en frá því. Störfum hefur fjölgað mjög og vís­bend­ingar eru um að opin­berar tölur nái ekki utan um allan þanna fjölda starfa sem orðið hafa til í land­in­u,“ segir meðal ann­ars í grein Katrín­ar. 

Hún segir einnig lík­legt að nokkur fjöldi erlendra starfs­manna komi til lands­ins til að vinna tíma­bund­ið, án þess að þeir séu skráðir í þjóð­skrá. Í ljósi þess að vinnu­mark­aðs­könnun Hag­stofu Íslands nái aðeins til þeirra sem eru skráðir í þjóð­skrá, þá sé lík­legt að það vanti gögn um fjölda starfs­manna. „Fjöldi erlendra þjón­ustu­fyr­ir­tækja sem starfa hér á landi fór úr 11 fyr­ir­tækjum á árinu 2016 í nálægt 50 fyr­ir­tæki í ár. Fjöldi starfs­manna­leiga hefur á sama tíma tvö­fald­ast úr 15 í nálægt 30. Starfs­manna­fjöldi þess­ara fyr­ir­tækja var sam­tals um 400 í fyrra, en er nú ríf­lega 1.500,“ segir í grein Katrínar í Vís­bend­ingu.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent