#ferðamál

Farsímagögn varpa nýju ljósi á hegðun ferðamanna á Íslandi

Gögn um erlenda farsíma á reiki frá Símanum gefa nýjar tölur um dreifingu ferðamanna eftir landshlutum og árstíðum.

Ferðamenn halda sér í borginni að vetri til.
Ferðamenn halda sér í borginni að vetri til.

Grein­ing­ar­deild Arion banka birti í gær gögn um dreif­ingu ferða­manna, en gögnin voru byggð á stað­setn­ingu erlendra sím­tækja sem eru í reiki hjá Sím­an­um. Stað­setn­ing tækj­anna er skráð tvisvar á sól­ar­hring, klukkan 03:00 og klukkan 15:00 ,og ná frá júní 2016 til febr­úar 2017. 

Gögnin sýna að munur milli árs­tíða eykst eftir því sem fjær dregur Kefla­vík­ur­flug­velli og höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Í miðbæ Reykja­víkur og á Suð­ur­nesjum er lít­ill munur á með­al­fjölda erlendra sím­tækja á dag eftir árs­tíðum en í hinum lands­hlut­un­um, sér­stak­lega á Norð­ur- og Aust­ur­landi, koma mjög fáir ferða­menn á vet­urna. 

Skjáskot úr greiningu Arion. Hér eru árstíðasveiflur greinilegar utan Suðvesturhornsins.

Þar sem far­síma­notkun er skoðuð að degi og nóttu til gefa gögnin einnig vís­bend­ingu um hversu langt ferða­menn fara frá gisti­stöðum sín­um. Í ljós kemur að þeir eyða nótt­inni frekar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en nýta dag­inn til að skoða sig um og ferð­ast út á land, en 45% sím­tækja eru stað­sett á höf­uð­borg­ar­svæð­inu miðað við 35% um eft­ir­mið­dag­inn.

Auglýsing

Hins vegar er einnig minnst á það í kynn­ingu Arion banka að gögnin séu tak­mörkuð að ýmsu leyti. Þar sem þau eru ein­ungis frá einu sím­fyr­ir­tæki end­ur­spegli þau hugs­an­lega ekki hegðun allra ferða­manna á Íslandi. Tak­mark­an­irnar má sjá þegar far­síma­gögn eftir þjóð­erni eru borin saman við  gögn Hag­stofu og Ferða­mála­stofu um gistinætur eftir þjóð­erni, en þar gætir mik­ils mis­ræm­is. Til að mynda eru 26% ferða­manna frá Norð­ur­-Am­er­íku sam­kvæmt Hag­stofu, en sam­kvæmt far­síma­gögn­unum eru ein­ungis 9% ferða­manna það­an.

Þrátt fyrir van­kanta telur grein­ing­ar­deildin umrædd gögn vera „kær­komna við­bót“ við þá flóru upp­lýs­inga sem nú þegar er til staðar um ferða­menn, sér­stak­lega í ljósi þess að önnur gögn séu einnig tak­mörkuð að ýmsu leyti.Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Joanne Rowling, höfundur Harry Potter- bókanna.
Tvær nýjar galdrabækur væntanlegar frá J.K. Rowling
Útgáfufyrirtæki J.K. Rowling birti yfirlýsingu um að tvær bækur tengdar Harry Potter- seríunni yrðu gefnar út þann 20. október næstkomandi.
22. júlí 2017
Sean Spicer stjórnar blaðamannafundi.
Sean Spicer hættur sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins
Spicer var fjölmiðlafulltrúi Trumps í sex mánuði og var margsinnis uppvís að augljósum rangfærslum. Hann hættir vegna ágreinings við nýskipaðan yfirmann sinn.
21. júlí 2017
Elon Musk er forstjóri fyrirtækisins Tesla.
Áhætta fólgin í fjárfestingu í Tesla
Neikvætt fjárstreymi Tesla gerir það að verkum að Citi-bankinn telur mikla áhættu fólgna í fjárfestingu í rafbílaframleiðandanum.
21. júlí 2017
Eignir Skúla í Subway kyrrsettar
Lögmaður Skúla og félags hans mótmælir kyrrsetningunni kröftuglega og segir að málinu verði vísað fyrir dóm.
21. júlí 2017
Norður-Kórea hleypir fáum ferðamönnum til landsins á hverju ári og þeir sem fá að heimsækja landið þurfa að uppfylla allskyns skilyrði.
Bandaríkjamönnum bannað að ferðast til Norður-Kóreu
Bandarískir ferðamenn verða að drífa sig ef þeir ætla að ferðast til Norður-Kóreu því brátt verður þeim bannað að fara þangað.
21. júlí 2017
Björn Teitsson
Um Borgarlínu, snakk og ídýfu og bíla sem eru samt bílar
21. júlí 2017
Reykjanesbær var skuldsettasta sveitarfélagið árið 2015.
Skuld Reykjanesbæjar var 249% af eignum
Skuldahlutfall A og B- hluta Reykjanesbæjar var 249% árið 2015, hæst allra sveitarfélaga. Gerð var sérstök grein fyrir stöðu þeirra í skýrslu innanríkisráðuneytisins.
21. júlí 2017
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Augljósar deilur ríkisstjórnarflokka um krónuna
Innan ríkisstjórnarinnar eru augljóslega deildar meiningar um gjaldmiðlamál.
21. júlí 2017
Meira úr sama flokkiInnlent