#velferðarmál

Ísland langverst Norðurlanda í að vinna gegn ójöfnuði

Ísland er í 12. sæti landa sem leggja sig fram við að vinna gegn ójöfnuði, samkvæmt nýrri skýrslu Oxfam.

Íslenskt skatta- og lagaumhverfi virðist verr í stakk búið til að tækla ójöfnuð en hin Norðurlöndin.
Íslenskt skatta- og lagaumhverfi virðist verr í stakk búið til að tækla ójöfnuð en hin Norðurlöndin.

Alþjóð­legu sam­tök­in Oxfam gáfu út skýrslu fyrr í dag þar sem löndum var raðað eftir aðgerðum þeirra gegn ójöfn­uði. Á þeim lista er Ísland í 12. sæt­i, langneðst allra Norð­ur­landa. 

Í frétt Guar­dian kemur fram að vinna að skýrslu Oxfam hafi tekið ár, en mark­mið hennar er að raða löndum eftir því hversu mikið þau leggja sig fram við að draga úr ójöfn­uði. Rann­sóknin nær til 152 landa og og skoðar 18 atriði yfir þrjá mála­flokka. Fyrsti flokk­ur­inn metur útgjöld til vel­ferð­ar­mála, sér­stak­lega heil­brigð­is- og mennta­mála, en þar er Ísland í 24. sæti. Annar flokk­ur­inn mælir upp­bygg­ingu skatt­kerf­is­ins og á hverjum skatt­byrðin lend­ir, en þar lendum við í 27. sæti. Ísland stendur sig best í þriðja mála­flokknum sem mælir vinnu­mark­aðslög­gjöf gegn ójöfn­uði, en þar vermum við sjö­unda sæt­ið. 

Auglýsing

Þótt Ísland sé ofar­lega á list­anum er það langneðst allra Norð­ur­landa, sem verma fjögur af sex efstu sæt­un­um. Mun­ur­inn á Íslandi og hinum Norð­ur­lönd­unum er mestur í upp­bygg­ingu skatt­kerf­is­ins en minnstur í vinnu­mark­aðslög­gjöf. 

Oxfam International er banda­lag 13 sam­taka í yfir 100 lönd­um, en mark­mið þeirra er að vinna gegn fátækt og órétt­læti víða um heim.

Á list­anum hér að neðan má sjá efstu tólf löndin á list­an­um. Þar að auki er sæti hvers lands gefið í hverjum mála­flokki. 

Efstu tólf löndin á lista Oxfam

Land Útgjöld til

vel­ferð­ar­kerf­is­ins
Upp­bygg­ing

skatt­kerf­is­ins
Vinnu­mark­aðs-

lög­gjöf
Sví­þjóð 9 8 8
Belgía 4 3 24
Dan­mörk 8 9 12
Nor­egur 20 6 3
Þýska­land 2 17 6
Finn­land 3 23 10
Aust­ur­ríki 6 40 1
Frakk­land 5 19 21
Hol­land 19 13 9
Lúx­em­borg 12 21 11
Japan 7 43 4
Ísland 24 27 7
Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Joanne Rowling, höfundur Harry Potter- bókanna.
Tvær nýjar galdrabækur væntanlegar frá J.K. Rowling
Útgáfufyrirtæki J.K. Rowling birti yfirlýsingu um að tvær bækur tengdar Harry Potter- seríunni yrðu gefnar út þann 20. október næstkomandi.
22. júlí 2017
Sean Spicer stjórnar blaðamannafundi.
Sean Spicer hættur sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins
Spicer var fjölmiðlafulltrúi Trumps í sex mánuði og var margsinnis uppvís að augljósum rangfærslum. Hann hættir vegna ágreinings við nýskipaðan yfirmann sinn.
21. júlí 2017
Elon Musk er forstjóri fyrirtækisins Tesla.
Áhætta fólgin í fjárfestingu í Tesla
Neikvætt fjárstreymi Tesla gerir það að verkum að Citi-bankinn telur mikla áhættu fólgna í fjárfestingu í rafbílaframleiðandanum.
21. júlí 2017
Eignir Skúla í Subway kyrrsettar
Lögmaður Skúla og félags hans mótmælir kyrrsetningunni kröftuglega og segir að málinu verði vísað fyrir dóm.
21. júlí 2017
Norður-Kórea hleypir fáum ferðamönnum til landsins á hverju ári og þeir sem fá að heimsækja landið þurfa að uppfylla allskyns skilyrði.
Bandaríkjamönnum bannað að ferðast til Norður-Kóreu
Bandarískir ferðamenn verða að drífa sig ef þeir ætla að ferðast til Norður-Kóreu því brátt verður þeim bannað að fara þangað.
21. júlí 2017
Björn Teitsson
Um Borgarlínu, snakk og ídýfu og bíla sem eru samt bílar
21. júlí 2017
Reykjanesbær var skuldsettasta sveitarfélagið árið 2015.
Skuld Reykjanesbæjar var 249% af eignum
Skuldahlutfall A og B- hluta Reykjanesbæjar var 249% árið 2015, hæst allra sveitarfélaga. Gerð var sérstök grein fyrir stöðu þeirra í skýrslu innanríkisráðuneytisins.
21. júlí 2017
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Augljósar deilur ríkisstjórnarflokka um krónuna
Innan ríkisstjórnarinnar eru augljóslega deildar meiningar um gjaldmiðlamál.
21. júlí 2017
Meira úr sama flokkiInnlent