Ísland langverst Norðurlanda í að vinna gegn ójöfnuði

Ísland er í 12. sæti landa sem leggja sig fram við að vinna gegn ójöfnuði, samkvæmt nýrri skýrslu Oxfam.

Íslenskt skatta- og lagaumhverfi virðist verr í stakk búið til að tækla ójöfnuð en hin Norðurlöndin.
Íslenskt skatta- og lagaumhverfi virðist verr í stakk búið til að tækla ójöfnuð en hin Norðurlöndin.
Auglýsing

Alþjóð­legu sam­tök­in Oxfam gáfu út skýrslu fyrr í dag þar sem löndum var raðað eftir aðgerðum þeirra gegn ójöfn­uði. Á þeim lista er Ísland í 12. sæt­i, langneðst allra Norð­ur­landa. 

Í frétt Guar­dian kemur fram að vinna að skýrslu Oxfam hafi tekið ár, en mark­mið hennar er að raða löndum eftir því hversu mikið þau leggja sig fram við að draga úr ójöfn­uði. Rann­sóknin nær til 152 landa og og skoðar 18 atriði yfir þrjá mála­flokka. Fyrsti flokk­ur­inn metur útgjöld til vel­ferð­ar­mála, sér­stak­lega heil­brigð­is- og mennta­mála, en þar er Ísland í 24. sæti. Annar flokk­ur­inn mælir upp­bygg­ingu skatt­kerf­is­ins og á hverjum skatt­byrðin lend­ir, en þar lendum við í 27. sæti. Ísland stendur sig best í þriðja mála­flokknum sem mælir vinnu­mark­aðslög­gjöf gegn ójöfn­uði, en þar vermum við sjö­unda sæt­ið. 

Auglýsing

Þótt Ísland sé ofar­lega á list­anum er það langneðst allra Norð­ur­landa, sem verma fjögur af sex efstu sæt­un­um. Mun­ur­inn á Íslandi og hinum Norð­ur­lönd­unum er mestur í upp­bygg­ingu skatt­kerf­is­ins en minnstur í vinnu­mark­aðslög­gjöf. 

Oxfam International er banda­lag 13 sam­taka í yfir 100 lönd­um, en mark­mið þeirra er að vinna gegn fátækt og órétt­læti víða um heim.

Á list­anum hér að neðan má sjá efstu tólf löndin á list­an­um. Þar að auki er sæti hvers lands gefið í hverjum mála­flokki. 

Efstu tólf löndin á lista Oxfam

Land Útgjöld til

vel­ferð­ar­kerf­is­ins
Upp­bygg­ing

skatt­kerf­is­ins
Vinnu­mark­aðs-

lög­gjöf
Sví­þjóð 9 8 8
Belgía 4 3 24
Dan­mörk 8 9 12
Nor­egur 20 6 3
Þýska­land 2 17 6
Finn­land 3 23 10
Aust­ur­ríki 6 40 1
Frakk­land 5 19 21
Hol­land 19 13 9
Lúx­em­borg 12 21 11
Japan 7 43 4
Ísland 24 27 7
Endurkast af gljásteinsþökum hefur virkað sem ljóskastari á nágranna þeirra sem komið hafa komið sér upp slíkum þökum.
Glampandi þak
Leir er ekki alltaf á borði dómstóla. Hæstiréttur Danmerkur fjallaði um álitamál sem varðar þetta algenga byggingarefni á dögunum.
21. janúar 2018
Ásgerður leiðir á Seltjarnarnesi - Fimm konur í sjö efstu sætum
Sitjandi bæjarstjóri fékk örugga kosninga í efsta sætið.
21. janúar 2018
280 þúsund manns dáið úr of stórum skammti á 5 árum
Gífurleg aukning hefur verið á dauðsföllum úr of stórum skammti vímuefna. Tölur um dauðsföll á Íslandi hjá ungum fíklum þykja „ógnvekjandi“.
20. janúar 2018
Greiðslustöðvun ríkisins á ársafmæli forsetatíðar Trumps
Trump ætlaði sér að fagna árs dvöl sinni í Hvíta húsinu í dag, en fagnaðarviðburði með fjárhagslegum bakhjörlum hefur verið frestað.
20. janúar 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kjósum um Borgarlínuna
20. janúar 2018
Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík.
Falsaðir reikningar, breyttir samningar og gervilén í fjárdráttarmáli Magnúsar
Fyrrverandi forstjóri United Silicon er talinn hafa látið leggja greiðslur inn á reikninga í Danmörku og Ítalíu og síðan notað þær í eigin þágu. Alls er grunur um 605 milljóna króna fjárdrátt.
20. janúar 2018
Eyþór á fyrirtæki úti á Granda og vill byggja í Örfirisey
Eyþór Arnalds frambjóðandi í oddvitakjöri Sjálfstæðisflokksins vill að borgin reisi íbúabyggð í Örfirisey. Hann á sjálfur fyrirtæki í rekstri svæðinu en telur hagsmunatengslin ekki þannig að honum sé ókleift að vera talsmaður uppbyggingar á svæðinu.
20. janúar 2018
Stóru málin
Stóru málin
Stóru Málin 19 - Viðar Guðhjonsen, Davíð Oddsson og Donald Trump
20. janúar 2018
Meira úr sama flokkiInnlent