Áhrif Costco á Haga takmörkuð

Samkeppniseftirlitið telur áhrif Costco á lyfja- og dagvörumarkaði ekki vera nægan rökstuðning fyrir samruna Haga og Lyfju.

Bónus, ein verslana sem tilheyrir Högum.
Bónus, ein verslana sem tilheyrir Högum.
Auglýsing

Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Haga hf. á öllu hlutafé í Lyfju hf. Ástæður ógildingarinnar hafi verið svipaður rekstur fyrirtækjanna, markaðsráðandi staða Haga og takmörkuð áhrif vegna opnun Costco. Þetta kemur fram í tilkynningu eftirlitsins.

Eftirtaldir punktar voru nefndir ástæður ógildingarinnar:

  • Staða á mörkuðum sem Hagar og Lyfja starfa bæði á:
„Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að fyrirtækin eru nánir keppinautar í smásölu á hreinlætis- og snyrtivörum, markaði fyrir vítamín, bætiefni og steinefni og markaði fyrir mat- og drykkjarvörur í flokki heilsuvara.“

 „Við samrunann hefði samkeppni milli fyrirtækjanna horfið og á sumum landssvæðum utan höfuðborgarsvæðisins hefði hið sameinaða fyrirtæki verið eini smásalinn á umræddum vörum“.

Auglýsing

  •  Markaðsráðandi staða Haga á dagvörumarkaði:

„Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiðir ennfremur í ljós að samruninn hefði styrkt markaðsráðandi stöðu Haga. Sú styrking hefði fyrst og fremst birst í auknum innkaupastyrk hins sameinaða félags, samþættingu verslana, staðsetningu verslana og möguleikum á auknu vöruframboði í verslunum Lyfju.“ 

  • Áhrif Costco:

„Það er niðurstaða þessarar rannsóknar að opnun og tilvist Costco á íslenskum markaði hafi takmörkuð áhrif á þá markaði sem Hagar og Lyfja starfa bæði á, þ.e. einkum á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði.“

„Niðurstaða þessa máls verður því ekki reist á þeirri forsendu að Hagar séu ekki lengur í markaðsráðandi stöðu eða að sú breyting verði á næstunni. Í þessu sambandi er Samkeppniseftirlitið sammála Högum og öðrum markaðsaðilum sem hafa lýst því yfir að of snemmt sé að segja til um hvaða áhrif Costco muni hafa hér á landi til lengri tíma litið.“

Í tilkynningunni segir einnig að Hagar hafi lagt fram tillögur að skilyrðum til þess að koma í veg fyrir samkeppnisröskunum. Þessar tillögur hafi hins vegar ekki verið nægar að mati Samkeppnisyfirlitsins. 

Í lok tilkynningarinnar segir Pál Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins:

„Almenningur á Íslandi á að njóta lægra verðs og betri þjónustu á mikilvægum neytendamörkuðum, á grundvelli virkrar samkeppni. Samrunareglum samkeppnislaga er m.a. ætlað að tryggja þetta. Rannsókn okkar sýnir að þessi samruni hefði verið skref í öfuga átt,˝ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent