Áhrif Costco á Haga takmörkuð

Samkeppniseftirlitið telur áhrif Costco á lyfja- og dagvörumarkaði ekki vera nægan rökstuðning fyrir samruna Haga og Lyfju.

Bónus, ein verslana sem tilheyrir Högum.
Bónus, ein verslana sem tilheyrir Högum.
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur ógilt sam­runa sem áform­aður var með kaupum Haga hf. á öllu hlutafé í Lyfju hf. Ástæður ógild­ing­ar­innar hafi verið svip­aður rekstur fyr­ir­tækj­anna, mark­aðs­ráð­andi staða Haga og tak­mörkuð áhrif vegna opnun Costco. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu eft­ir­lits­ins.

Eft­ir­taldir punktar voru nefndir ástæður ógild­ing­ar­inn­ar:

  • Staða á mörk­uðum sem Hagar og Lyfja starfa bæði á:
„Rann­sókn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins leiddi í ljós að fyr­ir­tækin eru nánir keppi­nautar í smá­sölu á hrein­læt­is- og snyrti­vörum, mark­aði fyrir vítamín, bæti­efni og stein­efni og mark­aði fyrir mat- og drykkj­ar­vörur í flokki heilsu­vara.“

 „Við sam­run­ann hefði sam­keppni milli fyr­ir­tækj­anna horfið og á sumum lands­svæðum utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hefði hið sam­ein­aða fyr­ir­tæki verið eini smá­sal­inn á umræddum vöru­m“.

Auglýsing

  •  Mark­aðs­ráð­andi staða Haga á dag­vöru­mark­aði:

„Rann­sókn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins leiðir enn­fremur í ljós að sam­run­inn hefði styrkt mark­aðs­ráð­andi stöðu Haga. Sú styrk­ing hefði fyrst og fremst birst í auknum inn­kaupa­styrk hins sam­ein­aða félags, sam­þætt­ingu versl­ana, stað­setn­ingu versl­ana og mögu­leikum á auknu vöru­fram­boði í versl­unum Lyfju.“ 

  • Áhrif Costco:

„Það er nið­ur­staða þess­arar rann­sóknar að opnun og til­vist Costco á íslenskum mark­aði hafi tak­mörkuð áhrif á þá mark­aði sem Hagar og Lyfja starfa bæði á, þ.e. einkum á hrein­læt­is- og snyrti­vöru­mark­að­i.“

„Nið­ur­staða þessa máls verður því ekki reist á þeirri for­sendu að Hagar séu ekki lengur í mark­aðs­ráð­andi stöðu eða að sú breyt­ing verði á næst­unni. Í þessu sam­bandi er Sam­keppn­is­eft­ir­litið sam­mála Högum og öðrum mark­aðs­að­ilum sem hafa lýst því yfir að of snemmt sé að segja til um hvaða áhrif Costco muni hafa hér á landi til lengri tíma lit­ið.“

Í til­kynn­ing­unni segir einnig að Hagar hafi lagt fram til­lögur að skil­yrðum til þess að koma í veg fyrir sam­keppn­is­rösk­un­um. Þessar til­lögur hafi hins vegar ekki verið nægar að mati Sam­keppn­is­yf­ir­lits­ins. 

Í lok til­kynn­ing­ar­innar segir Pál Gunnar Páls­son, for­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins:

„Al­menn­ingur á Íslandi á að njóta lægra verðs og betri þjón­ustu á mik­il­vægum neyt­enda­mörk­uð­um, á grund­velli virkrar sam­keppni. Sam­runa­reglum sam­keppn­islaga er m.a. ætlað að tryggja þetta. Rann­sókn okkar sýnir að þessi sam­runi hefði verið skref í öfuga átt,˝ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent