Síðasti mánuður, júní, var þriðji heitasti júní sem mælst hefur í heiminum. Það gerir árið 2017 líklegra til þess að verða þriðja árið í röð sem slær hitamet á jörðinni síðan mælingar hófust.
Frá þessu er greint á vef breska blaðsins The Guardian.
Þessar síðustu hitatölur hafa fyllt vísindamenn ótta um að hlýnun jarðar sé nú meiri en sést hefur í 115.000 þúsund ár og að hlýnunin verði ekki takmörkuð við 1,5 gráðu eða tvær gráður, eins og samþykkt hefur verið að miða að.
Júní síðastliðinn var þriðji heitasti mánuðurinn síðan mælingar hófust árið 1885. Aðeins júní árið 2015 og júní árið 2016 hafa verið heitari að jafnaði.
Meðalhiti jarðar er mældur með því að leggja saman hitastig á landi og við yfirborð sjávar. Miðað við það er júní 0,82 gráðum hlýrri en meðalhiti allrar 20. aldarinnar. Síðasti júní var 41. júnímánuðurinn í röð sem er yfir þessu meðaltali.