Hinn umdeildi fjölmiðlafulltrúi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur sagt upp störfum eftir að hafa gengt starfinu í sex mánuði. Bandaríska dagblaðið The New York Times greinir frá þessu.
Spicer er sagður hafa sagt starfi sínu lausu vegna djúpstæðs ágreinings við nýskipaðan yfirmann upplýsingadeildar Hvíta hússins, Anthony Scaramucci.
Trump skipaði Scaramucci í stöðu yfirmanns Spicer klukkan 10 að staðartíma í dag, þegar klukkan var 14 hér á Íslandi. Tveimur tímum síðar sagði New York Times fréttir af því að Spicer væri hættur.
Forsetinn hafði beðið Spicer um að gegna starfinu áfram en fjölmiðlafulltrúinn sagðist halda að ráðningin væri mikil mistök.
Sarah Huccabee Sanders, aðstoðarmaður Spicers, hefur komið fram fyrir hönd Hvíta hússins að undanförnu í stað Spicers.
Fjölmiðlafullrúinn hefur verið á milli tannana á fjölmiðlum síðan hann tók við starfinu í janúar. Á sínum fyrsta fjölmiðlafundi lýsti hann því meðal annars yfir að aldrei hefðu fleiri áhorfendur fylgst með vígslu forseta í Washington og þegar Trump var svarinn í embætti. Það hefði ekki getað verið fjarri sannleikanum eins og sýnt var fram á. Spicer þráaðist hins vegar við.
Scaramucci kemur úr fjármálaheiminum í New York.