Hækkun húsnæðisverðs í fjölbýli í Reykjavík hefur verið þrefalt hraðari en launahækkun undanfarna tólf mánuði. Þetta kemur fram í nýrri fréttatilkynningu frá íbúðalánasjóði.

Una Jónsdóttir, hagfræðingur Íbúðalánasjóðs
Þróun launa miðað við húsnæðisverð

Úr fréttatilkynningu Íbúðalánasjóðs. Fasteignaverð hefur hækkað hraðar en launaþróun síðustu tólf mánuði.
Þrátt fyrir umrædda hækkun síðustu tólf mánaða virðist hafa hægt á henni allra síðustu mánuði. Í júní lækkaði verð á fjölbýli um 0,2% frá fyrri mánuði, en það var fyrsta lækkunin sem mælist i tvö ár. Á sama tíma jókst vísitala launa um 1% milli mánaða og gæti því verið að þessar stærðir færist nær hvorri annarri með hægari vexti fasteignaverðs.
Auglýsing