4% hagvöxtur í Svíþjóð – Bretar missa af uppsveiflunni

Nýbirtar hagvaxtartölur Evrópusambandsríkja og Bandaríkjanna benda til uppsveiflu á Vesturlöndunum. Bretar virðast hins vegar missa af þessari uppsveiflu, þar sem landsframleiðsla hefur ekki aukist jafn hratt þar í landi.

Gamla Stan í Stokkhólmi. Mikill hagvöxtur Svía er talinn vera vegna neikvæðra stýrivaxta.
Gamla Stan í Stokkhólmi. Mikill hagvöxtur Svía er talinn vera vegna neikvæðra stýrivaxta.
Auglýsing

Lands­fram­leiðsla Sví­þjóðar óx um 1,7% síð­ustu þrjá mán­uð­ina, sem sam­svarar 4% hækkun á árs­grund­velli. Einnig er til­tölu­lega mik­ill hag­vöxtur í Banda­ríkj­unum og öðrum ESB-lönd­um, á meðan hægir á breska hag­kerf­inu. Þetta kemur fram á frétt The Guar­dian fyrr í dag.

Upp­sveifla Vest­ur­landa

Bjartar horfur eru á Evru­svæð­inu um þessar mund­ir, en sam­kvæmt nýbirtum tölum Evr­ópu­sam­bands­ins hefur bjart­sýni meðal aðild­ar­ríkja þess í efna­hags­málum ekki verið meiri síðan fyrir fjár­mála­hrunið 2008.

Aukin bjart­sýni er einnig í takt við hag­vaxt­ar­tölur margra Evr­ópu­sam­bands­ríkja fyrir annan árs­fjórð­ung 2017, en lands­fram­leiðsla Frakk­lands, Spánar og Sví­þjóðar hefur auk­ist tölu­vert á tíma­bil­inu.  Í Frakk­landi var hag­vöxt­ur­inn 0,5%, eða 1,8% á árs­grund­velli, en búist er við heil­brigðum vexti út árið ef breyt­ingar á vinnu­mark­aði ná fram að ganga.

Auglýsing

Á Spáni náði hag­vöxt­ur­inn 0,9% fyrir sama tíma­bil og 3,1% á árs­grund­velli. Með því hefur lands­fram­leiðsla Spánar loks­ins orðin jafn­mikil og rétt fyrir fjár­málakrepp­una.

Mestur var hag­vöxt­ur­inn þó í Sví­þjóð, eða um 1,7% á einum árs­fjórð­ungi og 4% á árs­grund­velli. Vöxt­ur­inn fór langt fram úr vænt­ingum grein­ing­ar­að­ila, en þeir spáðu um 1% vexti. Helsti drif­kraftur hag­vaxt­ar­ins þar í landi virð­ist vera pen­inga­mála­stefna lands­ins, en stýri­vextir seðla­bank­ans eru þar nei­kvæðir í -0,5%, sem hvetur til auk­innar lán­töku.

Í Banda­ríkj­unum hefur hag­vöxtur einnig tekið kipp en þar mælist hann um 0,65% fyrir annan árs­fjórð­ung, eða 2,6% á árs­grund­velli. Þetta er meira en tvö­falt hærri vaxt­ar­tölur en á fyrsta árs­fjórð­ungi, en hag­vöxt­ur­inn var að mestu drif­inn áfram af auk­inni einka­neyslu.

Árs­fjórð­ungs­vöxtur lands­fram­leiðslu Bret­lands frá 2008

Skjáskot úr frétt Guardian. Hagvöxtur hefur verið undir meðaltali í Bretlandi undanfarin misseri.

Brex­it-vand­ræðin

Bret­land virð­ist missa af upp­sveiflu Vest­ur­land­anna, en árs­fjórð­ungs­vöxtur þar í landi náði ekki nema 0,3%, sem var í takt við vænt­ingar sér­fræð­inga. Breska hag­kerfið hefur átt erfitt upp­dráttar síð­ast­liðna 13 mán­uði eftir Brex­it-­at­kvæða­greiðsl­una, en pundið hefur lækk­að, iðn­aða­fram­leiðsla dreg­ist saman og verð­bólga auk­ist. Kólnun hag­kerf­is­ins má sjá í hag­vaxt­ar­tölum lands­ins síð­ustu tvo árs­fjórð­ung­ana, en þær eru nokkuð undir með­al­tali síð­ustu ára eins og sjá má á mynd hér að ofan.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent