4% hagvöxtur í Svíþjóð – Bretar missa af uppsveiflunni

Nýbirtar hagvaxtartölur Evrópusambandsríkja og Bandaríkjanna benda til uppsveiflu á Vesturlöndunum. Bretar virðast hins vegar missa af þessari uppsveiflu, þar sem landsframleiðsla hefur ekki aukist jafn hratt þar í landi.

Gamla Stan í Stokkhólmi. Mikill hagvöxtur Svía er talinn vera vegna neikvæðra stýrivaxta.
Gamla Stan í Stokkhólmi. Mikill hagvöxtur Svía er talinn vera vegna neikvæðra stýrivaxta.
Auglýsing

Lands­fram­leiðsla Sví­þjóðar óx um 1,7% síð­ustu þrjá mán­uð­ina, sem sam­svarar 4% hækkun á árs­grund­velli. Einnig er til­tölu­lega mik­ill hag­vöxtur í Banda­ríkj­unum og öðrum ESB-lönd­um, á meðan hægir á breska hag­kerf­inu. Þetta kemur fram á frétt The Guar­dian fyrr í dag.

Upp­sveifla Vest­ur­landa

Bjartar horfur eru á Evru­svæð­inu um þessar mund­ir, en sam­kvæmt nýbirtum tölum Evr­ópu­sam­bands­ins hefur bjart­sýni meðal aðild­ar­ríkja þess í efna­hags­málum ekki verið meiri síðan fyrir fjár­mála­hrunið 2008.

Aukin bjart­sýni er einnig í takt við hag­vaxt­ar­tölur margra Evr­ópu­sam­bands­ríkja fyrir annan árs­fjórð­ung 2017, en lands­fram­leiðsla Frakk­lands, Spánar og Sví­þjóðar hefur auk­ist tölu­vert á tíma­bil­inu.  Í Frakk­landi var hag­vöxt­ur­inn 0,5%, eða 1,8% á árs­grund­velli, en búist er við heil­brigðum vexti út árið ef breyt­ingar á vinnu­mark­aði ná fram að ganga.

Auglýsing

Á Spáni náði hag­vöxt­ur­inn 0,9% fyrir sama tíma­bil og 3,1% á árs­grund­velli. Með því hefur lands­fram­leiðsla Spánar loks­ins orðin jafn­mikil og rétt fyrir fjár­málakrepp­una.

Mestur var hag­vöxt­ur­inn þó í Sví­þjóð, eða um 1,7% á einum árs­fjórð­ungi og 4% á árs­grund­velli. Vöxt­ur­inn fór langt fram úr vænt­ingum grein­ing­ar­að­ila, en þeir spáðu um 1% vexti. Helsti drif­kraftur hag­vaxt­ar­ins þar í landi virð­ist vera pen­inga­mála­stefna lands­ins, en stýri­vextir seðla­bank­ans eru þar nei­kvæðir í -0,5%, sem hvetur til auk­innar lán­töku.

Í Banda­ríkj­unum hefur hag­vöxtur einnig tekið kipp en þar mælist hann um 0,65% fyrir annan árs­fjórð­ung, eða 2,6% á árs­grund­velli. Þetta er meira en tvö­falt hærri vaxt­ar­tölur en á fyrsta árs­fjórð­ungi, en hag­vöxt­ur­inn var að mestu drif­inn áfram af auk­inni einka­neyslu.

Árs­fjórð­ungs­vöxtur lands­fram­leiðslu Bret­lands frá 2008

Skjáskot úr frétt Guardian. Hagvöxtur hefur verið undir meðaltali í Bretlandi undanfarin misseri.

Brex­it-vand­ræðin

Bret­land virð­ist missa af upp­sveiflu Vest­ur­land­anna, en árs­fjórð­ungs­vöxtur þar í landi náði ekki nema 0,3%, sem var í takt við vænt­ingar sér­fræð­inga. Breska hag­kerfið hefur átt erfitt upp­dráttar síð­ast­liðna 13 mán­uði eftir Brex­it-­at­kvæða­greiðsl­una, en pundið hefur lækk­að, iðn­aða­fram­leiðsla dreg­ist saman og verð­bólga auk­ist. Kólnun hag­kerf­is­ins má sjá í hag­vaxt­ar­tölum lands­ins síð­ustu tvo árs­fjórð­ung­ana, en þær eru nokkuð undir með­al­tali síð­ustu ára eins og sjá má á mynd hér að ofan.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent