4% hagvöxtur í Svíþjóð – Bretar missa af uppsveiflunni

Nýbirtar hagvaxtartölur Evrópusambandsríkja og Bandaríkjanna benda til uppsveiflu á Vesturlöndunum. Bretar virðast hins vegar missa af þessari uppsveiflu, þar sem landsframleiðsla hefur ekki aukist jafn hratt þar í landi.

Gamla Stan í Stokkhólmi. Mikill hagvöxtur Svía er talinn vera vegna neikvæðra stýrivaxta.
Gamla Stan í Stokkhólmi. Mikill hagvöxtur Svía er talinn vera vegna neikvæðra stýrivaxta.
Auglýsing

Lands­fram­leiðsla Sví­þjóðar óx um 1,7% síð­ustu þrjá mán­uð­ina, sem sam­svarar 4% hækkun á árs­grund­velli. Einnig er til­tölu­lega mik­ill hag­vöxtur í Banda­ríkj­unum og öðrum ESB-lönd­um, á meðan hægir á breska hag­kerf­inu. Þetta kemur fram á frétt The Guar­dian fyrr í dag.

Upp­sveifla Vest­ur­landa

Bjartar horfur eru á Evru­svæð­inu um þessar mund­ir, en sam­kvæmt nýbirtum tölum Evr­ópu­sam­bands­ins hefur bjart­sýni meðal aðild­ar­ríkja þess í efna­hags­málum ekki verið meiri síðan fyrir fjár­mála­hrunið 2008.

Aukin bjart­sýni er einnig í takt við hag­vaxt­ar­tölur margra Evr­ópu­sam­bands­ríkja fyrir annan árs­fjórð­ung 2017, en lands­fram­leiðsla Frakk­lands, Spánar og Sví­þjóðar hefur auk­ist tölu­vert á tíma­bil­inu.  Í Frakk­landi var hag­vöxt­ur­inn 0,5%, eða 1,8% á árs­grund­velli, en búist er við heil­brigðum vexti út árið ef breyt­ingar á vinnu­mark­aði ná fram að ganga.

Auglýsing

Á Spáni náði hag­vöxt­ur­inn 0,9% fyrir sama tíma­bil og 3,1% á árs­grund­velli. Með því hefur lands­fram­leiðsla Spánar loks­ins orðin jafn­mikil og rétt fyrir fjár­málakrepp­una.

Mestur var hag­vöxt­ur­inn þó í Sví­þjóð, eða um 1,7% á einum árs­fjórð­ungi og 4% á árs­grund­velli. Vöxt­ur­inn fór langt fram úr vænt­ingum grein­ing­ar­að­ila, en þeir spáðu um 1% vexti. Helsti drif­kraftur hag­vaxt­ar­ins þar í landi virð­ist vera pen­inga­mála­stefna lands­ins, en stýri­vextir seðla­bank­ans eru þar nei­kvæðir í -0,5%, sem hvetur til auk­innar lán­töku.

Í Banda­ríkj­unum hefur hag­vöxtur einnig tekið kipp en þar mælist hann um 0,65% fyrir annan árs­fjórð­ung, eða 2,6% á árs­grund­velli. Þetta er meira en tvö­falt hærri vaxt­ar­tölur en á fyrsta árs­fjórð­ungi, en hag­vöxt­ur­inn var að mestu drif­inn áfram af auk­inni einka­neyslu.

Árs­fjórð­ungs­vöxtur lands­fram­leiðslu Bret­lands frá 2008

Skjáskot úr frétt Guardian. Hagvöxtur hefur verið undir meðaltali í Bretlandi undanfarin misseri.

Brex­it-vand­ræðin

Bret­land virð­ist missa af upp­sveiflu Vest­ur­land­anna, en árs­fjórð­ungs­vöxtur þar í landi náði ekki nema 0,3%, sem var í takt við vænt­ingar sér­fræð­inga. Breska hag­kerfið hefur átt erfitt upp­dráttar síð­ast­liðna 13 mán­uði eftir Brex­it-­at­kvæða­greiðsl­una, en pundið hefur lækk­að, iðn­aða­fram­leiðsla dreg­ist saman og verð­bólga auk­ist. Kólnun hag­kerf­is­ins má sjá í hag­vaxt­ar­tölum lands­ins síð­ustu tvo árs­fjórð­ung­ana, en þær eru nokkuð undir með­al­tali síð­ustu ára eins og sjá má á mynd hér að ofan.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent