Húsnæðisverð hefur hækkað þrefalt hraðar en laun

Verð á fjölbýli í Reykjavík hefur hækkað þrefalt hraðar en almenn launaþróun síðustu tólf mánuði, samkvæmt tilkynningu Íbúðalánasjóðs.

Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað hraðar en laun síðasta árið.
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað hraðar en laun síðasta árið.
Auglýsing

Hækkun hús­næð­is­verðs í fjöl­býli í Reykja­vík hefur verið þrefalt hrað­ari en launa­hækkun und­an­farna tólf mán­uði. Þetta kemur fram í nýrri frétta­til­kynn­ingu frá íbúða­lána­sjóð­i. 

Una Jónsdóttir, hagfræðingur ÍbúðalánasjóðsÍ til­kynn­ing­unni segir að verð á fjöl­býli á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafi hækkað um 21,4% frá júní 2016, en á sama tíma hækk­uðu laun aðeins um 7,3%. Að sögn Unu Jóns­dótt­ur, hag­fræð­ings hjá hag­deild Íbúða­lána­sjóðs, er æski­legt að þessar tvær stærðir hald­ist í hend­ur. Íbúða­lána­sjóður metur það svo að staða þeirra sem eru að reyna að kom­ast inn á fast­eigna­mark­að­inn  sé umtals­vert verri í dag en fyrir ári síð­an.

Þróun launa miðað við hús­næð­is­verð

Úr fréttatilkynningu Íbúðalánasjóðs. Fasteignaverð hefur hækkað hraðar en launaþróun síðustu tólf mánuði.

Þrátt fyrir umrædda hækkun síð­ustu tólf mán­aða virð­ist hafa hægt á henni allra síð­ustu mán­uði. Í júní lækk­aði verð á fjöl­býli um 0,2% frá fyrri mán­uði, en það var fyrsta lækk­unin sem mælist i tvö ár. Á sama tíma jókst vísi­tala launa um 1% milli mán­aða og gæti því verið að þessar stærðir fær­ist nær hvorri annarri með hæg­ari vexti fast­eigna­verðs.

Auglýsing

Meira úr sama flokkiInnlent