Björt segist hafa sýnt dómgreindarleysi

Umhverfis- og auðlindaráðherra biðst afsökunar á því að hafa misboðið fólki með því að láta mynda sig í kjól frá tískuvörumerki í þingsal Alþingis. Sú uppsetning hafi verið vanhugsuð.

Björt ÓIafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Björt ÓIafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

Björt Ólafs­dótt­ir, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, segir að hún hafi sýnt dóm­greind­ar­leysi „með því að flögra um þingsal­inn stolt af þeirri hönnun sem ég stóð í og stolt yfir að vera kona í því hlut­verki sem ég er og að leyfa mér að upp­hefja kven­leik­ann inni í þing­sal sem svo ljós­mynd­ari festi á filmu. Þau skila­boð eru fólki ekki greini­lega ekki efst í huga, og þessi upp­setn­ing því van­hugsuð því hún tengir við einka­fyr­ir­tæki. Ég biðst inni­legrar afsök­unar á því að hafa mis­boðið fólki með því. Síst af öllu vildi ég það. En ég held áfram að læra.“ Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu frá henni á Face­book.

Í morgun var greint frá því að Björt hefði verið mynduð í aug­lýs­inga­­skyni í sal Alþingis fyrir breska tísku­vöru­­merkið Gal­van London. Í umfjöllun Frétta­blaðs­ins um málið sagði að Sóla Kára­dótt­ir, list­rænn stjórn­­andi Gal­van London, og Björt séu vin­­konur til margra ára. Und­an­farið hafi birst margar myndir teknar víðs vegar á Íslandi á Instagram-­­síðu tísku­vöru­­merk­is­ins af íslenskum vin­­konum Sólu í fatn­aði frá Gal­van London. Björt er þeirra á með­­al. Í frétt blaðs­ins sagði Helgi Bern­ód­us­son, skrif­stofu­stjóri Alþing­is, eft­ir­far­andi um mál­ið: „„Þetta kemur mér mjög á óvart, strangt til tekið er þetta ekki brot á regl­unum en þetta er auð­vitað dálítið óvenju­­leg­t.“Mynd af Björt sem birtist á Instagram síðu Galvan London.

Björt brást við á Face­book fyrr í dag og sagði í stöðu­upp­færslu: „Obbosí. Næst verð ég með bindi til þess að hvetja karl­kyns sam­þing­menn mína til að bera það í þingsaln­um. Nú ansi hrædd um að ein­hverjum muni líka það. Nei, við frek­ari umhugs­un. Það gæti auð­vitað end­an­lega farið með feðra­veldið eins og það leggur sig.“ Hún bætti síðar við færsl­una og sagði að hún skildi vissu­lega að fólki þyki Alþingi vera helgur staður og að það vilji standa vörð um virð­ingu þess. „Ég hef reyndar oft verið í íslenskri hönnun þar áður og um það hefur verið fjall­að, ( til dæmis á sam­fé­lags­miðl­u­m). Það var alls ekki mín ætlan að brjóta gegn því. Mér þykir miður ef þessi ljós­mynd skapi slík hug­hrif.“

Björt setti síðan aðra stöðu­upp­færslu um málið inn klukkan rúm­lega 13. Þar seg­ir: „Stóra kjóla­málið er orðið dálítið mikið um sig. Ég við­ur­kenni það fús­lega að mín fyrstu við­brögð við því voru einmitt það- mjög við­bragðs og til­finn­inga­tengd. Það getur pirrað ráð­herra eins og hvern annan að und­ir­tónn um klæða­burð sé alltum­lykj­andi.

En hann skiptir hér ekki höf­uð­máli.

Auglýsing
Ég sýndi dóm­greind­ar­leysi með því að flögra um þingsal­inn stolt af þeirri hönnun sem ég stóð í og stolt yfir að vera kona í því hlut­verki sem ég er og að leyfa mér að upp­hefja kven­leik­ann inni í þing­sal sem svo ljós­mynd­ari festi á filmu. Þau skila­boð eru fólki greini­lega ekki efst í huga, og þessi upp­setn­ing því van­hugsuð því hún tengir við einka­fyr­ir­tæki.

Ég biðst inni­legrar afsök­unar á því að hafa mis­boðið fólki með því. Síst af öllu vildi ég það. En ég held áfram að læra.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kergja innan hluthafahóps Eimskips nær suðupunkti
Óánægja með fyrirferð stærsta eigandans, dramatík í kringum stjórnarkjör og yfirtökuskyldu sem var svo felld úr gildi og slök rekstrarframmistaða sem leiddi af sér fall á markaðsvirði Eimskips hafði leitt til kergju á meðal lífeyrissjóða.
Kjarninn 30. september 2020
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent