Björt segist hafa sýnt dómgreindarleysi

Umhverfis- og auðlindaráðherra biðst afsökunar á því að hafa misboðið fólki með því að láta mynda sig í kjól frá tískuvörumerki í þingsal Alþingis. Sú uppsetning hafi verið vanhugsuð.

Björt ÓIafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Björt ÓIafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

Björt Ólafs­dótt­ir, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, segir að hún hafi sýnt dóm­greind­ar­leysi „með því að flögra um þingsal­inn stolt af þeirri hönnun sem ég stóð í og stolt yfir að vera kona í því hlut­verki sem ég er og að leyfa mér að upp­hefja kven­leik­ann inni í þing­sal sem svo ljós­mynd­ari festi á filmu. Þau skila­boð eru fólki ekki greini­lega ekki efst í huga, og þessi upp­setn­ing því van­hugsuð því hún tengir við einka­fyr­ir­tæki. Ég biðst inni­legrar afsök­unar á því að hafa mis­boðið fólki með því. Síst af öllu vildi ég það. En ég held áfram að læra.“ Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu frá henni á Face­book.

Í morgun var greint frá því að Björt hefði verið mynduð í aug­lýs­inga­­skyni í sal Alþingis fyrir breska tísku­vöru­­merkið Gal­van London. Í umfjöllun Frétta­blaðs­ins um málið sagði að Sóla Kára­dótt­ir, list­rænn stjórn­­andi Gal­van London, og Björt séu vin­­konur til margra ára. Und­an­farið hafi birst margar myndir teknar víðs vegar á Íslandi á Instagram-­­síðu tísku­vöru­­merk­is­ins af íslenskum vin­­konum Sólu í fatn­aði frá Gal­van London. Björt er þeirra á með­­al. Í frétt blaðs­ins sagði Helgi Bern­ód­us­son, skrif­stofu­stjóri Alþing­is, eft­ir­far­andi um mál­ið: „„Þetta kemur mér mjög á óvart, strangt til tekið er þetta ekki brot á regl­unum en þetta er auð­vitað dálítið óvenju­­leg­t.“Mynd af Björt sem birtist á Instagram síðu Galvan London.

Björt brást við á Face­book fyrr í dag og sagði í stöðu­upp­færslu: „Obbosí. Næst verð ég með bindi til þess að hvetja karl­kyns sam­þing­menn mína til að bera það í þingsaln­um. Nú ansi hrædd um að ein­hverjum muni líka það. Nei, við frek­ari umhugs­un. Það gæti auð­vitað end­an­lega farið með feðra­veldið eins og það leggur sig.“ Hún bætti síðar við færsl­una og sagði að hún skildi vissu­lega að fólki þyki Alþingi vera helgur staður og að það vilji standa vörð um virð­ingu þess. „Ég hef reyndar oft verið í íslenskri hönnun þar áður og um það hefur verið fjall­að, ( til dæmis á sam­fé­lags­miðl­u­m). Það var alls ekki mín ætlan að brjóta gegn því. Mér þykir miður ef þessi ljós­mynd skapi slík hug­hrif.“

Björt setti síðan aðra stöðu­upp­færslu um málið inn klukkan rúm­lega 13. Þar seg­ir: „Stóra kjóla­málið er orðið dálítið mikið um sig. Ég við­ur­kenni það fús­lega að mín fyrstu við­brögð við því voru einmitt það- mjög við­bragðs og til­finn­inga­tengd. Það getur pirrað ráð­herra eins og hvern annan að und­ir­tónn um klæða­burð sé alltum­lykj­andi.

En hann skiptir hér ekki höf­uð­máli.

Auglýsing
Ég sýndi dóm­greind­ar­leysi með því að flögra um þingsal­inn stolt af þeirri hönnun sem ég stóð í og stolt yfir að vera kona í því hlut­verki sem ég er og að leyfa mér að upp­hefja kven­leik­ann inni í þing­sal sem svo ljós­mynd­ari festi á filmu. Þau skila­boð eru fólki greini­lega ekki efst í huga, og þessi upp­setn­ing því van­hugsuð því hún tengir við einka­fyr­ir­tæki.

Ég biðst inni­legrar afsök­unar á því að hafa mis­boðið fólki með því. Síst af öllu vildi ég það. En ég held áfram að læra.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent