Vatnajökulsþjóðgarður mun innheimta þjónustugjald í Skaftafelli frá og með 9. ágúst. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu þjóðgarðsins og innheimtufyrirtækisins Computer Vision í dag.
Í tilkynningunni kemur fram að tekjunum verði varið til a styrkja helstu innviði þessa fjölsótta ferðamannastaðar með því til dæmis að viðhalda bílastæðum, leggja göngustíga, efla gæslu og auka öryggi gesta.
Gjald verður innheimt á hvert skráð ökutæki sem leggur í þjóðgarðinum, en gjaldskráin er eftirfarandi:
- 600 kr. algengustu heimilisbílar, 5 manna eða færri
- 900 kr. stærri fólksbílar og jeppar, 6-9 manna
- 1.800 kr. minni rútur, 10-18 manna
- 3.600 kr. stærri rútur, 19 manna eða fleiri
- 300 kr. bifhjól
Innheimta verður í höndum fyrirtækisins Computer Vision ehf. sem hannar, setur upp og rekur sjálfvirka innheimtukerfið MyParking. Samningurinn var undirritaður í kjölfar verðkönnunar Ríkiskaupa.
Tilkynningu samtakanna má lesa hér.