Ísland breytti afstöðu sinni gagnvart Rússlandi

Gæta mátti stefnubreytingu í utanríkisstefnu Íslands gagnvart Rússlandi eftir fjölmiðlaherferð sjávarútvegsfyrirtækja árið 2015, samkvæmt nýrri fræðigrein.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Auglýsing

Utan­rík­is­stefna Íslands varð mild­ari í garð Rúss­lands árið 2015 eftir að hags­muna­að­ilar höfðu beitt stjórn­völdum þrýst­ingi, en síðan þá hefur Ísland ekki tekið þátt í yfir­lýs­ingum ESB um við­skipta­þving­anir gagn­vart Rússum vegna Úkra­ínu. Þetta eru nið­ur­stöður fræði­greinar sem mun birt­ast á næstu vikum í tíma­rit­inu Global Affairs.

Her­ferð SFS

Höf­undar grein­ar­innar eru Baldur Þór­halls­son, pró­fessor í stjórn­mála­fræði við HÍ, og Pétur Gunn­ars­son, stjórn­mála­fræð­ingur frá London School of Economics, en sam­kvæmt þeim mátti greina stefnu­breyt­ingu hjá íslenskum stjórn­völdum á seinni hluta árs­ins 2015. 

Ári fyrr, þann 14. mars 2014, höfðu Banda­ríkin og Evr­ópu­sam­bandið komið á við­skipta­þving­unum við Rúss­land vegna inn­rás­ar­innar í Úkra­ínu og her­námi Krím­skaga. Ísland tók þátt í þving­un­unum sam­dæg­urs, en Gunnar Bragi Sveins­son, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra, sagði þá ákvörðun aðal­lega hafa verið tekna vegna þrýst­ings frá Banda­ríkj­unum og Evr­ópu­sam­band­inu.

Auglýsing

Þann 13. ágúst 2015 svar­aði svo rúss­neska rík­is­stjórnin ákvörðun Íslands með refsi­að­gerð­um, en í þeim fólst meðal ann­ars bann á inn­flutn­ingi á fiski frá Íslandi. Í kjöl­farið lögð­ust hags­muna­hópar útgerð­anna, með Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) í far­ar­broddi, í umfangs­mikla fjöl­miðla­her­ferð gegn við­skipta­þving­unum við Rúss­land. 

Ekki hægt að elta ESB blind­andi

Svo virð­ist sem her­ferðin hafi haft tölu­verð áhrif á fram­gang stjórn­valda, en þrátt fyrir að Ísland hafi ekki dregið sig form­lega úr við­skipta­þving­un­unum er rík­is­stjórnin nú treg­ari til að styðja yfir­lýs­ingar ESB gegn Rúss­land­i. 

Árið 2014 tók Ísland þátt í nær öllum yfir­lýs­ingum Evr­ópu­sam­bands­ins um utan­rík­is­mál, en þá sat rík­is­stjórnin aðeins hjá í einni yfir­lýs­ingu. Árin 2015 og 2016 sat Ísland hins vegar hjá í 20 yfir­lýs­ing­um, þar af tengd­ust 8 þeirra mál­efnum Úkra­ínu.

Yfir­lýs­ingar íslenskra stjórn­mála­manna breytt­ust einnig, en snemma árs 2016 sagði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, Ísland ekki bara geta „elt ESB og tekið þátt í við­skipta­þving­unum blind­and­i.“ Um svipað leyti lýsti þáver­andi sjáv­ar­út­vegs-og land­bún­að­ar­ráð­herra, Sig­urður Ingi Jóhanns­son, yfir­stand­andi þving­unum sem „tákn­ræn­um“.

Í grein­inni er einnig haft eftir hátt­settum emb­ætt­is­manni Evr­ópu­sam­bands­ins að stefnu­breyt­ing Íslands í utan­rík­is­málum „kæmi á óvart“ og að „tekið væri eftir henni“ í Brus­sel. Hins vegar bætti hann við að þátt­taka Íslands í við­skipta­þving­un­unum væri það eina sem skipti máli, en Evr­ópu­sam­bandið kynni að meta hlut Íslands í þeim.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent