Ísland breytti afstöðu sinni gagnvart Rússlandi

Gæta mátti stefnubreytingu í utanríkisstefnu Íslands gagnvart Rússlandi eftir fjölmiðlaherferð sjávarútvegsfyrirtækja árið 2015, samkvæmt nýrri fræðigrein.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Auglýsing

Utan­rík­is­stefna Íslands varð mild­ari í garð Rúss­lands árið 2015 eftir að hags­muna­að­ilar höfðu beitt stjórn­völdum þrýst­ingi, en síðan þá hefur Ísland ekki tekið þátt í yfir­lýs­ingum ESB um við­skipta­þving­anir gagn­vart Rússum vegna Úkra­ínu. Þetta eru nið­ur­stöður fræði­greinar sem mun birt­ast á næstu vikum í tíma­rit­inu Global Affairs.

Her­ferð SFS

Höf­undar grein­ar­innar eru Baldur Þór­halls­son, pró­fessor í stjórn­mála­fræði við HÍ, og Pétur Gunn­ars­son, stjórn­mála­fræð­ingur frá London School of Economics, en sam­kvæmt þeim mátti greina stefnu­breyt­ingu hjá íslenskum stjórn­völdum á seinni hluta árs­ins 2015. 

Ári fyrr, þann 14. mars 2014, höfðu Banda­ríkin og Evr­ópu­sam­bandið komið á við­skipta­þving­unum við Rúss­land vegna inn­rás­ar­innar í Úkra­ínu og her­námi Krím­skaga. Ísland tók þátt í þving­un­unum sam­dæg­urs, en Gunnar Bragi Sveins­son, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra, sagði þá ákvörðun aðal­lega hafa verið tekna vegna þrýst­ings frá Banda­ríkj­unum og Evr­ópu­sam­band­inu.

Auglýsing

Þann 13. ágúst 2015 svar­aði svo rúss­neska rík­is­stjórnin ákvörðun Íslands með refsi­að­gerð­um, en í þeim fólst meðal ann­ars bann á inn­flutn­ingi á fiski frá Íslandi. Í kjöl­farið lögð­ust hags­muna­hópar útgerð­anna, með Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) í far­ar­broddi, í umfangs­mikla fjöl­miðla­her­ferð gegn við­skipta­þving­unum við Rúss­land. 

Ekki hægt að elta ESB blind­andi

Svo virð­ist sem her­ferðin hafi haft tölu­verð áhrif á fram­gang stjórn­valda, en þrátt fyrir að Ísland hafi ekki dregið sig form­lega úr við­skipta­þving­un­unum er rík­is­stjórnin nú treg­ari til að styðja yfir­lýs­ingar ESB gegn Rúss­land­i. 

Árið 2014 tók Ísland þátt í nær öllum yfir­lýs­ingum Evr­ópu­sam­bands­ins um utan­rík­is­mál, en þá sat rík­is­stjórnin aðeins hjá í einni yfir­lýs­ingu. Árin 2015 og 2016 sat Ísland hins vegar hjá í 20 yfir­lýs­ing­um, þar af tengd­ust 8 þeirra mál­efnum Úkra­ínu.

Yfir­lýs­ingar íslenskra stjórn­mála­manna breytt­ust einnig, en snemma árs 2016 sagði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, Ísland ekki bara geta „elt ESB og tekið þátt í við­skipta­þving­unum blind­and­i.“ Um svipað leyti lýsti þáver­andi sjáv­ar­út­vegs-og land­bún­að­ar­ráð­herra, Sig­urður Ingi Jóhanns­son, yfir­stand­andi þving­unum sem „tákn­ræn­um“.

Í grein­inni er einnig haft eftir hátt­settum emb­ætt­is­manni Evr­ópu­sam­bands­ins að stefnu­breyt­ing Íslands í utan­rík­is­málum „kæmi á óvart“ og að „tekið væri eftir henni“ í Brus­sel. Hins vegar bætti hann við að þátt­taka Íslands í við­skipta­þving­un­unum væri það eina sem skipti máli, en Evr­ópu­sam­bandið kynni að meta hlut Íslands í þeim.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent