Ísland breytti afstöðu sinni gagnvart Rússlandi

Gæta mátti stefnubreytingu í utanríkisstefnu Íslands gagnvart Rússlandi eftir fjölmiðlaherferð sjávarútvegsfyrirtækja árið 2015, samkvæmt nýrri fræðigrein.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Auglýsing

Utanríkisstefna Íslands varð mildari í garð Rússlands árið 2015 eftir að hagsmunaaðilar höfðu beitt stjórnvöldum þrýstingi, en síðan þá hefur Ísland ekki tekið þátt í yfirlýsingum ESB um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum vegna Úkraínu. Þetta eru niðurstöður fræðigreinar sem mun birtast á næstu vikum í tímaritinu Global Affairs.

Herferð SFS

Höfundar greinarinnar eru Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, og Pétur Gunnarsson, stjórnmálafræðingur frá London School of Economics, en samkvæmt þeim mátti greina stefnubreytingu hjá íslenskum stjórnvöldum á seinni hluta ársins 2015. 

Ári fyrr, þann 14. mars 2014, höfðu Bandaríkin og Evrópusambandið komið á viðskiptaþvingunum við Rússland vegna innrásarinnar í Úkraínu og hernámi Krímskaga. Ísland tók þátt í þvingununum samdægurs, en Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, sagði þá ákvörðun aðallega hafa verið tekna vegna þrýstings frá Bandaríkjunum og Evrópusambandinu.

Auglýsing

Þann 13. ágúst 2015 svaraði svo rússneska ríkisstjórnin ákvörðun Íslands með refsiaðgerðum, en í þeim fólst meðal annars bann á innflutningi á fiski frá Íslandi. Í kjölfarið lögðust hagsmunahópar útgerðanna, með Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) í fararbroddi, í umfangsmikla fjölmiðlaherferð gegn viðskiptaþvingunum við Rússland. 

Ekki hægt að elta ESB blindandi

Svo virðist sem herferðin hafi haft töluverð áhrif á framgang stjórnvalda, en þrátt fyrir að Ísland hafi ekki dregið sig formlega úr viðskiptaþvingununum er ríkisstjórnin nú tregari til að styðja yfirlýsingar ESB gegn Rússlandi. 

Árið 2014 tók Ísland þátt í nær öllum yfirlýsingum Evrópusambandsins um utanríkismál, en þá sat ríkisstjórnin aðeins hjá í einni yfirlýsingu. Árin 2015 og 2016 sat Ísland hins vegar hjá í 20 yfirlýsingum, þar af tengdust 8 þeirra málefnum Úkraínu.

Yfirlýsingar íslenskra stjórnmálamanna breyttust einnig, en snemma árs 2016 sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, Ísland ekki bara geta „elt ESB og tekið þátt í viðskiptaþvingunum blindandi.“ Um svipað leyti lýsti þáverandi sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, yfirstandandi þvingunum sem „táknrænum“.

Í greininni er einnig haft eftir háttsettum embættismanni Evrópusambandsins að stefnubreyting Íslands í utanríkismálum „kæmi á óvart“ og að „tekið væri eftir henni“ í Brussel. Hins vegar bætti hann við að þátttaka Íslands í viðskiptaþvingununum væri það eina sem skipti máli, en Evrópusambandið kynni að meta hlut Íslands í þeim.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent