Ísland breytti afstöðu sinni gagnvart Rússlandi

Gæta mátti stefnubreytingu í utanríkisstefnu Íslands gagnvart Rússlandi eftir fjölmiðlaherferð sjávarútvegsfyrirtækja árið 2015, samkvæmt nýrri fræðigrein.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Auglýsing

Utan­rík­is­stefna Íslands varð mild­ari í garð Rúss­lands árið 2015 eftir að hags­muna­að­ilar höfðu beitt stjórn­völdum þrýst­ingi, en síðan þá hefur Ísland ekki tekið þátt í yfir­lýs­ingum ESB um við­skipta­þving­anir gagn­vart Rússum vegna Úkra­ínu. Þetta eru nið­ur­stöður fræði­greinar sem mun birt­ast á næstu vikum í tíma­rit­inu Global Affairs.

Her­ferð SFS

Höf­undar grein­ar­innar eru Baldur Þór­halls­son, pró­fessor í stjórn­mála­fræði við HÍ, og Pétur Gunn­ars­son, stjórn­mála­fræð­ingur frá London School of Economics, en sam­kvæmt þeim mátti greina stefnu­breyt­ingu hjá íslenskum stjórn­völdum á seinni hluta árs­ins 2015. 

Ári fyrr, þann 14. mars 2014, höfðu Banda­ríkin og Evr­ópu­sam­bandið komið á við­skipta­þving­unum við Rúss­land vegna inn­rás­ar­innar í Úkra­ínu og her­námi Krím­skaga. Ísland tók þátt í þving­un­unum sam­dæg­urs, en Gunnar Bragi Sveins­son, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra, sagði þá ákvörðun aðal­lega hafa verið tekna vegna þrýst­ings frá Banda­ríkj­unum og Evr­ópu­sam­band­inu.

Auglýsing

Þann 13. ágúst 2015 svar­aði svo rúss­neska rík­is­stjórnin ákvörðun Íslands með refsi­að­gerð­um, en í þeim fólst meðal ann­ars bann á inn­flutn­ingi á fiski frá Íslandi. Í kjöl­farið lögð­ust hags­muna­hópar útgerð­anna, með Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) í far­ar­broddi, í umfangs­mikla fjöl­miðla­her­ferð gegn við­skipta­þving­unum við Rúss­land. 

Ekki hægt að elta ESB blind­andi

Svo virð­ist sem her­ferðin hafi haft tölu­verð áhrif á fram­gang stjórn­valda, en þrátt fyrir að Ísland hafi ekki dregið sig form­lega úr við­skipta­þving­un­unum er rík­is­stjórnin nú treg­ari til að styðja yfir­lýs­ingar ESB gegn Rúss­land­i. 

Árið 2014 tók Ísland þátt í nær öllum yfir­lýs­ingum Evr­ópu­sam­bands­ins um utan­rík­is­mál, en þá sat rík­is­stjórnin aðeins hjá í einni yfir­lýs­ingu. Árin 2015 og 2016 sat Ísland hins vegar hjá í 20 yfir­lýs­ing­um, þar af tengd­ust 8 þeirra mál­efnum Úkra­ínu.

Yfir­lýs­ingar íslenskra stjórn­mála­manna breytt­ust einnig, en snemma árs 2016 sagði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, Ísland ekki bara geta „elt ESB og tekið þátt í við­skipta­þving­unum blind­and­i.“ Um svipað leyti lýsti þáver­andi sjáv­ar­út­vegs-og land­bún­að­ar­ráð­herra, Sig­urður Ingi Jóhanns­son, yfir­stand­andi þving­unum sem „tákn­ræn­um“.

Í grein­inni er einnig haft eftir hátt­settum emb­ætt­is­manni Evr­ópu­sam­bands­ins að stefnu­breyt­ing Íslands í utan­rík­is­málum „kæmi á óvart“ og að „tekið væri eftir henni“ í Brus­sel. Hins vegar bætti hann við að þátt­taka Íslands í við­skipta­þving­un­unum væri það eina sem skipti máli, en Evr­ópu­sam­bandið kynni að meta hlut Íslands í þeim.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent