Ísland breytti afstöðu sinni gagnvart Rússlandi

Gæta mátti stefnubreytingu í utanríkisstefnu Íslands gagnvart Rússlandi eftir fjölmiðlaherferð sjávarútvegsfyrirtækja árið 2015, samkvæmt nýrri fræðigrein.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Auglýsing

Utan­rík­is­stefna Íslands varð mild­ari í garð Rúss­lands árið 2015 eftir að hags­muna­að­ilar höfðu beitt stjórn­völdum þrýst­ingi, en síðan þá hefur Ísland ekki tekið þátt í yfir­lýs­ingum ESB um við­skipta­þving­anir gagn­vart Rússum vegna Úkra­ínu. Þetta eru nið­ur­stöður fræði­greinar sem mun birt­ast á næstu vikum í tíma­rit­inu Global Affairs.

Her­ferð SFS

Höf­undar grein­ar­innar eru Baldur Þór­halls­son, pró­fessor í stjórn­mála­fræði við HÍ, og Pétur Gunn­ars­son, stjórn­mála­fræð­ingur frá London School of Economics, en sam­kvæmt þeim mátti greina stefnu­breyt­ingu hjá íslenskum stjórn­völdum á seinni hluta árs­ins 2015. 

Ári fyrr, þann 14. mars 2014, höfðu Banda­ríkin og Evr­ópu­sam­bandið komið á við­skipta­þving­unum við Rúss­land vegna inn­rás­ar­innar í Úkra­ínu og her­námi Krím­skaga. Ísland tók þátt í þving­un­unum sam­dæg­urs, en Gunnar Bragi Sveins­son, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra, sagði þá ákvörðun aðal­lega hafa verið tekna vegna þrýst­ings frá Banda­ríkj­unum og Evr­ópu­sam­band­inu.

Auglýsing

Þann 13. ágúst 2015 svar­aði svo rúss­neska rík­is­stjórnin ákvörðun Íslands með refsi­að­gerð­um, en í þeim fólst meðal ann­ars bann á inn­flutn­ingi á fiski frá Íslandi. Í kjöl­farið lögð­ust hags­muna­hópar útgerð­anna, með Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) í far­ar­broddi, í umfangs­mikla fjöl­miðla­her­ferð gegn við­skipta­þving­unum við Rúss­land. 

Ekki hægt að elta ESB blind­andi

Svo virð­ist sem her­ferðin hafi haft tölu­verð áhrif á fram­gang stjórn­valda, en þrátt fyrir að Ísland hafi ekki dregið sig form­lega úr við­skipta­þving­un­unum er rík­is­stjórnin nú treg­ari til að styðja yfir­lýs­ingar ESB gegn Rúss­land­i. 

Árið 2014 tók Ísland þátt í nær öllum yfir­lýs­ingum Evr­ópu­sam­bands­ins um utan­rík­is­mál, en þá sat rík­is­stjórnin aðeins hjá í einni yfir­lýs­ingu. Árin 2015 og 2016 sat Ísland hins vegar hjá í 20 yfir­lýs­ing­um, þar af tengd­ust 8 þeirra mál­efnum Úkra­ínu.

Yfir­lýs­ingar íslenskra stjórn­mála­manna breytt­ust einnig, en snemma árs 2016 sagði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, Ísland ekki bara geta „elt ESB og tekið þátt í við­skipta­þving­unum blind­and­i.“ Um svipað leyti lýsti þáver­andi sjáv­ar­út­vegs-og land­bún­að­ar­ráð­herra, Sig­urður Ingi Jóhanns­son, yfir­stand­andi þving­unum sem „tákn­ræn­um“.

Í grein­inni er einnig haft eftir hátt­settum emb­ætt­is­manni Evr­ópu­sam­bands­ins að stefnu­breyt­ing Íslands í utan­rík­is­málum „kæmi á óvart“ og að „tekið væri eftir henni“ í Brus­sel. Hins vegar bætti hann við að þátt­taka Íslands í við­skipta­þving­un­unum væri það eina sem skipti máli, en Evr­ópu­sam­bandið kynni að meta hlut Íslands í þeim.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent