Ebba Schram var ráðinn sem nýr borgarlögmaður á fundi borgarráðs í dag. Hún var annar tveggja umsækjenda um starfið. Hinn var Ástráður Haraldsson hæstaréttalögmaður. Kristbjörg Stephensen, fráfarandi borgarlögmaður, var á meðal þeirra sem skipaðir voru við nýjan Landsrétt í fyrravor og því var auglýst eftir nýjum borgarlögmanni.
Ebba er hæstaréttarlögmaður og hefur starfað hjá embætti borgarlögmanns frá árinu 2007, að undanskildum tveimur árum er hún starfaði sem lögmaður á lögmannstofunni LEX . Frá árinu 2013 hefur Ebba gegnt starfi staðgengils borgarlögmanns.
Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir: „Ebba hefur rúmlega átta ára reynslu af störfum innan stjórnsýslunnar. Verkefni hennar hafa verið fjölbreytt og snert mörg réttarsvið. Hún hefur m.a. sinnt lögfræðilegri ráðgjöf til borgarstjórnar, borgarráðs, fagráða, stjórnenda, starfsmanna og lögfræðinga á fagsviðum borgarinnar.