#viðskipti

Alopex Gold með mörg járn í eldinum

Fram undan eru stórar framkvæmdir hjá gulleitarfyrirtækinu Alopex Gold, en fyrirtækið er skráð á kanadískum hlutabréfamarkaði og undir stjórn Elds Ólafssonar.

Eldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Alopex Gold
Eldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Alopex Gold

Gull­leit­ar­fyr­ir­tæk­ið Alopex Gold hefur í nógu að snú­ast þessa dag­ana, en fyr­ir­hug­aðar eru umfangs­miklar rann­sóknir á tveimur svæðum á Græn­landi í ágúst og út sept­em­ber. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins sem kom út í gær.

Alopex Gold er gull­leit­ar­fyr­ir­tæki stofnað af Eldi Ólafs­syni, jarð­fræð­ingi og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Orku Energy, en fyr­ir­tækið var stofnað fyrr í ár og sér­hæfir sig í gull­leit á Græn­landi. Fyr­ir­tækið var skráð á hluta­bréfa­mark­að­inn í Toronto þann 13. júlí síð­ast­lið­inn og hefur mark­aðsvirði þess auk­ist um 11% síðan þá.

Alopex er hand­hafi þriggja náma­vinnslu­leyfa á Græn­landi; í Tar­toqNalunaq og Vag­ar, en fyr­ir­tækið hyggst leggj­ast í umfangs­miklar rann­sóknir á þeim öllum á næstu vik­um. 

Auglýsing

Sýna­taka er nú þegar hafin á Tar­toq-­svæð­inu á vest­ur­strönd Græn­landi, en talið er að þar gæti verið gull­ríkt svæði. Ef nið­ur­stöður úr sýna­tök­unni eru jákvæðar þar verður borað eftir gull­inu í kjöl­far­ið. 

Við Nanu­laq-fjallið sunnar á vest­ur­strönd Græn­lands hefur fyr­ir­tækið tvö náma­vinnslu­leyfi, en talið er að kvar­sæð liggi þar auk gullæðar með um 1,2 millj­ónir únsa af gulli. Námu­vinnsla á svæð­inu hefst þann 15. ágúst, en búist er við að henni ljúki í lok sept­em­ber. Fyr­ir­tækið hefur gefið út tvö mynd­bönd sem útskýra fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir í sum­ar.

Að verk­efn­unum loknum hyggst fyr­ir­tækið senda sýnin til efna­grein­ingar í Írlandi, en í við­tali við Kjarn­ann segir Eldur að tækni­skýrsla muni verða birt á markað í lok októ­ber eða byrjun nóv­em­ber. 

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Meira úr sama flokkiInnlent